En já, árið byrjar víst á Janúar. Við Valdi vorum nýbúin að halda okkar fyrstu jól alveg ein, saman í baunalandinu, en hann átti frí frá skólanum allan mánuðinn og notaði tímann til að vera á Íslandi. Hann eyddi reyndar nánast öllum mánuðinum í sveitinni að smíða hnakkastatíf og setja upp gerði og var ekki lítið sáttur með dvölina og "fríið" sitt. Held að það sé fátt annað sem hann hefði frekar viljað eyða tímanum sínum í en að djöflast svona aðeins í sveitinni.
Á meðan sat ég með sveitt ennið við einn svaðalegasta lærdóm á minni námsæfi enda lauk mánuðinum á viku prófatörn sem með réttu mátti kalla "Hell Week". Hún fór samt betur en á horfðist, en ég skal alveg fegin sleppa við að endurtaka þetta aftur. Danmörk tók sig svo annars til og bauð Valda velkomin með snjóþyngsta vetri í áraraðir. Snjómagnið hefði alveg sómað sér vel á Íslandi, og það er eitthvað sem passar ekki alveg við að maður flytji af klakanum og á heitari slóðir.
Fluga að vakta Valda í sveitinni
Drottningin í haganum
Orka í stóðinu
Hundarnir í sveitinni
Á meðan sat ég með sveitt ennið við einn svaðalegasta lærdóm á minni námsæfi enda lauk mánuðinum á viku prófatörn sem með réttu mátti kalla "Hell Week". Hún fór samt betur en á horfðist, en ég skal alveg fegin sleppa við að endurtaka þetta aftur. Danmörk tók sig svo annars til og bauð Valda velkomin með snjóþyngsta vetri í áraraðir. Snjómagnið hefði alveg sómað sér vel á Íslandi, og það er eitthvað sem passar ekki alveg við að maður flytji af klakanum og á heitari slóðir.
Dís á kafi í jólasnjó
Í lok mánaðirns bættist aðeins í húsgestina þegar lítil papillon skvísa kom í tímabundna pössun á leið sinni til Íslands. Hún fékk reyndar að veita vinkonu minni félagsskap fram að stóra ferðalaginu sínu, en náði samt að bræða okkur soldið.
Febrúar hélt viðteknum hætti með snjóþunga og köldum vetri, en við fengum óvæntan glaðnin tegar okkur áskotnaðist þessi líka stórglæsilegi litli Yaris, sem hlaut nafnið Silfur Þruman.Foreldarnir gáfu okkur hann í útskriftargjöf í tilefni útskriftar Valda úr Bsc náminu. Hann hefur komið að góðum notum við að komast á milli staða og hefur vægast sagt auðveldað okkur lífið hérna. Tilkoma hans varð reyndar til þess að farin var stórkostleg bílferð til Möggu vinkonu minnar í Belgíu (ekki Búlgaríu eins og einhver hélt). Ég var lengi búin að hugsa að finna einhverntíman tíma til að kíkja til hennar, en við vorum þrjár, ég, Dóra og Dís, sem lögðum af stað í langferð, og komum fjórar til baka.
Við Dís í Þýskalandi
Hluti af hópnum hennar Möggu, þeim var orðið soldið kalt
Dís og Orka voru ekki lengi að vingast
Litla dýrið hún Orka kom nefninlega heim með okkur og dvaldi hjá okkur hérna í baunalandinu þangað til hún gat farið til Íslands. Dís fékk þar með lítin leikfélaga, sem gerði svo lítið annað en að stækka þangað til að hún náði fyllilega að halda í við hana í eltingarleikjum (ekki eins gaman þegar Dís gat ekki stungið hana svona léttilega af). Í febrúar byrjaði líka ný skólaönn hjá okkur Valda. Með þessu ferðalagi held ég að ég geti nánast fullyrt að Dís er orðin víðförlasti íslensk fæddi border collie, þar sem hún hefur komið núna til 5 mismunandi landa. Í þessum mánuði byrjaði að sjálfsögðu ný önn hjá okkur Valda. Ég fann fyrir ákveðinni spennu, þar sem að ég var loksins að fara að byrja á einhverju alveg nýju, einhverju sem ég hafði aldrei farið í og sat ekki með neitt "á bakinu" lík og áður, þar sem sumir kúrsar höfðu spannað allt að eitt og hálft ár í náminu hjá mér. Loksins fór ég að læra hvernig hlutirnir eru þegar hlutir fara úrskeiðis og sjúkdómar, veirur og snýkjudýr fara að herja á líkamann.
