miðvikudagur, desember 31, 2008

Annáll ársins 2008

Eftir að hafa horft á fréttaannála sjónvarpsstöðvanna þá fór ég að hugsa með mér hvernig árið 2008 hefði verið fyrir mig og mína. Fyrir mitt leiti gerðust margir góðir hlutir á þessu ári, og því miður einhverjir slæmir líka.

Byrjum á byrjuninni.

Janúar byrjaði með þessum hefðbundnu áramótaheitum, losa sig við aukakílóin og gera meira skemmtilegt á árinu. Það seinna held ég að við getum með sanni sagt að við höfum staðið við þetta árið. Skólinn byrjaði á fullu hjá mér í Heilbrigðisverkfræðinni. Valdi minn og vinir hans í Véltæknifræðinni höfðu setið dag og nótt við hönnum og vinnu við forláta bíl sem þeir stefndu með í Hönnunarkeppni Véla og Iðnaðarverkfræðideildar HÍ. Þeir voru sniðugir og fengu eina kærustuna til að skrá sig fyrir liðinu þar sem að hún er nemi í HÍ og hétu þeir því hinu smellna nafni Dóra og Aðstoðarmennirnir.



Brautin reyndist heldur betur flókin en stífar æfingar strákanna borguðu sig svona þetta líka. Eftir fyrri umferð var bílinn þeirra sá eini sem kláraði brautina með fullt hús stiga og í seinni umferð stóðu þeir uppi sem afgerandi sigurvegarar.



Við vorum öll svo svakalega stolt af þeim.

Mánuðinum lauk svo á óvæntu fráfalli í fjölskyldunni en móðurbróðir minn varð bráðkvaddur í lok mánaðarins.

Febrúar kom svo bara eins og kallaður, reglur Íþróttadeildarinnar sem ég vann hörðum höndum við að gera voru samþykktar af stjórn HRFÍ og eru þetta fyrstu heilsteyptu hundafimireglur á íslandi og loksins búið að umturna keppniskerfinu hjá okkur þ.a. það samræmist kerfinu eins og það er erlendis. Í stað þess að keppa í byrjenda- og opnum flokki í stórum og litlum hundum þá eru núna til flokkarnir AG I, II og III og JU I, II og III fyrir stóra og smáa hunda.

Við skelltum okkur líka austur í heimsókn til að hjálpa til við að örmerkja og ormahreinsa folöldin á Álfhólum, í nýreista hesthúsinu hjá Söru. Að sjálfsögðu tókum við nokkrar myndir af hrossunum og að sjálfsögðu folaldinu okkar Sólarorku frá Álfhólum og hún kom bara nokkuð vel út eins og sjá má.












Í þessum mánuði stóð ég reyndar frammi fyrir því að ég var gjörsamlega að morkna í þessu námi sem ég var í þ.a. ég tók stærstu ákvörðun sem ég hef tekið og ákvað að skella mér í djúpu laugina og sækja um í draumanáminu mínu, sem þýddi reyndar að ég stóð frami fyrir því að þurfa mögulega að flytja af landi brott.

Mars mánuður kom og fór, það merkilegasta var náttúrulega að ég sendi umsóknina um dýralæknanám í skólann í Köben og nagaði bjartsýn neglurnar. Í lok mánaðarins var svo fjölgun á Morastöðum en við komum nánar að því síðar.

Apríl er afmælismánuðurinn hjá okkur Valda báðum og urðum við 26 á þessu ári. 12 apríl skelltum við Fluga okkur svo í fyrsta hlýðnipróf ársins, og fyrsta hlýðni I próf sem haldið hefur verið á landinu í þónokkur ár. Dómari var Albert Steingrímsson. Þar sem að ég var í próflestri og hafði ekki alveg gefið mér mikinn tíma til að æfa litlu skottuna þ.a. ég var nú ekki alveg hin bjartsýnasta með þetta próf en um að gera að nýta sér tækifærið og fara í fyrsta vinnupróf DÍ. En það var sko eins gott að við fórum í prófið því litla skottan mín brilleraði aldeilis í prófinu, fékk fjórar 10 og 181,5 stig í lokaeinkunn.



