Við Dís mætum á völlinn á morgun, í fyrsta skiptið. Ég skráði hana í Jumper I og Jumpers ganni braut, til að testa þjálfunina okkar. Ég veit að hún getur alveg klárað klassa I braut og gert það vel (á bleika skýinu mínu verðum við Dís æðislegar saman og vinnum), en mitt takmark er að fá clean braut með góðum hraða og góðum áhuga og ákefð og orku. Ef okkur mistekst skiptir það ekki neinu máli, því þetta er hennar frumraun á þessu svæði, frumraun í þessu fyrirkomulagi og ég veit ekkert á hverju ég á von á með hana en ég hugsa að hún eigi eftir að standa sig svakalega vel.
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
föstudagur, febrúar 25, 2011
sunnudagur, febrúar 20, 2011
Fyrsta sporaæfingin hjá Dís
Við Dís nýttum tækifærið og laumuðum okkur á sporaæfingu hjá danska schaferklúbbnum með Guðríði og Ebbu í gærmorgun. Við dröttuðumst á fætur eldsnemma og klæddum okkur í eins mörg föt og við komumst í (allavegana ég, Dís þarf ekki mikið á fötum að halda enda ansi vel loðin skvísan) því hitamælirinn sagði -8°C (og trúið mér, það er svakalega kalt hérna þegar hitastigið er -8°C hérna í danmörku). Við fórum 3 á æfinguna, ég, Guðríður með Tristan og Ebba með Kobba. Þegar við mættum á staðin beið okkar heitt kaffi, gammel dansk og morgunmatur, danirnir kunna klárlega á þetta :-) En það var mjög vel tekið á móti okkur, líka okkur sem mættum með "vitlausa tegund". Ebba var með soldin móral yfir því að Kobbi á það til að vera soldið erfiður með öðrum hundum, en hann var eins og engill og kennarinn hafði átt von á mannætuskrímsli miðað við lýsingarnar, en hann hughreysti Ebbu mikið og hrósaði Kobba vel enda fúnkeraði hann fínt með hundunum sínum þarna og svo kom í ljós að hann er algjört náttúrutalent í spori. Enda er það nú heldur ekkert óþekkt fyrirbrigði hjá schafer hundum að vilja ekki alltaf tala við alla aðra hunda á svæðinu.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
miðvikudagur, febrúar 16, 2011
Mikið vildi ég
Að ég hefði andgift, já og tíma, til að skrifa blogg nánast á hverjum degi. Held reyndar að ég yrði að fara að blogga þá á ensku þar sem að það eru ekki svo margir hvort eð er sem lesa þetta raus mitt hérna, en ég er búin að ramba fram á nokkur afar skemmtileg blogg hjá mjög duglegum bloggurum og ég get ekki séð hvernig fólk hefur tíma til þess að gera allt þetta sem það skrifar um á hverjum degi, og svo líka að skrifa um það (og oft með myndum, fullt af myndum). Þið getið til dæmis kíkt á þessa hérna - http://thepioneerwoman.com/ - býr á búgarði í USA með alvöru kúreka (hélt að þeir væru ekki til lengur).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)