sunnudagur, september 07, 2008

Silja in the City

Ég er búin að eiga alveg svona Carrie Bradshaw moment. Ég fór á Rusfest á föstudaginn. Byrjaði á því að fara í "fyrirpartý" þar sem var heimatilbúinn matur og fínerí, dönsk tónlist og fullir danir, mjög spes upplyfun. Kannaðist í heildina við 5 lög sem voru spiluð :Þ

Svo þegar leið á kvöldið lá leiðin á Rusfest ballið sem var haldið í skólanum, tókum 2 strætóa og löbbuðum smá spotta, nema hvað að á göngunni þá tók ég eftir því að ég hafði einhvern veginn brotið hælinn á skónum mínum. Það var algjört Buzzkill fyrir kvöldið og varð til þess að ég fór heim fyrr en ég hafði ætlað, því það var svaka stuð á ballinu. Þ.a. ég labbaði niður á lestarstöð, á táslunum, með skóna mína í hendinni, tók síðustu lestina heim og svo leigubíl síðasta spottann af því að ég missti af síðasta strætóinum.

Algjört Carrie moment !

Engin ummæli: