mánudagur, desember 31, 2007

Hér með lýsi ég stríði á hendur öllum þeim



Sem finnst geðveikt sniðugt að vera að sprengja flugelda um miðja nótt, 30 des. þegar maður liggur andvaka og pirraður upp í rúmi og á að fara á fætur fyrir 7 um morguninn. Ef það varst þú sem gerðir þetta þá erum við sko ekki lengur vinir !

fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólakveðja


Gleðileg jól !

Ég veit að það er kominn 27. des og nokkrir dagar síðan aðfangadagur var en ég hef hreinlega ekki nennt að setjast niður og opna tölvuna yfir hátíðirnar. Jólin voru að venju stórgóð, byrjuðu reyndar nokkuð snemma þar sem að fyrsta jólaboðið var 21. des. Síðan hefur maður verslað, borðað, sofið og farið á hestbak. Pretty much my last 5 days...

Núna er ég SVO ÞREYTT !!! Fór á fætur fyrir 7 í morgun (reyndar nánast kl 7, bara flottara að segja að ég hafi farið á fætur fyrir 7) og að venju þá lærir maður aldrei af reynslunni og við skötuhjúin náðum að snúa sólarhringnum við ansi vel á svona fáum dögum. Þess vegna sofnaði ég ekki fyrr en eftir 3 þó ég hafi farið í rúmmið fyrir miðnætti... Ég sofna þá allavegana snemma í kvöld ! En á meðan þá keyri ég á 20 % getu enda orkulaus með eindæmum og ekki hjálpar myrkrið.

Annars erum við búin að taka inn og farin að ríða út. Það er eintóm hamingja með það á þessum bænum enda vonast ég til að lenda ekki aftur í vetri eins og síðasta vetri þar sem þau örfáu hross sem við tókum inn komu ekki fyrr en í lok mars byrjun apríl. Annars bættist aðeins við í fjölskylduna hjá okkur þar sem að á dögunum komu mæðgin sem búa núna í hesthúsinu, en það eru þau Þoka og Púki. Þoka er mamma Púka og koma þau frá Svönu vinkonu þar sem Þoku og hennar læðu linnti ekki nógu vel. Þau ætla að standa sig vel í að losa okkur við músapláguna sem virðist hafa tekið sér bólfestu í hlöðunni hjá okkur. En ég náttúrulega kvarta ekki yfir fjölguninni en N.B. ég bað ekki um þau heldur var það mamma ;)

Þoka hin gráa loðna læða

Púki svarti jólaköttur
En jæja þá er kaffipásan mín búin og ég þarf að halda áfram að vinna.

laugardagur, desember 15, 2007

Jólin nálgast...

Óðfluga, eða eins og óð fluga.

Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D

Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.

Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...

Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk

Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.

föstudagur, nóvember 30, 2007

Lélegur bloggari

Já, ég er lélegur bloggari og ég veit það, get lítið að því gert en kenni alltaf einhverju tímaleysi um...

Annars er hellingur búinn að gerast "síðan síðast", veit að ég hef sagt það áður.

Núna sit ég allavegana upp í sófa að njóta þess að gera ekki neitt, undir sæng að horfa á The Mask (smá nostalgíufílingur í gangi) og planið um helgina er að slappa af, sofa út, fara í ræktina (ef löppin leyfir), klára heimaverkefnið í forritun og leika mér. Það áhugaverðasta kanski sem gerst hefur núna er að mamma og Unnar drifu sig loksins í því að gifta sig, athöfnin fór fram fyrir viku síðan, á 40 afmælisdegi Unnars (hann man það þá líka alltaf hvenær þau eiga brúðkaupsafmæli) og svo á laugardeginum var haldið upp á afmælið með einni skemtilegustu veislu sem ég hef farið í. Kvöldið var æðislegt, fólk kom af öllu landinu og jafnvel erlendis frá. Það var þó ekki fyrr en á kvöldinu að því var uppljóstrað að þau væru gift ( þeim tókst þó samt ekki að halda því alveg leyndu fyrir öllum en þetta kom þó flestum á óvart). Einnig var því uppljóstrað að ég væri orðin Unnarsdóttir en það er nú önnur saga.

Mamma og Unnar, innilega til hamingju með allt :D

Það er líka búið að vera nóg að gera í hundaskólamálunum, búin að vera að kenna eitthvað nánast á hverju kvöldi, vera á fyrirlestrum og það ætlar lítið sem ekkert að fara að hægjast á í þeim málum á næstunni. Það er töluvert um pælingar og hræringar i kringum mig núna en lítið að gerast hjá mér akkúrat í augnablikinu en það breytist nú vonandi "some day soon". Ég myndi allavegana ekki kvarta yfir því ef það bættist við hvolpaskott á heimilið ;)

Voðalega verður maður alltaf andlaus þegar maður loksins gefur sér tíma til að rita eitthvað niður svona...

later

p.s. finnið þið okkur Flugu á þessum lista

mánudagur, nóvember 26, 2007

Hmmmmm

Þessir menn eru að setja upp hindranir fyrir bíla svo að þeir leggi ekki upp á gangstétt fyrir utan írskan sportbar. Þeir eru að ganga frá eftir daginn.Hvað ætli það taki þá langan tíma að átta sig á þessu???




föstudagur, nóvember 23, 2007

mánudagur, nóvember 12, 2007

Aldrei fær maður frið fyrir papparössunum...

Allavegana þá skelltum við skötuhjúin okkur á Uppskeruhátíð Hestamanna á laugardaginn og skemmtum okkur vel. Við það tækifæri náðist þessi mynd af okkur (og fleirum reyndar :Þ)

laugardagur, nóvember 03, 2007

fimmtudagur, október 25, 2007

Heimsins lélegasti bloggari

Já, ég verð eiginlega að flokkast sem heimsins lélegasti bloggari, hef ekki skellt inn línum í að verða mánuð og samt er hellingur búinn að gerast á þessu tímabili. Jæja smá yfirlit

*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.

En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.

En jæja núna er kaffipásan mín búin...

föstudagur, september 28, 2007

enn eitt videoið

Fannst þetta bara það flott að ég yrði að sýna ykkur það

föstudagur, september 07, 2007

Eintóm gleði !!!!!

Jæja þá er Artemis búin í dóm og haldiði að hún hafi ekki farið í fyrstu verðlaun !!!!!!! :D

John hennar Hrefnu sýndi hana fyrir okkur núna og er búinn að vera með hana í þjálfun í sumar og það greinilega kom sér vel því drengurinn náði frábærum árangri með hana eins og sjá má.

Hér er dómurinn hennar

Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum
Dagsetning móts: 27.08.2007 - Mótsnúmer: 13 Íslenskur dómur
IS-2001.2.84-666 Artemis frá Álfhólum
Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson
Mál (cm):
142 138 65 145 27,5 18,0
Hófa mál:
V.fr. 8,6 V.a. 8,2
Aðaleinkunn: 8,00
Sköpulag: 7,94
Kostir: 8,04
Höfuð: 7,5 Vel opin augu Merarskál Slök eyrnastaða Löng eyru
Háls/herðar/bógar: 8,5 Skásettir bógar Klipin kverk
Bak og lend: 7,5 Breitt bak Djúp lend Stíft spjald
Samræmi: 8,0
Fótagerð: 7,5 Lítil sinaskil
Réttleiki: 7,5
Afturfætur: Nágengir
Framfætur: Innskeifir
Hófar: 8,0 Hvelfdur botn
Prúðleiki: 8,0

Tölt: 9,0 Rúmt Há fótlyfta Skrefmikið
Brokk: 7,5 Skrefmikið Há fótlyfta Ferðlítið Ójafnt
Skeið: 5,0
Stökk: 8,5 Ferðmikið Hátt
Vilji og geðslag: 9,0 Ásækni Þjálni
Fegurð í reið: 8,5 Mikill fótaburður
Fet: 7,0
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,0

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Hahhh !!!

Þið eruð ekki svona fræg ;)

http://www.silja.com/

Ég ætla að hafa samband við þá í framtíðinni og sjá hvort ég fái ekki complimentary cruize :D

Annars er ég að fara til Köben á morgun í vinnuferð...

Og myndirnar frá Hollandi eru að hlaðast inn, hægt og rólega (voru soldið margar)

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Hollandsferð og annað

Jæja þá er maður loksins að taka sér einhvern smá tíma til að rita um nýfarna Hollandsferð (komin tími til). Þið kanski tókuð eftir því að ég var ekkert að hafa neitt hátt um það á netinu að ég væri að fara, því maður hefur heyrt sögur af því að óprúttnir aðilar hreinsi út hjá manni (svona er maður nú nojaður...). En allavegana þá vorum við úti í tvær vikur í sumarhúsi í Hollandi, rétt hjá mótsvæði heimsmeistaramótsins. Við vorum með bílaleigubíl (sem átti upphaflega að vera góður 7 manna bíll en þegar við komum út fengum við 9 manna sendibíl sem ég keyrði stærstan part ferðarinnar með fádæma góðu Garmin GPS tæki sem er svo auðvelt að nota að það er nánast forheimskandi.

Við rúntuðum út um allt, það leið ekki sá dagur að við gerðum ekki eitthvað skemmtilegt, fórum í dýragarð, tívolí, Amterdam og fleira. Samt fór nú heil vika í heimsmeistaramótið sem var án efa flottasta mót sem ég hef farið á. Mótsvæðið var til þvílíkla fyrirmynda og það kom mér virkilega á óvart hversu margir góðir hestar voru ræktaðir erlendis. Stemmingin á pöllunum var gjegguð, maður stóð á gólinu allan tímann með íslenska fánan í hendinni. Það voru samt nokkrir "skandalar", t.d. skil ég ekki hvernig er hægt að fá einkun fyrir yfirferðartölt þegar sýna átti skeið, og svo voru hófarnir á Hvin búnir að vera í einhverju fokki sem endaði með því að hann dró undan sér í töltúrslitunum og það ekkert smá, bara nánast hálfur hófurinn með. Svo var Krafturinn góður, alveg helvíti góður og þegar maður kíkir á myndir af honum sem náðust á mótinu þá bara þekkir maður ekki svona fótaburð, ég hef bara aldrei séð svona áður. Hann náði því líka að fara heim með 2 gull og 1 silfur, ekki slæmt. Það var svo verslað alveg slatta á mótinu, komum heim með nýjan hnakk, geldýnur, hlífar og margt fleira. Ég held að ég hafi komið heim með fleiri pör af skóm en ég átti þegar ég fór út. Annars er Holland bara sætasta land í heimi, mér hefði aldrei dottið í hug að það væri til land þar sem ALLIR væru svo snyrtilegir, garðarnir allir eins og klipptir út úr tímaritum (með skrauttrjám, runnum, völundarhúsum, blómum og öllu) og í sveitinni var ekki óalgengt að fólk væri með pínulitlar geitur, dádýr, kindur, ponyhesta og fleiri dýr í garðinum. Þetta var bara eins og að stíga inn í flatt gróðri vaxið ævintýraland.

Reyndar var ég ekki svona hrifin af öllu Hollandi. Við tókum okkur dag í Amsterdam, og án gríns þá var allt fimm sinnum dýrara þar en annars staðar, og ég get ekki sagt að borgin hafi heillað mig, það var bara stílað of mikið inn á túrisman, of mikið af fólki, of "crowded" og allt of mikið af hjólum. Það búa 750 þúsund mans í borginni en þar eru 1.5 milljón hjól... það eru allir á hjólum þarna, út um allt, alls staðar hjólastígar og umferðarreglur fyrir hjólreiðafólk þ.a. maður lendi ekki í árekstri. Við fórum á Maddam Tusseu og það var ferlega gaman, kom mér reyndar á óvart hvað þessar stjörnur eru oft rosalega litlar, bara písl, en þær sem eitthvað er varið í voru á hæð við mig :D Díana prinsessa, Julia Roberts og Angelia Jolie. Við reyndar keyptum okkur ótrúlega flottan glerkubb sem var skorið í mynd af okkur Valda með leiser. Svo röltum við um svæðið, fórum á sexmuseum, út að borða á kínverskum veitingastað sem flýtur á vatninu og svo röltum við um rauða hverfið (mikið gaman :Þ).

