Dís
Nýja viðbótin í fjölskylduna var sótt í gær, og fyrsti dagurinn hennar á heimilinu er að verða liðinn. Hún eyddi nóttinni í búri, alein, og það heyrðist ekki píp í henni. Er svo stolt :D
Flugu finnst hún reyndar ekki svo sæt, en það tekur hana bara nokkra daga að sannfæra hvolpskrílið að hún ráði öllu, eigi allt og sé drottningin ! En hundar eru nú fljótir að fatta það, og það var litla krílið líka. Hún vill miklu frekar leika sér með dótið.
mmmm borða augað þitt !
Hvað ert þú að gera þarna ?
Ohhhh maður verður bara þreyttur af öllum þessum leikjum
Og svo er það auðvitað besti hundurinn, en hún fékk góða gjöf þegar Valdi kom að utan. Núna eru maður og hundur fullbúin fyrir veiðarnar, sjáiði bara
laugardagur, maí 31, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég á svo fucked up tölvu að ég sé ekki myndina en ég veit alveg hvað þú ert að meina ;)
Svo ég segi bara aftur til hamingju :D
kv. kata
Til hamingju með hana!!! Ekkert smá sæt þessi litla dúlla! :)
Hún er náttúrulega bara flottust og æðislegust!!! Þó að Fluga sé náttúrulega best.
Þau eru flott saman feðgin Fluga og Valdi :D
Hrikalega sæt... til hamingju með hana...
Takk takk
Þetta litla dýr er alveg ferlega fjörugt, hún gerir allt "all out" eins og maður segir á góðri tungu, tætir með dótið sitt út um allt og alltaf á hlaupum. Er ekki vitund smeyk í hesthúsinu heldur þ.a. mér sýnist þetta verða fullkominn hundur fyrir mig :D
Ohhh til hamingju með hana, hún er YNDISLEG! Get ekki beðið eftir að hitta hana ;)
Kv. Gerður
Vá litla blómið ekkert smá sæt...
til hamingju með skvísuna hlakka til að sjá hana =)
Skrifa ummæli