Eða samt ekki, það hefur ekki svo mikið áhugavert gerst en "hundalega séð" þá er hann alveg merkilegur fyrir ýmsar sakir. Ekki síst vegna frumraunar okkar Dísar á hundafimibrautinni, en einnig erum við byrjuð að æfa spor (reyndar ekki af krafti eða mjög reglulega, heldur höfum við farið að æfa með danska schafer klúbbnum sem er með æfingar á laugardagsmorgnum sem við Guðríður höfum verið að mæta á). Ég ætlaði alltaf að skrifa færslu eftir hverja æfingu til að hafa yfirsýn yfir hvert spor og sjá hvernig okkur miðaði í þjálfun, en að sjálfsögðu hefur tímaleysið alveg haft sín áhrif þ.a. núna verður hérna í staðinn yfirlit yfir fyrstu 3 skiptin, sem inniheldur allt í allt 6 spor.
Fyrsta æfingin okkar var í skítakulda, við vorum 3 mættar með 3 hunda með okkur. Undirlagið var ekki alveg það sem maður myndi kalla ideal fyrir fyrstu sporaæfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var nánast eins og að spora á malbiki, en við vorum samt að vinna í svo "ungum" sporum (lyktin ekki búin að liggja lengi) að það kom ekki að sök og allir hundarnir stóðu sig merkilega vel. Fyrsta sporið var nammispor, með nammi í sirka 5 hverju skrefi og alveg vel langt. Dís átti aðeins erfitt með að grípa tilganginn strax þegar ég var að benda henni á sporið, bauð mér upp á ýmsar hegðanir því hún hélt að það kæmi nammi í hendina, þ.a. ég stóð bara upp á endanum og þagði og leyfði henni að finna út úr þessu sjálf. Það lá við að maður sæi tannhjólin í heilanum á henni snúast þegar hún fór að átta sig á því að þetta væri nammislóð, og til að toppa allt þá endaði hún á boltanum hennar. Seinna sporið var svipað, nammislóð með nammi í 4-5 hverju skrefi, aðeins lengra í þetta skiptið, og það gekk mun hraðar, hún var alveg búin að fatta það að slóðin hefði einhverja þýðingu (ekki verra að það væri nammi á henni) og svo var mikið leikið þegar hún endaði á boltanum.
Önnur æfingin okkar var í mun betra veðri, sól og blíðu, og akrarnir sem eru svo fjandi þægilegir til að æfa á (hægt að fylgja þráðbeinum röndum í ökrunum þ.a. maður þarf lítið að vera að pæla í því að finna tvo punkta í loftlínu til þess að sjá til þess að maður gangi ekki í sveig). Gallinn við akrana aftur á móti er að ef það er aðeins blautt í veðri þá verður maður drulluskítugur. En hvað um það, þetta skiptið fengum við stóran akur bara fyrir okkur, fyrra sporið var beint spor í meðvindi með smá nammislóð. Þar sem akurinn lá ágætis spotta í burtu var það líklega farið að nálgast að vera 15 mínútna gamalt þegar við svo fórum það, og á þeim tíma voru fjandans fuglarnir á svæðinu búnir að éta nánast alla bitana. Ég hafði lagt út kjúklingaskingu terninga, og já, blessaðir fuglarnir voru svona líka sólgnir í hana að ég var varla byrjuð að leggja sporið þegar þeir voru farnir að éta upp úr sporinu fyrir aftan mig. En það skipti svosem litlu máli þar sem Dís vann sporið virkilega vel, fór m.a.s. yfir nokkra bita sem fuglarnir höfðu gleymt. Seinna sporið var svo aftur beint, svipað langt, aftur í meðvindi, með 6 millihlutum og bolta og engu nammi. Millihlutirnir voru settir þarna til að byrja þá þjálfun þar sem hún skiptir töluverðu máli (hver millihlutur í spori skorar 10% af heildareinkun). Ég átti svosem alveg von á því að þurfa að stoppa hana og sýna henni þá, en hún stoppaði við hvern kubb og þefaði vel af honum þ.a. ég greip tækifærið og hrósaði henni "fyrir að finna þá" og gaf henni nokkra nammibita við hvern kubb (hálfgert "jack pot" fyrir hvern kubb þ.a. það væri svakalega gaman að finna millihluti og planið er að þeir verði umbun í sjálfu sér fyrir hana að finna í spori alveg eins og að finna dótið sitt í endan). Sporið gekk aftur svakalega vel, og við þjálfarinn ræddum saman um plönin með næstu æfingu, þar sem hann er búinn að vera að keyra okkur soldið áfram í erfiðleikastigi, hraðar en ég hefði örugglega sjálf gert.