Við vorum reyndar heppin að einu leiti, það veiktust nánast allir nema við, en það voru ALLIR étnir af einhverjum helvítis skordýrum, það liggur við að mig klægji enn í bitin...

En jæja, þetta er búið að taka alla kaffipásuna mína, myndirnar úr ferðinni koma fljótlega !

þriðjudagur, júlí 10, 2007

~*~*~*~

Jæja, ég er búin að vera að dunda mér við það í allan dag að setja inn þessa færslu því ef þið vissuð hvað það er margt sem ég er ekki búin að setja inn hérna þá...

Jæja allavegana þá er það nú kanski ekki alveg frásögu færandi að við hefðum skellt okkur í bíó í gærkveldi, nema hvað að þegar myndin er komin vel af stað (fórum á Die Hard 4.0 með Möggu og Jónasi - sem voru búin að standa í því að redda sér pössun og allt) þá röltir ungur strákur sér inn í salinn og byður alla um að standa upp og rölta út, það sé kviknað í bíóinu :S þ.a. við stöndum upp á endanum og röltum okkur út úr salnum þegar við sjáum lögreglumenn koma hlaupandi upp stigann, sjáum slökkviliðsbíla á flegiferð úti og þegar við komum út var þar hellingur af lögreglu-/slökkviliðs-/sjúkrabílum. Samt sáum við nú aldrei neinn eld né sáum við reyk einu sinni, en það er allavegana gott að vita að þeir bregðist svona hratt við þegar kviknar í reðurtákninu.

Um síðust helgi nutum við þess að fara í sveitasæluna (tja kallinn kanski meira en ég þar sem ég var á sífeldu rápi í bæinn vegna hundafimisýninga á landsmóti UMFÍ) en við byrjuðum á Álfhólum að kíkja á nýju viðbótina í stóðið okkar, en okkur fæddist lítil brún meri undan Kraft frá Efri-Þverá og Sóldögg (við erum búin að vera að bíða eftir því að hún myndi kasta núna í nokkrar vikur). Við reyndar náðum engum myndum af henni þar sem vélin varð batteríslaus um leið og ein mynd hafði verið tekin en litlan en frekar spennandi, með vel ásettan háls og langar lappir. Á laugardeginum þurfti ég að hendast í bæinn og kom svo aftur austur og við fórum svo á Þingvelli í bústaðinn hennar ömmu. Á sunnudagsmorgninum vöknum við í hitakófi, sólin skein og ekki ský á himni, og ég endaði út á palli í sólbaði allan morguninn. Við skelltum okkur svo að veiða, röltum um Þingvelli og enduðum svo í Mýrarkotinu og borðuðum kvöldmat með mömmu og Unnari, Möggu og Jónasi og strákunum hans (og trampólínið kom nú eitthvað við sögu líka).

Svo bíð ég enn eftir myndum af gæsuninni hennar Gerðar til að geta almennilega sagt frá henni, en síðustu helgina í júní fór fram hundasýning og gæsun þ.a. það var vel mikið að gera hjá manni þá. Ég sýndi þrjá hunda, Ísafold (schafer) sem fékk þriðju einkun, Byl (íslenskur hvolpur) sem fékk svakalega góða umsögn en tapaði reyndar fyrir tíkinni, og að lokum Gyðju á sunnudeginum, en hún fékk fyrstu einkun í opnum flokki og annað sæti. Pysja systir hennar fékk meistarastig og læti (til hamingju Dísa ef þú lest þetta einhverntíman) en dómarinn var almennt ekki hrifin af boxernum hérna (get ekki sagt að ég sé sammála honum). Gyðja fékk reyndar hitasjokk eftir hádegi í bílnum en hún er búin að ná sér að fullu (og var sko ekki lengi að því að verða sami prakkarinn aftur). En á laugardagskveldinu gæsuðum við Gerði (sem átti sko ekki von á því), þær sem byrjuðu heima hjá henni komu með hana á hundasýninguna, svo var piknik fyrir utan og farið sem leið lá á Nesjavelli í Adrenalíngarðinn (mæli sko með því, það var geggjað gaman) en þar fórum við upp klifurvegg, klifruðum upp risastóran símastaur og áttum svo að standa uppréttar upp á honum (sem var sko erfitt og einungis undirrituð náði því og var ekkert lítið stolt) og svo fórum við í risarólu. Í einu orði sagt geðveikt !

Síðan var farið heim í pizzur og tækjakynningu og eitthvað meira fjör og svo heim að sofa til að vera tilbúin fyrir næsta dag :)

Anyhow þá held ég að það sé nú ekki mikið meira að frétta, nema hvað ég skelli inn myndum við tækifæri ;)

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Artemis og aðrar fréttir

Já það er nú ekki hægt að segja að maður hafi verið duglegur að blogga undanfarið en mikið hefur gerst síðustu vikurnar.

Magga systir átti afmæli um síðustu helgi, er orðin alveg 22 ára (geðveikt stór sko ! ;)) og það var haldin sameiginleg afmælisveisla í Mýrarkotinu fyrir hana og Guðlaug sem varð 6 ára. Það var mikið gaman og mikið fjör, fullt af fólki, svaka veitingar, trampólín og endalaust fjör.

Undanfarna viku er ég búin að eyða öllum stundum sem ég er ekki í vinnunni á leiðbeinandanámskeiði hjá HRFÍ sem er hluti af því að verða viðurkenndur leiðbeinandi á vegum þeirra. Það eru tvær sænskar sem eru hér á landi núna til að kenna og maður sýgur í sig þekkingu þeirra, bara gaman (enda er önnur með border collie úti s.s. mín kona !)

Svo er maður bara búinn að vera að vinna eins og *blííííp*, og saknar þess þetta sumarið að vera ekki í útivinnu. Veðrið er búið að vera eins og við miðjarðarhafið undanfarna marga daga og sumarfötin eru formlega komin úr geymslunni, þ.a. maður gæti verið búinn að taka smá lit áður en við förum til Hollands.

Já og svo langaði mig að sýna ykkur frökenina okkar Valda, sem við stefnum á dóm í haust með, kíkið endilega á hana

sunnudagur, júní 17, 2007

Til hamingju með afmælið Fluga mín


Haldiði að Fluga mín sé ekki orðin 9 ára í dag, og það sést sko ekki á henni !

Í tilefni dagsins fórum við í langan góðan reiðtúr í góða veðrinu, einn af þessum reiðtúrum sem ég lifi fyrir, góðir hestar, gott veður, yndislegt umhverfi, tja, þið getið nú bara séð það sjálf ;)


Fríða föruneitið að leggja af stað í langferð




Hæðirnar þaktar lúpínu


Fjör hjá hundunum


Erfitt að læra að teymast


Fögur fjallasýnin


Og Elliðavatnið


Og það var trítlað með


Og svo var áð og hestarnir fengu að bíta






Hundarnir kíktu inn í skóginn að leita að kanínum (sáum fullt af þeim á leiðinni)



Lögð af stað aftur og búin að skipta um hest


Íslenskur skógur (geggjað umhverfi í Heiðmörkinni)


Gróðri vaxin hraunbreiðan


Veistu ekki hvað þú ert að gera mér með að láta mig vera að draga þetta fífl !


HEAVEN !


OHH mér er heitt !


Svona á lífið að vera


AHHHH Velta sér !


I scratch your back, you scratch mine


Pretty :D


Bíddu bíddu, hvar er afmælikakan !

miðvikudagur, júní 13, 2007