Við enduðum svo í öðru sæti í prófinu og ég held að ég hafi ekki hætt að brosa allan daginn. Fleiri myndir úr prófinu má sjá hérna

Skjóna mín fór þennan mánuðinn í lán vegna anna hjá mér sem varð til þess að hún endaði svo hjá núverandi eiganda. En hestarnir voru í ágætis gír og veðrið með besta móti miðað við Ísland, Gosi minn var rakaður og kettirnir í hesthúsinu blómstruðu.







Prófin komu og fóru hjá okkur Valda og lauk þeim með fínum einkunnum. En eins og er eða var venja í HR þá líkur önninni á þriggja vikna áfanga. Hjá mér gekk sá áfangi út á vélhlutafræði mannslíkamans, gerviliði og burðarþol útlima sem var ótrúlega áhugavert. En ekki fóru leikar alveg eins og staðið hafði til þar sem að í upphafi kúrsins fékk ég sent bréf frá skólanum úti um að ég ætti að mæta í stöðu- / inntökupróf til að geta verið gjaldgeng sem kvóta II nemandi í dýralækningar, með viku fyrirvara. Með hjálp frá fjölskyldu og góðum vinum þá náðist að redda flugi og gistingu í stystu utanlandsferð í manna minnum.

Hér tekur höfundur sér smá pásu til að fara út og kíkja á raketturnar enda miðnætti alveg að skella á.

Jæja þá er best að koma sér af stað aftur, hálfnað verk þá hafið er. Núna er ég reyndar komin til Köben aftur þ.a. þessi pása var lengri en ég hafði hugsað mér, en hvað um það.

Maí kom með hinu margfræga stöðuprófi, vegna prófsins missti ég heila viku úr þriggja vikna kúrs en það kom ekki að sök því ég stóðst hann víst. Stysta utanlandsferð æfi minnar fór vel fram, ég kom til Köben deginum fyrir prófið og tók Metro til Vanlöse þar sem Silja beið eftir mér, fór með henni heim þar sem að ég fékk að gista á sófanum hjá henni. Morguninn eftir fór ég með henni í skólann til að taka stöðuprófið og svo fór ég heim um kvöldið. Lengri var þessi ferð mín ekki. Við tók svo biðin eftir svari, sem var sko alveg nógu löng.

Af hestum var það að frétta þennan mánuðinn að Artemis fór í kynbótadóm í Hafnarfirði, en bakmeiðsli hennar voru enn að hrjá hana þ.a. hún var ekki upp á sitt besta í dómnum. Við tók svo sú skemmtilega vinna að velja stóðhestinn sem hún færi undir. Valdi sá glitta í spennandi hest á keppnisvellinum hjá Fák og eftir forkeppni Gæðingamóts Fáks var hann því sem næst búinn að ákveða að setja Artemis undir þann hest. Blesi var í góðum gír um vorið líka og notuðum við tækifærið og tókum hann upp á video til að skoða hann aðeins betur. Ég get allavegana ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með hann







Þessi mánuður fór þó reyndar að mestu leiti í pælingar hjá mér með það hvort ég ætti og þá hvernig, að bæta við öðrum hundi á heimilið. Ég braut heilann um þetta á alla kanta til að sjá hvort þetta væri raunhæfur möguleiki hjá mér eða ekki þar sem að ég stóð frami fyrir því að vera mögulega á leið úr landi um haustið og þá ekki í aðstöðu til að taka hundana með mér fyrst um sinn. Það vill svo reyndar svo til að ég á ótrúlega góða vini og sameiginlegur áhugi okkar Dóru á tík úr goti undan mömmu Púka varð til þess að við komum með plan til þess að þetta væri mögulegt. Og úr varð að Dís skvís kom á heimilið.