Ekki slæmir göngufélagar
Í mars byrjun fór Flicka litla heim, þar sem hún nýtur núna lífsins með hóp af öðrum litlum "fiðrildum". Dís og Orka urðu miklar vinkonur og nánast óaðskiljanlegar.
Ansi algeng sjón á heimilinu
Vorið fór svo að láta sjá sig í baunalandinu, nokkuð fyrr en það gerir heima, og Valdi var komin með hest í létta þjálfun og kennslu (sem náði svo aðeins að vinda upp á sig) meðfram námi. Það var klárlega mikill kostur fyrir hann að geta komist á bak hérna, en á móti kom að við komumst að því hver munurinn er á að stunda hestamennsku hérna og heima.
Valdi og Goði á góðum degi
Annars var mars nokkuð fréttalítill mánuður, skólinn og lífið gekk sinn vanagang og allt lifnaði við þegar snjóinn tók að létta, en þessi vetur hafði verið gífurlega snjóþungur og erfiður, ólíkt fyrri árum.
Í apríl kom loksins að því að lítill draumur rættist. Við Dís byrjuðum að æfa hundafimi, við fórum í fyrsta tímann okkar í byrjun apríl, rétt eftir páska.
Dís tilbúin að fara í pokann
Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar vorið kemur, því það kemur svo greinilega hérna úti. Á ótrúlega stuttum tíma er vorið bara komið með grænu grasi og blómum. Við vorum úti hérna í páskafríinu líka því prófin hjá mér lentu strax eftir páska og ekki alveg ákjósanlegt að nota fríið í annað en lærdóm. Reyndar fer eiginlega allur okkar tími í lærdóm, en það er nú önnur saga.
Maí kom með lokaprófum og verkefnaskilum hjá Valda og nýjum kúrsum og enn meira af glænýju námsefni fyrir mig. Manni finnst stundum ekki sanngjarnt þegar sumir námsmenn klára sín próf í maí á sama tíma og ég sjálf á ennþá fjórðung eftir af mínu skólaári. Kosturinn við vorið er samt að maður nýtur útivistar enn meira og það kemur eitthvað upp á móti þegar maður er að svekkja sig á skólanum. Valdi hlaut svo þann heiður í maí að Verkfræðingafélagið gaf honum og félaga hans viðurkenningu fyrir Bs verkefnið þeirra, NoWay tækið fræga, fyrir einstaklega vel unnið og áhugavert lokaverkefni. Vorið á samt að koma með sól og sumaryl en þetta sinnið virtist veturinn ætla að hafa áhrif á sumarið líka því það vantaði alveg þetta ekta sumarveður og lítið var um sólböð með námsbækur líkt og fyrri ár.
Allt orðið grænt og gróið
Litlan stækkar hratt
Júní var einmannalegur mánuður fyrir mig þar sem Valdi kláraði skólann sinn og fór heim að því loknu til að vinna. Dagarnir hjá mér voru mjög einfaldir og innihéldu áfram skóla, mikinn lærdóm og hundaviðrun. Valdi aftur á móti gat eytt sínum tíma í að kíkja í sveitina og dútlast í hestunum. Orka okkar þótti sérstaklega áhugaverð fyrir að vera, 3 vetra gömul, orðin í stærð og þroska á við fullvaxið hross.
Það var reyndar ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að setja hana undir hest, þó hún sé ótamin. Tjahh eða ótamin, hún er eiginlega sjálftamin, og gæfara tryppi eða hross finnst varla. Það er ekki hvaða 3 vetra tryppi sem er sem hægt er að hoppa á bak úti í mýri, án allra reiðtygja
Og svo eltir hún Valda bara eins og fulltamið hross
Þar sem ég átti von á folaldi þetta sumarið þá voru ófár ferðir sem einhver fjölskyldumeðlimur var sendur austur til að athuga hvort Þrá væri köstuð. Miðað við síðasta folald þá átti það að passa ágætlega að hún myndi kasta um miðjan mánuðin, en hún hélt aðeins í sér og kom ekki með folaldið fyrr en í lok júní, og þá nánast eftir pöntun. Ég fékk upphringinu þegar ég sat við lestur þar sem mamma hringdi til að tilkynna mér það að merin væri loksins köstuð og mér hafði fæðst móálótt meri. Það litla sem ég varð kát því þetta var alveg draumablandan, rétt kyn og réttur litur. Eitthvað var hún samt óhress litlan og hún þurfti að fá sýklalyf þ.a. Valdi renndi austur á hverjum dagi fyrstu vikuna til að gefa henni meðalið sitt og var svo vænn að taka fínu myndavélina með sér og náði ansi skemmtilegum myndum af henni sprikla í sveitinni.