Þriðja æfingin var svo í dag, við mættum galvaskar í morgun, og fengum annan þjálfara í þetta skiptið. Núna bættum við inn fyrstu beygjunum, og fyrsta skrefið var 150 skref út með nammibita á 50 skrefa fresti, hægri beygja með nammibita eftir 4 skref, en allt í allt 50 skref og svo aftur hægri beygja með nammibita eftir 4-5 skref, en 75 skref í þetta skiptið. Vindáttinn var breytileg, fór úr því að vera blanka logn og svo bara í allar áttir. Það var svipað gamalt og fyrra sporið á æfingunni á undan (var á sama svæði og ég var svipað lengi að sækja Dís í bílinn), en þetta skiptið átti hún töluvert erfiðara með að vinna sig í gegnum sporið. Hún sveiflaðist mikið fram og til baka og fór töluvert útaf nákvæmu sporaslóðinni, ég vildi ekki vera að "trufla" hana með því að beina henni inn á slóðina því ég er ekki með sama nef og hundurinn og get ekki sagt til um það nákvæmlega hvar lyktin liggur, en þjálfari talaði um það eftir sporið að hann vildi að ég hefði haldi henni betur inni í sporinu. Svo er reyndar líka spurning hvort "skortur á nammi" í slóðinni hafi haft einhver áhrif líka en hún var allavegana ekki eins beitt og ákveðin eins og hún hefur verið áður, en það er alveg á hreinu að það var sko kveikt á nefinu á henni. Svo gerði ég alveg grundvallar mistök, þegar við vorum að koma að beygju nr. 2, þá hafði ég ekki merkt hana nógu vel þ.a. ég vissi 100% hvar sporið lægi, og það er vel hægt að segja það að það gerist sko EKKI aftur. Hún fór aðeins yfir fyrstu beygjuna, en fékk samt tíma og leyfi til að vinna aðeins úr því sjálf og fann sporið og hélt áfram, en þegar kom að beygju nr. 2, þessari sem ég var ekki viss um hvar væri, þá vorum við í smá rugli sem var mest af því að ég vissi sjálf ekki hvar hún var þ.a. ég gæti hjálpað henni. Þjálfarinn endaði á því að rölta til baka til að telja skrefin (þessi hafði jú verið 50 skref) til að sjá hvar sporið ætti að liggja, en á meðan þá fann Dís sporið en fékk ekki strax að halda áfram því ég sjálf var ekki viss (hefði átt að treysta henni en það kom ekki að sök). Hún kláraði svo sporið og fann boltann, en hafði verið óviss og út um allt, og þjálfarinn var ekkert sérstaklega hress með okkur.
Ég lagði svo strax annað spor, helmingi styttra (75 skref, vinstri beygja 25 skref, vinstri beygja og 40 skref) og merkti beygjurnar vel og vandlega og hinkraði svo eftir þjálfaranum þar sem hann var að ganga með öðrum. Sporið var því um svipað gamalt og fyrra sporið en í þetta skiptið vann hún alveg stórkostlega vel úr því, fylgdi slóðinni alla leið án þess að fara út af slóðinni, mjög einbeitt og lét mig ekki trufla sig þegar ég var að hrósa henni. Þjálfarinn talaði svo um það eftir á að hann var feginn að hafa séð hana fara seinna sporið því hún hafði verið virkilega góð og unnið mjög vel ("virkelig smukt sporarbejde" sagði hann orðrétt). Það má svosem alveg setja spurningarmerki við það hvort 2 vikur á milli æfinga hafi líka haft einhverja þýðingu með fyrra sporið en planið fyrir næstu æfingu er allavegana að koma aftur með millihluti (er búin að fjárfesta í nokkrum kubbum, þeir voru alls ekki dýrir, 5 kall stykkið) og viðhalda beygjum og fara að móta einhverja markeringu fyrir hana til að láta mig vita af hlutum í sporinu.
Annars er planið svona að sjá hvert við komumst í þessari vinnu, ég get alveg viðurkennt það að þó mér finnist lyktarvinna virkilega skemmtileg þá er ég alltaf hrifnari af loftlyktinni og þ.a.l. víðavangsleitinni, en það eru ekki beint margir möguleikar fyrir mig með hana hérna í baunalandinu þ.a. hún verður að bíða betri tíma á íslandi. Þangað til höfum við þá sporavinnu, sem er jú líka lyktarvinna og hví ekki að vinna með hana í staðin og sjá hvað við lærum og hversu góðar við getum orðið.
Annars átti ég svosem alltaf líka eftir að setja frétt af hundafimimótinu okkar Dísar hérna inn lika, en þegar maður er farin að halda úti fleiri en einni fréttaveitu þá fara stundum hlutirnir á inn á milli, en ég var búin að setja inn einhverjar línur um mótið og videoin inn á "formlegu heimasíðuna" okkar, fotaburdur.com, þ.a. ég ætla að segja að það sé nóg :)
En annað lítið verkefni hjá okkur þessa dagana líka er að læra "næsepröve" æfinguna. Ég fann bloggsíðu hjá sænskum hundaþjálfara sem er soldið í svipuðum pælingum með þessa æfingu og ég og er búin að vera að skrásetja sína þjálfun með myndböndum og bloggum. Við Dís ætlum svo að herma eftir og nota sömu aðferð og sjá hversu langt við komumst. Fyrsta skrefið er s.s. að læra "nose-touch", s.s. að snerta hluti með nefinu. Núna erum við búnar að taka 3 æfingar með klikker og nammi (ég ætti samt að vera svo miklu rútíneraðari í þjálfun en ég er því ég gríp klikkerinn fram þegar ég á lausan tíma, og ég er ekki nógu dugleg að telja eða skrásetja hvað hún gerir oft rétt og hvað hún klikkar oft). Þriðju æfinguna ætlaði ég reyndar að taka upp, en það klikkaði eitthvað og myndavélin var bara tóm þegar ég kíkti á hana eftir æfinguna. En nose-touch er virkilega auðveld hegðun að kenna með klikker, ég byrjaði á því að bjóða henni flatann lófa og sjá hvað hún gerði, hún byrjaði á því að þefa af honum til að sjá hvort hann væri eitthvað merkilegur þ.a. hegðunin kom frá henni alveg 100% frá upphafi. Núna er hún alveg búin að fatta þetta og snertir lófann hvert sem ég set hann (alveg án skipunar þar sem að ég ætla að hinkra með það að setja skipun á hegðunina þangað til að ég nota hana í eitthvað annað) þ.a. næsta skref er að láta hana halda aðeins lengur út, og svo á eftir því set ég post it miða í lófann. Þetta eru verkefnin okkar þangað til næst ;)
laugardagur, mars 26, 2011
föstudagur, febrúar 25, 2011
Frumraun á hundafimikeppnisbrautinni
Við Dís mætum á völlinn á morgun, í fyrsta skiptið. Ég skráði hana í Jumper I og Jumpers ganni braut, til að testa þjálfunina okkar. Ég veit að hún getur alveg klárað klassa I braut og gert það vel (á bleika skýinu mínu verðum við Dís æðislegar saman og vinnum), en mitt takmark er að fá clean braut með góðum hraða og góðum áhuga og ákefð og orku. Ef okkur mistekst skiptir það ekki neinu máli, því þetta er hennar frumraun á þessu svæði, frumraun í þessu fyrirkomulagi og ég veit ekkert á hverju ég á von á með hana en ég hugsa að hún eigi eftir að standa sig svakalega vel.
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
sunnudagur, febrúar 20, 2011
Fyrsta sporaæfingin hjá Dís
Við Dís nýttum tækifærið og laumuðum okkur á sporaæfingu hjá danska schaferklúbbnum með Guðríði og Ebbu í gærmorgun. Við dröttuðumst á fætur eldsnemma og klæddum okkur í eins mörg föt og við komumst í (allavegana ég, Dís þarf ekki mikið á fötum að halda enda ansi vel loðin skvísan) því hitamælirinn sagði -8°C (og trúið mér, það er svakalega kalt hérna þegar hitastigið er -8°C hérna í danmörku). Við fórum 3 á æfinguna, ég, Guðríður með Tristan og Ebba með Kobba. Þegar við mættum á staðin beið okkar heitt kaffi, gammel dansk og morgunmatur, danirnir kunna klárlega á þetta :-) En það var mjög vel tekið á móti okkur, líka okkur sem mættum með "vitlausa tegund". Ebba var með soldin móral yfir því að Kobbi á það til að vera soldið erfiður með öðrum hundum, en hann var eins og engill og kennarinn hafði átt von á mannætuskrímsli miðað við lýsingarnar, en hann hughreysti Ebbu mikið og hrósaði Kobba vel enda fúnkeraði hann fínt með hundunum sínum þarna og svo kom í ljós að hann er algjört náttúrutalent í spori. Enda er það nú heldur ekkert óþekkt fyrirbrigði hjá schafer hundum að vilja ekki alltaf tala við alla aðra hunda á svæðinu.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
miðvikudagur, febrúar 16, 2011
Mikið vildi ég
Að ég hefði andgift, já og tíma, til að skrifa blogg nánast á hverjum degi. Held reyndar að ég yrði að fara að blogga þá á ensku þar sem að það eru ekki svo margir hvort eð er sem lesa þetta raus mitt hérna, en ég er búin að ramba fram á nokkur afar skemmtileg blogg hjá mjög duglegum bloggurum og ég get ekki séð hvernig fólk hefur tíma til þess að gera allt þetta sem það skrifar um á hverjum degi, og svo líka að skrifa um það (og oft með myndum, fullt af myndum). Þið getið til dæmis kíkt á þessa hérna - http://thepioneerwoman.com/ - býr á búgarði í USA með alvöru kúreka (hélt að þeir væru ekki til lengur).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)