Þó svo að Valdi vilji stundum meina annað en þá lá ótrúlega mikill tími í pælingum um það hvort möguleiki væri á að bæta öðrum hundi á heimilið eður ei en niðurstaðan varð þessi og Dís litla, eða Morastaða Korka eins og hún heitir formlega, kom með alla sína gleði og hvolpalæti inn á heimilið. Ég sé sko ekki eftir því enda búin að bíða eftir tík undan Magic í rúmlega fjögur ár.

Valdi fór svo í lok mánaðarins í "ævintýraferð" í boði HR sem verðlaun fyrir góðan árangur í hönnunarkeppninni. Hann og Stebbi fengu að fara til Boston í skoðunarferð í MIT og var það lífsreynsla útaf fyrir sig að fá aðeins að upplifa Bandaríska menningu og samfélag, þó ekki væri nema í stuttan tíma. Þeir félagarnir komu svo hlaðnir til baka úr fyrirheitna landinu eftir góða ferð.

Júní kom svo með sínum sól og sumaryl, ég keypti mér hjól og fór að hjóla í og úr vinnu, ekki veitti af að koma sér upp smá hjólaformi fyrir baunalandið. Dís og Fluga urðu vinkonur og maður nýtti hverja lausa stund í hesthúsinu enda sko alveg veðrið til þess ! 16 júní náði Fluga mín þeim merka áfanga að verða 10 ára gömul og það sér sko ekki á henni. Ég hef alltaf sagt að í henni leynist leyndardómur eilífrar æsku.

En þar sem að ég er óendanlega forvitin, og sá eiginleiki er til í móður minni líka áttum við erfitt með okkur að bíða eftir niðurstöðu úr stöðuprófinu og hún hringdi í skólann úti. Með einhverjum klækjum, sem eru mér enn huldir þar sem að ég veit að aðrir reyndu að fá svar frá skólanum, tókst henni að fá að vita það ég væri komin inn í skólann og væri því á að láta drauminn rætast og læra dýralækningar.

Annars nutum við veðursins (get ekki alveg sagt veðurblíðunnar, en það var allavegana veður) og gerðum okkur ferðir í bústaði hjá okkur og vinafólki. Við biðum einnig eftir fjölgun í Mýrarkotinu þar sem að von var á að fyrsta folaldið ræktað af mér kæmi í heiminn. Eins og ég hef margoft sagt langaði mig að fá brúna meri, því fór ég með brúna meri undir brúnan hest og krossaði fingur um að fá þó allavegana brúnt. En allt kom fyrir ekki og Þorri litli kom í heiminn.











Júlí átti að verða afar skemmtilegur mánuður enda Landsmótsár og Landsmót á Hellu á plönunum. Þetta árið vorum við bæði að vinna það mikið að við sáum ekki fram á að geta farið snemma á mótið og létum okkur nægja að taka frí á fimmtudegi og föstudegi þ.a. á miðvikudagskveldi rúlluðum við austur með tjald, tjaldbúnað, farangur og tvo hunda. Fréttir af mótinu höfðu verið með versta móti og veðurofsinn hafði valdið mótsgestum og keppendum ómælanlegum skaða. Fresta þurfti keppni vegna veðurs og tjöld og fellihýsi lágu undir stórskemdum. En við skunduðum á staðinn viðbúin öllu. Mótið mun líklega seint hverfa úr manna minnum, aðstæður á tjaldstæðum minntu á ég bara veit ekki hvað, keppnishross voru ferjuð af svæðinu til að fullir unglingar væru ekki að misbjóða þeim. Það skemmtilegasta var þó án efa úrslitin í A-flokki þar sem áður nefndur graðhestur, Aris frá Akureyri, stóð uppi sem sigurvegari. Skemmtilegt að við áttum pantað undir hann pláss fyrir Landsmót þ.a. þetta var auka bónus að fá fyrsta folaldið hennar Artemisar undan Landsmótssigurvegara.

Það bættist svo reyndar annar Landsmótssigurvegari í hópinn hjá okkur þar sem að mamma og Gosi voru helmingurinn af sigurliðinu sem unnu þolreiðina. Ekki leiðinlegt það !

Íþróttadeildin gerði heiðarlega tilraun til að ganga Leggjabrjót einhverju seinna í góðum félagsskap. Tilraunin gekk ekki betur en svo að við snérum við vegna veðurs enda ekki alveg brjálæðislega gaman að ganga svona fallega leið og horfa á tærnar á sér allan tímann. Það fannst Dís allavegana ekki.



Framtaksemin í okkur (þó aðalega Valda) kom sterk inn, og það sem leit áður út eins og sæmilegur garður varð allt í einu að gíg, en það var nú allt í lagi eins og sést aðeins seinna.

Við Fluga skelltum okkur svo aftur í hlýðnipróf, svona til að vera með og sjá hvort við næðum að bæta okkur úr síðasta prófi. Við náðum reyndar ekki 181,5 stigum og urðum því að sætta okkur við 181 stig... skandall. Monika Karlsdóttir var dómarinn og Flugan mín stóð sig svona þetta líka vel. Við reyndar náðum ekki að fá fjórar tíur aftur en við stórbættum okkur í hælgöngu, bæði í taum og án taums, bara gaman ! Eftir prófið stóðum við uppi sem sigurvegarar og brostum báðar allan hringinn þann daginn. Ég er svo ánægð með þessi próf sem voru í sumar, finnst svo vel að þeim staðið og klárlega þörf á því að bjóða upp á þetta á klakanum. Cudos DÍ !!


Hælganga laus


Allur hópurinn


Sigurvegarar í Hlýðni I ásamt dómara, prófstjóra og keppnishaldara

Það síðasta markverða sem gerðist í þessum mánuði var það að eftir væl og strögl og vesen fékk ég loksins húsnæði í Danmörku þ.a. eftir að hafa undirritað leigusamninginn og allt það þá beið hún eftir mér þangað til ég kæmi út.

Ágúst var ótrúlega stór mánuður þetta árið, og allt of mikið sem gerðist í honum þ.a. búið ykkur undir að þetta verði löng færsla. Framkvæmdir í garðinum gengur vel og planið var að garðurinn yrði tilbúinn fyrir innflutnings/útflutnings partýið okkar. Unnið var hörðum höndum að klára verkið og lokaútkoman var afar ánægjuleg.

Before - myndir teknar af Valda



Davíð og stóri steininn



Lokaútkoman


Flotti pallurinn okkar !


Íbúðin er reyndar alveg inn á listanum hjá mér yfir þá hluti sem ég sakna mikið af klakanum, en hey, ef ég ætla að verða dýralæknir þá þýðir ekkert að væla yfir því. Um miðjan mánuðinn héldum við partýið góða og fullt af góðum vinum og fjölskylda komu til að kveðja, bæði mig og íbúðina. En það styttist og styttist alltaf í brottfarardaginn. Daginn áður en ég átti að fljúga út kom Dóra að sækja Dís, þá átti ég enn lítinn sætan hvolp sem var svo hætt að vera lítill sætur hvolpur næst þegar ég sá hana, þá var hún orðin ung falleg tík.











Íþróttadeildin hélt sitt fyrsta mót með nýju reglunum um miðjan mánuðinn, og mætingin á móti var framar vonum. Við Fluga fengum fyrstu pinnana okkar í AG I og JU I.

En brottfarardagurinn, 18 ágúst, kom eins og kallaður. Við náðum að troða öllum ferðatöskunum og hjólinu í bíl og brunuðum á völlin. Á vellinum hafði ég mælt mér mót við aðra stelpu sem var í sömu sporum og ég. Við þekktumst ekki neitt, höfðum aðeins spjallað nokkrum sinnum og ég lofaði henni að gista hjá mér þangað til að hún fengi húsnæði úti. Þetta fyrirkomulag hentaði okkur báðum mjög vel þar sem að við vorum ekki einar í öllu ströglinu. Flugið gekk vel, að venju, og við örkuðum með okkar töskur, hjól og allt dótið í leigubíl og vorum keyrðar inn í Morbærhaven þar sem okkar beið mín litla íbúð.











Skólaprógrammið byrjaði á kynningardegi og svo Rustur og við örkuðum eins kjánalegir og illa útbúnir útlendingar í útileigu þar sem við enduðum niðurrigndar í leigubíl á leiðinni heim degi fyrr. Ferðin einkenndist af furðulegum búningum, hræðilegri morgunleikfimi, frumlegum tjöldum og skítköldum nóttum. Þar sem að ég nenni ekki að skrifa ferðasöguna aftur þá getið þið bara kíkt á hana hérna.

Jæja, þá er komin tími á að ljúka þessu verki mínu, komin með rjúkandi heita súpu í hönd og sest upp í sófa. Allt klárt. En þá er það næst

September. Maður var svona að venjast lífinu í öðru landi og ég var svona að átta mig á því að ég var ekkert bara í sumarfríi og að þetta væri núna minn raunveruleiki, mitt líf. Gæludýralesyið var að sökkva inn hægt og rólega en ég tórði. Guðríður fékk íbúð hérna á sama kollegíi og ég þ.a. allt í allt erum við núna fjórar dýralæknastelpur hérna, snilld að hafa svona góðan félagsskap. Hitinn var meiri en ég bjóst við og hjólaði maður í og úr skóla á stuttermabol, þrátt fyrir að danir hafi nú verið aðeins meira dúðaðir en ég. Ég fór í mjög eftirminnilega verslunarferð í IKEA þar sem ég keypti allskonar nauðsynjavörur og forláta svefnsófa og hafði ekki tekið veskið með mér. Þá var sko hjólað eins og vindurinn, en það reddaðist allt og sófinn prýðir íbúðina hjá mér núna. En þá hætti ég sko líka að sofa á vindsæng og náði að redda mér smá bráðabirgðagardínum (sem var sko klárlega þörf á hérna eins og ég komst að).

En ég fór s.s. úr því að búa svona



Í það að búa svona









Smá munur. Ég fékk fyrstu heimsóknina mína í september, Valdi kom í helgarferð til Köben, flaug út 11 september og það bara vildi svo til að miðinn var alveg ótrúlega ódýr (I wonder why). Við dúlluðum okkur helling, kíktum í Tivoli og svona túristavesen.









Bjórinn var sko ekki óvinsæll, en gengi krónunnar var farið að segja aðeins til sín þarna þ.a. maður passaði sig soldið í hvað við eiddum. En hann þurfti víst á endanum að fara heim, alveg sama hversu fast ég hélt í hann og "venjulega" lífið tók við.

Linda kíkti svo við ásamt manni og hundum og kippti mér upp á leið sinni til Ballerup á hundasýningu. Þarna fékk ég að upplifa mína fyrstu hundasýningu, og það var soldið spes að fylgjast með sýningu þar sem að maður þekkti ekkert af hundunum.


Október var einstaklega atburðarríkur, allavegana á klakanum. Hann byrjaði reyndar rólega, Dís mætti á sína fyrstu sýningu og stóð sem vel og prófin nálguðust óðfluga. Svo kom skellurinn, landið fór á hausinn og allt fór í klessu á klakanum. Ég fann ekkert sérstaklega fyrir því úti nema hvað að ég gat ekki millifært út, en það reddast.

Guðríður fékk briard tík í pössun í upphafi mánaðarins sem reyndist mikill gleðigjafi, ekki bara fyrir hana heldur mig líka.

Dís hélt áfram að stækka og undi hún sér vel með leikfélögum sínum þeim Púka og Djass.



Umhverfið í danmörku kom mér soldið á óvart, þrátt fyrir að það væri löngu komið haust og allt orðið gult og líflaust heima á klakanum, þá virtist það ekkert ætla að verða þannig hérna úti eins og sjá má af myndum sem ég tók um miðjan mánuðinn.

Og svo kom að prófunum, danir elska víst munnleg próf meira en allt þ.a. það var við hæfi að fyrsta prófið væri munnlegt. Allt í allt tókum við þrjú próf í lok þessarar blokkar, en síðasta prófið var 1 nóvember, á afmælisdegi mömmu.