Í júlí kom ég loksins heim líka, en Dís varð eftir í útlandinu í góðu yfirlæti hjá Ebbu og Indriða, stórgóðum vinum sem tóku að sér að dekstra hana á meðan við vorum heima. Ísland tók ansi vel á móti mér líka, með góðu veðri, góðum manni, góðri fjölskyldu og Flugu minni. Ég eyddi sumrinu í praktík í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, og það var í einu orði sagt frábært, ég lærð alveg óendanlega mikið og þær voru bara yndislegar þar. Að sjálfsögðu eyddum við öllum helgum í sveitinni, já og eiginlega öllum lausum tíma. Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með ungviðinu vaxa.
Ræktandi og "ræktaði" horfast í augu
Atlas, veturgamli Artemisar og Arisar sonurinn er að þroskast rosalega skemmtilega, og hefur enn um sinn fengið að halda kúlunum. Við erum virkilega spennt að sjá hvernig hann kemur út, þar sem hann er frumburður Artemisar okkar sem við bindum miklar vonir við sem ræktunarhryssu. En þegar hér er komið sögu var búið að ráðstafa þremur merum undir hesta allt í allt hjá okkur í sumar. Hjá okkur fór Artemis undir Sæ og Orka undir Þrumufleyg, og foreldar mínir settu Þrá undir Þrumufleyg líka. Næsta sumar verður því einstaklega frjósamt og mikil fjölgun í litla stóðinu. Eina pörunin samt sem er líkleg til með að koma með einhverja litagleði er Artemis og Sær, þar sem möguleiki er á ýmsum litum, en Þrá og Orka eiga eftir að eignast rautt eða brúnt afkvæmi. Ekki það að maður ríði langt á litnum, en þegar maður þarf að bíða svona lengi með að sjá almennilega hvernig þau eru, þá er þetta litla "litalottó" eitthvað smotterí sem maður getur látið sig hlakka til í biðinni eftir folaldinu. En þar sem Þrá var farin með litlu merina, sem hlaut nafnið Þoka, undir Þrumufleyg, þurftum við að renna austur í Landeyjar til að ég fengi nú að sjá djásnið sjálf.
Þoka litla getur sko alveg hreyft sig
Litli frændi minn naut þess að lesa um hundaræktun með mér í góða veðrinu
Í lok júlí kíktum við norður á Mærudaga. Þeir eru virkilega skemmtileg bæjarhátíð á Húsavík, þar sem bærinn er skreyttur á allan mögulegan og ómögulegan máta.
Valdi "repricenting" fyrir bleika hverfið
Fjölskyldan á hestasýningu
Fallega litla músin mín
Alex Máni eithvað ekki sáttur við skemmtikraftinn
Flottir saman
Myndavélastríð, eða kanski ekki
Mæðgur að pósa í miðnætursiglingu
Verið að taka sér pásu á göngunni og njóta umhverfisins
Fluga vaktar endur og gæsir
Í ágúst voru flest hross á landinu farin að hressast og við gátum aðeins lagt á hestana í Mýrarkotinu. Þeir voru reyndar allir járnalausir, en stuttu sprettirnir (réttara sagt göngutúrarnir, þeir voru jú járnalausir) voru til að meta ástand hrossanna eftir veikindin, en þeir virtust flest allir vera ná sér vel. Hestaveikin setti hressilega strik í reikninginn þetta árið þar sem lítið sem ekkert var riðið út og engin var hestaferðin. Þetta er í fyrsta skiptið árum saman sem við fórum ekki í neina hestaferð um sumarið.
Um miðjan mánuðin lauk sumarfríinu mínu og ég fór aftur út, en Valdi varð eftir og vann aðeins lengur en kom svo líka út í lok mánaðarins. Við Dís höfðum ærið verkefni fyrir höndum þar sem við vorum að fara að leggja í vefþjálfun eftir kúnstarinnar reglum. Í lok mánaðarins tókum við okkur smá fríhelgi þar sem við kíktum ásamt vinum í sumarbústaðarferð á norður Sjáland, og vorum étin lifandi af stökkbreyttum mosquito flugum.
Í September byrjaði svo skólinn aftur hjá okkur báðum. Valdi byrjaði í síðustu kúrsunum sem hann tekur í náminu sínu og svo þegar þeim lýkur tekur masters verkefnið hans við. Ég sjálf byrjaði á 3. árinu mínu í náminu, og sé fram á að verða hálfnuð núna rétt eftir áramót. Mér finnst það ennþá stórfurðuleg staðreynd því mér finnst ekki beint langt síðan ég flutti hingað út nánast blaut á bakvið eyrun. En hvað um það, lífið hérna úti hélt áfram, með nýjum kúrsum. Við fórum á árlega hestasýningu í Roskile (Hróarskeldu fyrir þá sem ekki tala dönsku) þar sem við sáum úrval af hestakynjum leika listir sýnar. Eftir daginn vorum við samt hrifnust af íslensku hestunum, en hverjum þykir jú sinn fugl fagur.
