Já, Valdi minn kemur á morgun !!!!
Ég hlakka svo mikið til að það er bara rugl !
Annars gengur lífið í baunalandinu sinn vanagang bara, ég finn ekkert fyrir því að það sé að koma haust, enda er ekkert að koma haust hérna. Ekki eins og heima á Íslandi. En það er alveg merkilegt hvað það er mikið sem er öðruvísi hérna úti, setningin "hjemma i Island så..." hljómar ansi oft í hausnum á mér. En það eru alveg ferlega furðulegir hlutir sem ég virðist eiga erfitt með að venjast. Eins og t.d. hitinn, hverjum hefði dottið það í hug að ég myndi nokkurn tíman væla yfir því að það væri of heitt hérna. En, það er eiginlega aðeins of heitt hérna. Ég sakna hins kalda vinds sem blæs stanslaust heima á klakanum. Hérna er veðrið bara milt, alltaf. Ég er búin að blóta þessum hita ófá kvöldin þegar ég get ekki sofnað, því ég veit ekkert betra en að liggja undir heitri sæng, bara rétt andlitið sem nær undan sænginni, og það er KALT í herberginu. En nei, ekki í baunalandinu. Maður ætti kanski að fá sér "airconditioner" til að búa til sinn eigin ísskáp inni... eða kanski bara ekki. Þetta venst allt. En það er hálf spaugilegt að vera ekki lengra en þetta frá Íslandi, og hjóla í skólann á morgnanna og hitamælirinn á leiðinni sýnir 20°C og að hjóla heim að kveldi til og mælirinn sýnir 18°C. Spes !
En já, hjóla, það er náttúrulega það sem maður gerir þegar maður býr hérna. Miklu fleiri hjól t.d. sem er lagt fyrir utan skólann hjá mér heldur en bílar nokkurn tíman. Enda byði ég ekki alveg í kaosið sem kæmi ef allir myndu mæta á bíl, fyrir utan það að það væru hreinlega engin bílastæði, enda skólinn og margar af byggingum hans eldri en sjálfrennireiðin. En þar sem að hjólið hefur hingað til verið það eina sem ég hef getað "dekstrað" þá hefur hjólið mitt fengið svona líka fína meðferð, bretti, böglaberi, bjalla, karfa og standari. Svona fórum við saman til Danmerkur alveg grunlaus um að hjólið væri ekki nógu vel útbúið. Við reyndar lenntum í smá örðugleikum saman síðastliðna viku þar sem að það sprakk á því svona hressilega, en ég er búin að bæta úr því. En þegar ég var að ræða þetta við stelpurnar kom í ljós, að við vorum kolólögleg í kvöldhjólun, því það er víst þannig að lögreglan getur stoppað mann og sektað, fyrir að vera ljóslaus !
Jahá, "hjemme på Island..." þá þekkjum við ekki svona. Þ.a. ég náði að dekstra aðeins meira við hjólið og splæsti í svona fínt ljósasett á það þ.a. núna eigum við að vera fullkomlega lögleg !
En svo var ég að horfa á Næturvaktina í gær, og viti menn, ég og Georg Bjarnfreðarson erum eins... Við erum bæði á hjóli með svona fínum blikkandi ljósum.
En já, það er alveg smá söknuður farinn að láta á sér kræla, sbr. þessir furðulegu hlutir sem maður saknar. Ég bjóst ekki við því að ég ætti eftir að sakna veðursins, kuldans, víðáttunar og náttúrunnar. Hér er jú veður, "kuldi", víðátta af húsum og trjám, og fullt fullt af náttúru. Alls staðar. Ég komst t.d. að því mér til mikilla gleði, að það er HUGE skógur beint fyrir aftan húsið mitt. Þar er m.a. hesthús og "off leash" svæði þ.a. ég á eftir að njóta þess í ræmur að geta farið þangað. Núna vantar bara hundinn ;) En náttúran hérna er mjög spes, því að eplin vaxa á trjánum hérna, í bókstaflegri merkingu, og svo detta þau á jörðina og enginn borðar þau og þau verða bara það rusli og eplagraut. Mér finnst það mjög spes, og eiginlega alveg ferleg sóun að sjá á kollegiinu mínu fullt af eplum á göngustígunum út um allt. En epli, perur og alls konar ávextir og ber vaxa á trjánum hérna án allra vandræða, og detta svo bara á jörðina af því að það borðar þær enginn og fara svo bara í ruslið...
Spes...
"Hjemme på Island så..."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
hehehe, vá núna fékk ég heimþrá til Svíþjóðs þegar ég las þetta...
"Hemma i Sverige", þá var ég einmitt með bæði epla, peru og kirsuberjatré. :)
spurning um að skella sér í að búa til eplagraut.
svoooo kem ég í desember :D þá verður þér að hlakka jafn mikið að fá mig eins og Valda :D
En já ég dýrka veturinn og haustið hérna heima svo ég öfunda þig ekki mikið á veðrinu en ég öfunda þig af þessu sjálfstæði ég væri komin með heimþrá strax í flugvélinni á leiðinni út lol
OOOO ég á svo eftir að hlakka til að fá þig skvís !!!! Það er sko alveg á hreinu :D
En já, eplagrautur er kanski bara málið, ef maður hefði verið kominn út aðeins fyrr og náð að grípa þau áður en þau féllu í götuna :Þ
Vá nú verð ég aldeilis að vera ósammála þér. Ég sakna kuldans EKKI NEITT. Ég meika ekki að vera alltaf kallt, stöðugt, og er mjög ligeglad yfir að geta verið úti á stuttermabol í miðjum september :-) Mér finnst það eiginlega bara alveg magnað! En það var reyndar stundum, en bara stundum, aðeins of heitt í sumar...
Og ég kann líka mjög vel við hjólamenningunna, og ekki laust við að maður sé að shape-up aðeins, sem er ekkert til að kvarta yfir :-D
Híhí Begga, það var akkúrat það sem ég hélt að mér ætti eftir að finnast. Mér finnst hitinn og veðrið á daginn alveg snilld, enda er bara sól og blíða alla daga hérna nánast, en, það má alveg vera pínu kaldara á nóttunni. Auðveldara fyrir mig að sofna þegar loftið er aðeins kalt :Þ
Skrifa ummæli