Að ég hefði andgift, já og tíma, til að skrifa blogg nánast á hverjum degi. Held reyndar að ég yrði að fara að blogga þá á ensku þar sem að það eru ekki svo margir hvort eð er sem lesa þetta raus mitt hérna, en ég er búin að ramba fram á nokkur afar skemmtileg blogg hjá mjög duglegum bloggurum og ég get ekki séð hvernig fólk hefur tíma til þess að gera allt þetta sem það skrifar um á hverjum degi, og svo líka að skrifa um það (og oft með myndum, fullt af myndum). Þið getið til dæmis kíkt á þessa hérna - http://thepioneerwoman.com/ - býr á búgarði í USA með alvöru kúreka (hélt að þeir væru ekki til lengur).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli