Sól kom mér hressilega á óvart í dag, ég hef sjaldan verið svona ánægð að vera með myndavélina með mér í göngutúr eins og núna !
Skellti mér s.s. í okkar daglega göngutúr þegar ég kom heim í dag og ákvað að hafa myndavélina með í för þar sem veðrið var æðislegt. Við trítlum okkur um skógjinn og tókum myndir hér og þar enda Sól afar myndarleg :)
Sæti sæti skógurinn minn
Sæti sæti hundurinn :)
Sjáiði ekki fyrir ykkur mig og Valda á hestbaki hérna í skóginum :)
Og svona búa íslenskir hestar í Danmörku, úti allt árið
Sól að skoða aðstöðu hestanna, hún er þarna á myndinni, alveg satt :P
Svalaði hestaþorstanum mínum aðeins *mmmmmm*
Reiðvegurinn í skóginum, einhvern daginn á ég eftir að þjóta á hestbaki eftir þessum vegi !
Furðulegi tréleikvöllurinn í skóginum :)
Og fleiri hestar, reyndar ekki íslenskur í þetta skiptið, en hey, ég geri ekki upp á milli þeirra :P
Þegar hér er komið við sögu, hafði göngutúrinn verið afar hefðbundinn og venjulegur og ekkert óvenjulegt komið upp á....
Þangað til Sól sá endurnar á tjörninni, sem einhverra hluta vegna fönguðu áhuga hennar svona svakalega að hún þaut á eftir þeim, út í tjörnina og alveg þangað til hún var orðin of djúp (fyrir svona litlar lappir gerist það reyndar mjög hratt) og þá var hún allt í einu komin á sund. Það var lítil hjálp í mér þar sem ég hló svo mikið en ég náði samt að festa þetta á filmu (eða ætti maður kanski að segja á mynddisk... spurning). Sem betur fer snéri hún strax við enda ekki alveg vön því að skella sér til sunds, og mér einnig til mikillar gleði því annars hefði ég þurft að fara útí á eftir henni híhí.
Sönnunin fyrir því að Sól fór út í tjörnina, hún elti endurnar þangað til hún var allt í einu farin að synda híhí
Blauti litli hundur híhí
Það var ekki mikil hjálp í mér, ég hló svo mikið þegar hún plopsaði allt í einu þegar hún var komin og langt útí að ég náði varla að taka mynd af henni... Ég hef sjaldan verið svona fegin að ég hafi verið með myndavélina með mér :P
Annars er helst í fréttum að ástkæra gamla fartölvan mín dó í síðustu viku ! Algjörlega án viðvörunar. Ég fór bara í göngutúr með Sól og Kobba, kom heim og hún startaði sér ekki. Ekki sniðugt. Þ.a. ég þurfti að hlaupa til og kaupa nýja tölvu, þar sem að ég hef klárlega séð að ég lifi ekki tölvulaus. Þannig að núna á ég þessa fínu litlu öflugu og sætu HP Pavilion fartölvu. Megi hún lengi lifa !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá flotta skvísan að stinga sér bara til sunds ;) hehe Hlakka til að sjá hana alveg bara bráðum!
Skrifa ummæli