Já, veðurfarið hefur örlítið breyst undanfarna daga, og það furðulega er að "minn líkami" tók eftir því á undan mér. Ég sofna fyrr og sef betur fyrst að hitinn er örlítið lægri. Reyndar taka Danirnir þessu soldið furðulega þar sem að ég er alltaf að mæta þeim í dúnúlpum á hjólunum á morgnana :Þ
Isss vantar sko víkingablóðið í þá !
En eins og þið hafið kanski tekið eftir þá kom Valdi minn síðasta fimmtudag og var hjá mér um helgina. Það var náttúrulega bara æðislegt að hafa hann, og sko ekki auðvelt að sleppa honum á flugvellinum.Hann þurfti bókstaflega að hlaupa út í vél því ég hélt honum svo lengi híhí. Við náðum aðeins að bralla eitthvað skemmtilegt, kíktum á Strikið, borðuðum góðan mat, fórum á kaffihús, í Tívolí og hittum Sonju og Friðrik og alls konar skemmtlegt. Hann náði líka að fara í "personal" skoðunarferð um DTU með félaga sínum á meðan ég var í skólanum.
En svo er lífið aftur farið að ganga sinn vanagang hérna í baunalandinu, lítið að frétta svosem. Dóra reyndar var svo snjöll að skella inn myndbandi af Dís, Djass og Púka að leika sér, og hún virðist ætla að hafa þessa sömu dótaþrjósku og Fluga mín.
Enjoy
miðvikudagur, september 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Dís hávaðaseggur haha.
Hún er sko ekkert lítið tapsár í svona reipitogum!
Skrifa ummæli