Geta séð Dísiskvís hérna með Borderunum. Svona ef þið hafið áhuga á.
En annars er það að frétta af heimahögunum að Dís fór á Töðugjöld með Dóru og Púka og kynnti sína tegund.
Fluga er svo að fara með Valda í sveitina um helgina þ.a. það verður eitthvað gaman hjá þeim.
Ég er ekki frá því að fráhvarfseinkenninn séu að fara að koma. Það er ekkert sérstaklega kúl að vera alveg gæludýralaus.
En ég var ekki búin að sýna ykkur fínu myndirnar sem ég tók af Dís og Flugu um daginn :D
Eru þær ekki sætar stelpurnar mínar !!!
En ég er ekki enn búin að fatta það að ég sé flutt til útlanda... finnst enn eins og ég sé bara í ferðalagi og sé að fara heim eftir nokkra daga. þetta á nú eftir að venjast, ég fer bara á röltið og knúsa annara manna hunda, sem er sko NÓG af !
Verst að ég get ekki með góðu móti fengið að knúsa annara manna menn... En það kemur nú enginn í staðinn fyrir hann Valda minn, sem ætlar m.a.s. að koma út í september !!! Ég get ekki beðið mig hlakkar svo til :D
En núna ætla ég í bælið, klukkan að verða 11 hérna úti, og bara 9 heima. Smá munur, en það þýðir líka að ég er að vakna klukkan hálf fimm á morgnana að íslenskum tíma...
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Flottar myndirnar af ykkur saman. Hún er ábyggilega komin í ramma hjá þér :D
Gangi þér vel í byrjun skólans :)
Æj hvað þetta hlýtur að vera skrítin tilfinning! Hvernig er skólinn annars? Ég byrjaði í dag og úfff... þetta er nú pínu öðruvísi!
Heyrumst skvís...
Skólinn er frábær, ferlega skemtilegur bara enn sem komið er. Danskan er alveg bráðum að fara gera sig :Þ
Takk fyrir ahugaverd blog
Skrifa ummæli