þriðjudagur, mars 28, 2006

Blesi litli farinn...

Á Kanastaði, Leó Geir ætlar að þjálfa hann og svo skulum við sjá hvernig honum gengur í kynbótadóm. Kanski (vonandi) kemst hann inn á landsmót, það væri nú gaman !

Ég fór með hann til Helga dýralæknis í gær til að spattmynda hann (spatt í afturfótum á hrossum getuvr verið mikið vandamál líkt og mjaðmalos hjá hundum) og viti menn, hann var alveg hreinn, sást ekkkert að honum og hann fær einkunina frír ! Gleði gleði, eintóm gleði !

Aðal vesenið var hvað það var ógeðslegt veður á leiðinni, þvílíkt rok á heiðinni og á Selfossi gat maður varla staðið í lappirnar, ógeðslegt ! En við vorum vel útbúin þ.a. allt gekk vel, við komum svo til baka með annan fola til þjálfunar, þ.a. Valdi hafi eitthvað að gera :)

En Blesi er núna farin í sveitina, sem gefur okkur ástæðu til að kíkja þangað oftar og það er sko ekki verra :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med Spattfríann Blesa =)

Unknown sagði...

Thank you :D

Nafnlaus sagði...

hann er sem sagt einn af 87% af íslenska hestakyninu spattlaus...
var sem sagt að lesa viðtal við Helga dýralæknir þar sem að hann talar um að 13% af 12 ára gömlum hestum séu með spatt ég fékk sjokk vissi ekki að þetta væri svona algent..Til hamingju með Blesa svo er bara að krossa putta loppur og hófa að hann komist norður ; )

Unknown sagði...

Ójá, það eru sko allir útlimir krossaðir í von um að hann komi vel út !!