miðvikudagur, maí 27, 2009

Ég elska tækni


Sjáiði fína dótið mitt. Þar sem að gamla fartölvan mín dó í upphafi mánaðarins, megi hún hvíla í friði, þá fékk hún krufningu og svo fallega útför á klakanum. En eftir krufninguna náðist mikilvægur hlutur hennar út, sem reyndist ekki vera eins dauður og búist hafði verið við. Honum var skellt í boxið hérna á myndinni og fékk boxið flugferð aftur út til baunalandsins.

Ég er endalaust hamingjusöm með að harði diskurinn dó ekki, þar sem að ég var með allar mínar glósur og skóladót (nú ásamt myndum og tónlist og allskonar fíneríi) alveg án þess að hafa haft rænu á því að skella því inn á flakkarann minn (veit betur núna og núna á ég afrit af öllu mikilvægu á hinum ýmsustu stöðum híhí). En það sem ég var mest hissa á var hversu svakalega lítin tíma það tók fyrir pakkann minn að komast til mín. Valdi skellti honum í flug í lok dags á föstudaginn, og hann var kominn í mínar hendur um miðjan dag á mánudeginum. Er enn svo hissa á því að danir skuli í alvörunni hafa unnið um helgi.

Annars er sumarið klárlega komið í baunalandinu með viðeigandi þrumum og eldingum. Ég hef ekki áður upplifað þrumuveður sem lýsir upp allan himininn og herbergið þrátt fyrir að allar gardínur séu kyrfilega niðri til að halda birtunni úti. Regnið og þrumurnar einar og sér voru samt alveg nóg til að vekja mann og sjá til þess að lítið var sofið þessa nóttina, alveg sama hvern maður spurði.

En það er orðið ótrúlega stutt þangað til að Sól fer á klakann, ekki nemar tæpar tvær vikur... Það sem tíminn líður hratt er bara ótrúlegt. Eftir tvær vikur verð ég ekki lengur með lítinn hvítann "páfagauk" á öxlinni á meðan ég skottast á netinu, ekkert kríli til að henda dóti í kjöltuna á mér í tíma og ótíma og enginn til að rölta með mér í skóginum. En til að líta á björtu hliðarnar þá verður líka orðið ansi stutt í að ég komi heim.

En það þýðir líka að ég verð búin með fyrsta árið í dýralækninum, og ekki nema fimm ár eftir... sheize

Annars eyði ég orðið kanski ótæpilegum tíma í dagdrauma um sumarið á klakanum. Hlakka ótrúlega til og margt á prjónunum. Verð í sumar hjá Íshestum að hestast fyrir allan peninginn, hlakka rosalega til að eyða sumrinu úti og með hrossum (aðeins að bæta fyrir skortinn á hrossum eftir veturinn). Svo eru bústaðarferðir, göngur, hundaþjálfun, sýningar og allskonar skemmtilegheit á prjónunum. Ærin ástæða fyrir dagdraumum mínum :)

4 ummæli:

Ásta Björk sagði...

Vá er komið ár?????
Shit hvað þetta líður alveg skuggalega hratt

Hvað ertu að fara að gera hjá Íshestum???

Unknown sagði...

Já veistu, það er rugl hvað tíminn líður HRATT !!

En ég er að fara í hesthúsið í stuttu ferðirnar, túrhestast í allt sumar :)

Nafnlaus sagði...

ohh næs ad hestast i allt sumar! Bradum sjaum vid blogg um at nu seu 2 ar lidin, og svo 3 og svo 4 og allt i einu ertu utskrifud og ert ad spa i ad spesialisera i einhverju otrulega snidugu sem enginn a klakanum hefur gert..

Unknown sagði...

haha næs tilhugsun ;) svo er bara spurning hvort maður flytji eitthvað heim eftir nám :Þ það kemur allt í ljós híhí