Við Dís mætum á völlinn á morgun, í fyrsta skiptið. Ég skráði hana í Jumper I og Jumpers ganni braut, til að testa þjálfunina okkar. Ég veit að hún getur alveg klárað klassa I braut og gert það vel (á bleika skýinu mínu verðum við Dís æðislegar saman og vinnum), en mitt takmark er að fá clean braut með góðum hraða og góðum áhuga og ákefð og orku. Ef okkur mistekst skiptir það ekki neinu máli, því þetta er hennar frumraun á þessu svæði, frumraun í þessu fyrirkomulagi og ég veit ekkert á hverju ég á von á með hana en ég hugsa að hún eigi eftir að standa sig svakalega vel.
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli