Sagan um Búkollu á Landssýningu 2008
Íslenska kýrin hefur marga sérstaka eigninleika og á sér farsæla sögu og er það fyrir tilstilli hennar að margur landsbúinn hélt lífi í harðindum hér áður og er því mikilvægt að landsbúar allir séu upplýstir um sögu Búkollu svo þjóðin sé um það upplýst að hún er bæði fegurst og afrekamest að þeim kúm sem fæðst hafa allt frá landnámi og nánast mannleg í hugsun og samskiptum við þá aðila sem hana hafa alið og þjálfað.
Ráki heitir maður sem er ólíkur öðrum mönnum að því leiti að hann telur sig bæði gáfaðri og útjónasamari en aðra menn. Eru hæfileikar hans slíkir að mönnum kemur helst í hug miðilsgáfur eða sjónhverfingar þar sem hann hefur endurtekið náð að blekkja heilu þjóðirnar í sömu andránni og þegar honum tekst sem best til nær hann heimspressunni allri. Er það altalað að hann sé ramm göldróttur og stendur mörgu fóki ákveðinn uggur af honum. Ráki þessi fékk nokkuð skyndilega mikla ástúð á kúarækt og þótt hann væri í fullri vinnu sem stjórnandi fyrirtækis sem annaðist viðskipti með gull að deginum til þá titlaði hann sig gjarnan sem kúaræktanda – svo þjóðin sæi hann sem jafninga, einkum eftir að heimspressan hafði fjallað um hann og allar sjónhverfingarnar sem sem almennigur stóð á öndinni yfir, en þannig náði hann betur til þjóðarinnar með blekkingarkrafti sýnum.
Einn daginn að sumarlagi tók Ráki sig til og keypti sér nokkrar kvígur þar sem hann taldi sig framar öðrum hafa hæfileika til að bæta kúastofninn í landinu með hugviti sýnu. Hélt hann gjarnan öllum kvígunum undir sama nautið sem landanum þótti nokkuð skondið, en auðvitað var það út af því að hann sá í þeim kosti sem flestir aðrir sáu ekki sökum greindarskorts og hafði Ráki hina mestu andúð á þessum annars stigs þjóðfélagsþegnum og hvorki heilsaði hann þeim né virti viðlits þó yrt væri á hann. Ein var sú kýr sem hann fékk augastað á eftir að hafa sótt landssýningu kúabænda en hún var bæði fönguleg og með nytjahæstu kúm landsins svo langt aftur að elstu menn myndu. Sú hét Búkolla, var rauð á lit og með hvíta strípu í andliti líkastri blesu á hesti, og var ekki föl þegar Ráki leitaði eftir kaupum á henni í upphafi.
Þar sem Ráki hafði það að aðalstarfi að selja viðskiptabréf sem gáfu kaupendum eignrétt að gull auðlind í útlöndum sá landinn og heimurinn allur fyrir sér mikinn ágóða af gull tekjum og keypti því bréfin óspart og var Ráki reitaður í topp helstu fyrirmanna fyrir vikið í heimspressunni. Fjölmargir kaupendur bréfanna hafa endurtekið reynt að gera sér ferð til að skoða gull námurnar, en þeim hefur gengið erfiðlega að staðfesta tilvist gullsins og hefur sá uggur læðst að einstaka kaupanda að Ráki hafi mögulega náð að blekkja þá og umheim allan með hugviti sýnu og sjónhverfingum og hefur fjöldinn allur lent í gjaldþroti þar sem erfiðlega hefur gengið að koma höndum á gullið.
Ráki sjálfur átti hinsvegar ekki við fjárkort að stríða en það var honum þó lítillega til travala að sá mikli auður sem hann hafði skotið undan og geymdi tryggum fjárhirslum erlendis áttu erfitt með að líta í dagljósið þegar kom að viðskiptum og fóru því greiðslur fyrir nautgripi og jarðir sem hann keypti undir kúastofninn gjarnan fram eftir að tók að rökkva. Eintaka seljendur sættu sig illa við þennan viðskiptamáta, en þeir létu fljótlega undan eftir að Ráki fór að þeim hamförum og hótaði þeim álögum og fangelsisvist í ofaníbót ef þeir streittust á móti, og urðu viðskiptin yfirleitt auðsótt í kjölfarið. Var það mál manna að snilligáfur Ráka í peningamálum væri með ólíknidum ekki síst eftir að í ljós kom að hann náði að kaupa hverja jörðina á fætur annarri og greiða einungis fyrir þær innan við þriðjung af uppsettu verði í dagsljósi – slíkur var galdra- og sjónhverfingamáttur hans og fara ekki allir í föt Ráka í þeim efnum. Almennigi í landinu þótti líka ekki nema sjálfsagt að maður að slíkum virðugleika og völdum ætti ekki annað betur skilið en að fá ívilnanir skattayfirvalda og ætti hann því alls ekki að þurfa greiða skatta af öllum þeim fjármunum sem hann hafði komist yfir ólíkt öðru fólki þar sem þjóðfélagsleg staða hans var langtum ofar en hjá svörtum almúganum í landinu.