Þessi var vel skreyttur, Valdi er eins og písl við hliðina á honum
Kerrukappreiðarnar voru mest spennandi íþróttin sem við sáum
Lippizianer hestar í skrautreið
Þessi sýndu ótrúlegustu loftfimleika sem við höfum nokkurntíman séð
Við Dís mættum svo í fyrsta skiptið í ár í hringinn á Köbenhavn Winner, fengum fína krítík, VG og annað sætið í opnum flokki. Ég var mjög sátt við einkunina, sérstaklega í ljósi þess að Dís var alveg nánast hárlaus
Í október fórum við í hina árlegu bústaðarferð, eða hyttetur, dýralæknanema, og í þetta skiptið fórum við í bústað ekki langt frá sem var ekki alveg eins og flestir eru vanir. Þar var ekkert rafmagn, enginn hiti og ekkert rennandi vatn. Við þurftum að sækja okkur vatn í brunn, sýja það í gegnum sýunarkerfi og sjóða það svo. Það var heldur ekkert rennandi vatn í klósetunum á staðnum, heldur voru þau klósett, yfir holu, sem var hannað þ.a. allur "afrakstur" klósettsins var til þess ætlaður að vera notaður sem áburður. Við þurftum að kveikja upp í kamínu og kynda hressilega á kvöldin þegar tók að kólna, líka til þess að hitinn myndi halda eitthvað inn í nóttina á meðan við sváfum. Þetta var rosalega spes, svakalega eftirminnileg og virkilega skemmtileg ferð, og ég get með sanni sagt að við gleymum þessari ferð seint.
Í nóvember komu fyrstu próf ársins hjá mér, sem fóru ansi vel, og það fór að herða aðeins í róðrinum hjá Valda hvað verkefnaálag varðar. En prófavikunni fylgdi svo frívika, þar sem við fengum ansi skemmtilega heimsókn frá íslandi, þegar Fannar kíkti á okkur í helgarferð hérna í baunalandinu. Hann kom hlaðinn af glaðningi að heiman þ.a. það má með sanni segja að við séum vel sett fyrir jólin á þessum bænum. Að sjálfsögðu kíktum við í nýopnaða jólatívolíið og ég fór með drengina í jómfrúarferðina þeirra í dýragarðinn, sem er alltaf gaman enda virkilega góður dýragarður.
Ísbjörninn að snæðingi
Tígrisdýrin hafa það náðugt í rigningunni
Ekki beint árennilegir þessir félagar
Um miðjan mánuðin var Norðurlandamótið í hundafimi haldið hérna rétt hjá okkur og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið til að fylgjast með bestu hundunum á norðurlöndum þreyta brautirnar. Við sáum mikið af svakalega góðum hundum og Valdi tók eitthvað af þeim upp á nýja fína símann sinn.
Og að lokum kom desember. Ég var svona eiginlega að vona að þessi vetur yrði ekki eins og síðasti en enn sem komið er virðist allt ætla að stefna í að hann verði lítið skárri en síðasti vetur. Nú þegar er búið að vera um 20 til 30 cm jafnfallið snjólag yfir öllu og virðist lítið benda til þess að hann ætli eitthvað að létta. Danir halda uppi viðteknum venjum með að kunna ekki að aka í snjó og klaka. Þetta virðist alltaf koma þeim jafn mikið á óvart á hverju ári, þvi umferðartafirnar og truflanir í almennings samngöngum eru eiginlega fáránlegar. En snjórinn gerir danmörku ansi jólalega engu að síður, þó maður sakni nú alltaf umstangsins sem íslendingar leggja á sig fyrir jólin í skreytingum, innan dyra sem utan. Danir eru reyndar að furða sig á þeim stórmerkilega atburði að það stefnir í að danir fái hvít jól tvö ár í röð. Það gerist víst alls ekki oft. Dís tekur hlutverki sínu sem yfirpassara stressuðu námsmannana mjög alvarlega.
2 ummæli:
Les alltaf annálana þína, svo skemmtilegir :D
Hefur verið skemmtilegt ár hjá þér þá mér sýnist það hafa endað í 70% í námslestri heheh
Góður annáll!!
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Var ekkert smá skemmtileg ferðin okkar til Belgíu :)
Skrifa ummæli