Búkollu endaði Ráki á að kaupa háu verði og setti hana straks í sérstaka þjálfun þar sem hann ætlaði að sýna landi og þjóð að í eigu hans væri sú kýr sem fremst stóð bæði að kostum og fegurð. Lét hann gjarnan þýða yfir á erlend tungumál öll skrif og umfjallanir um hann og/eda Búkollu, bæði ensku og þýsku, svo alheimur mundi ekki missa af neinu heldur. Undir niðri var hann jafnframt að undirbúa nettengingu sýna við kúabændur með sem bestum hætti þar sem ljóst var að gull auðlindin var kominn í þrot og að öllum líkindum yrði mokað yfir námurnar á næstu mánuðum með tryggilegum hætti svo enginn annar gæti nýtt neitt úr þeim eftir að Ráki léti loka þeim.
Búkolla reyndist skarpgreind og hófst nú leit að hæfum þjálfara fyrir kúna. Eftir tölvert erfiði fann Ráki sér þjálfara sem hann gat sætt sig við, en sá var nefdur Rauði Refurinn og hafði á sér sérstakt orð fyrir að hafa blekkt stóran hóp kaupenda að nautgripum til margra ára – gekk svo langt að í einni sölunni hafði hann límt júgur undir uxa og selt sem nytjakú og uppgötvuðust prettirnir ekki fyrr en löngu síðar þegar límingar fóru að gefa sig og varð umtalað að hér væri snillingur á ferð. Ráki fann strax fyrir trausti til mannsins og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra, enda báðir með mikla og langa reynslu af svikum og prettum og gátu nú keppts um hver hefði betur í þeim efnum. Fljótlega fékk þjálfari Búkullu viðurnefnið, ‘Rauði Refurinn hans Ráka’ og þótti réttnefni þar sem hann ýmist sat eða stóð að tilstilli og fyrirmælum Ráka hverju sinni.
Ráki var jafnframt þeim hæfileikum gæddur að hann þurfti ætíð að hafa betur en keppinautar hans, hvort heldur málin snérust um viðskipti eða kúasýningar. Gekk hann oft svo langt að hann eyddi oft dögum saman í að reyna að eyðileggja fyrir öðrum með öllum mögulegum hætti og beitti þá bæði göldrum og sjónhverfingum til að koma höggi á andstæðinginn til að hann hefði betur. Gekk hann það langt í þessum efnum að ef galdramáttur hans dugði ekki til einn og sér kom hann klækjum sýnum fram með tilbúnum lögsóknum öllum að óvörum. Var það ætíð hans ásetningur að hann þurfti að fá allt, ellegar hætti hann við því ekki mátti það sjást útávið að hann léti í minnipokann fyrir neinum.
Nú bar svo til sumarið 2008 að Landssýning kúabænda var framundan og stefndi Ráki með Búkollu á mótið svo þjóðin gæti betur virt fyrir sér gripinn og áttað sig á öllum þeim kyngiskostum og afburðahæfileikum sem kýrin hafði til að bera. Fékk hann rauða refinn til að sýna kúna enda þaulvanur sýnandi til áratuga. Í forsýningu átti sér það óhapp stað að Búkolla skeit fyrir framan dómpall of var sett niður fyrir vikið og þurti að taka þátt í milliriðli sem hún endaði á að sigra, og þar sem dómarar vildu bæta upp fyrir að hafa sett hana niður fyrir það eitt að skíta við dómpall, fékk hún fyrir sýninguna einkunn í hæstu hæðum.
En nú flæktust málin til muna þar sem rauði refurinn hans Ráka átti nefnilega unga og frekar efnilega mjólkurkýr sjálfur sem hét Kolskör og og hafði tekið stakkaskiptum í þjálfunarbúðum refsins síðustu vikurnar fyrir landssýningu. Skipti ekki sköpum að hún skaut sér inn í úrslitakeppnina í fyrsta sæti, og þar með langtum ofar einkunn Búkollu og þeim sex öðrum kúm sem komust í úrslit. Við þennan árangur hljóp mikið keppniskap í refinn sem hafði verið bældur af undanlátssemi við Ráka, og sótti nú stíft að sýna Kolskör í úrslitakeppninni þar sem sama sýnanda var bannað samkvæmt lögum að sýna meira en eina kýr í úrslitum. Hófust nú háværar deilur og handalögmál milli refsins og Ráka, en sá síðarnefndi hótaði að leggja álög á rauða refinn ef hann skipti ekki um skoðun og sýndi Búkollu í stað Kolskarar. Refurinn sat hinsvegar fastur á sýnu og skipti það engum togum að Ráki reif af honum Búkollu og keyrði með hana í burtu og fékk mann við annan til að keyra heim að fjósi rauða refsins og sækja allar kvígurnar sem hann átti hjá honum. Kastaði hann jafnfram álögum á refinn í sýningunni með þeim hætti að Kolskör baulaði ekki fyrir framan dómpall eins og henni bar til. Allar aðrar kýr í keppninni bauluðu hinsvegar svo undir tók í hlíðum sveitarinnar. Rættust þar með álög Ráka og endaði Kolskör í síðasta sætinu og lýkur þar með sögu Búkollu en landsmönnum skildi það ljóst vera að aldrei hefur önnur eins eins kýr og Búkolla nokkurn tímann fæðst í þessu landi og þó víðar væri leitað.
Höfundur er áhugamaður um kúarækt.
(Þessari sögu var "shamelessly" stolið af netinu, ef höfundur vill láta nafns síns getið þá er bara málið að senda mér línu :Þ)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
What? Afhverju ertu með þessa sögu á blogginu þínu?
hahaha kannastu ekkert við hana ?? Lastu hana alla ??
Ráki - Kári
Rauði Refurinn - Diddi...
Skrifa ummæli