Nóvember byrjaði mjög skemmtilega, en 1 nóvember kláraði ég síðasta prófið mitt og flaug heim á klakann í faðm Valda, fjölskyldunnar, hundanna og allra. Fyrstu tíu daga mánaðarins lék ég mér því á Íslandi, hélt hundafimimót, fór í smalaeðlispróf og uppskeruhátið. Mjög skemmtilegir tíu dagar semsagt.

Dís fór í smalaeðlispróf, mest til gamans gert en þetta er jú víst partur af vinnukröfum tegundarinnar á klakanum þ.a. núna er hún þó búin með það.



Við héldum stórgott hundafimimót, sem að þessu sinni var tvöfalt þ.a. hlaupnar voru alls fjórar brautir. Við fengum pinna í öllum brautunum og erum því komnar upp í AG II og JU II. Við náðum þeim skemmtilega árangri að klára AG I og JU I með gull fyrir allar brautirnar.



Fluga og Dís fundu sér sameiginlegan grundvöll fyrir vinskap og geta varið löngum stundum við þetta áhugamál







En það kom víst að því eins og öllu öðru að ég þurfti að fara aftur út.

En ég fékk óvæntan gest í heimsókn til að stytta mér stundi, enda var bara rúmlega mánuður í að ég færi aftur á klakann. Litli leynigesturinn minn var gulbröndóttur persi að nafni Pascquel, eða bara á gamla góða - Paskal.







Hann var bara sætur og ótrúlega skemmtilegur köttur, sem er kominn á klakann núna og út úr einangrun m.a.s. líka.

En ég skellti mér líka í IKEA enn eina ferðina og bætti aðeins við hjá mér af húsgögnum, þ.e.a.s. alveg einu heilu skrifborði og skrifborðsstól, og forláta gardínur sem voru mjög kærkomnar.





Valdi sendi mér svo sjónvarpið mitt þ.a. loksins gat ég hætt að horfa á dótið af flakkaranum mínum á tölvunni. Danskan hefur líka stórbatnað eftir þetta þar sem að allt sjónvarpsefni er textað á dönsku og þeir eru sko ekkert latir við auglýsingarnar.

Mánuðinum lauk svo á einstaklega skemmtilegan máta þar sem að Kata kom í helgarferð til Köben, hún og Elli voru með íbúð á leigu niðrá Amager þ.a. ég skellti mér með þeim í "helgarferð í Köben". Við gerðum allskonar skemmtilega hluti, en kjáninn ég steingleymdi myndavélinni þ.a. ég á engar myndir af þessari helgi. Og ég er enn að bíða eftir því að Kata skelli allavegana Tivoli myndbandinu á netið ;)

Desember bar það í skauti sér að vera orðinn frekar kaldur. Ég var farin á klakann áður en hálfur mánuðurinn var liðinn og eyddi jólum og áramótum heima á klakanum í góðu yfirlæti.

Í upphafi mánaðarins nagaði ég neglurnar ásamt Dóru minni, með krossaða fingur yfir því að Alex næði sér, en allt kom fyrir ekki og hann fékk að sofna svefninum langa ekki nema 10 ára gamall. Það er virkilega mikill missir í honum enda var hann einstakur hundur.

En það kom að heimferð, og við stelpurnar vorum svaka gáfaðar og skelltum okkur á djammið kvöldið fyrir heimferð, sem endaði sem "all night thing" og ég fór ósofin á flugvöllinn. Það virðist vera orðin álög á mér að ef ég fer ósofin í flug að þá er ekki fræðilegur möguleiki fyrir mig að sofna í fluginu. En ég kom á klakann, knúsaði kallinn og lagðist í rúmið og rankaði við mér daginn eftir.

Við skelltum okkur í Heiðmörkina að ná í jólatré.









Síðan fórum við í sveitina að ná í nokkra hesta. Á leiðinni fékk ég góða útrás fyrir útsýni, fjöll og útsýni, og snjó og fjöll og útsýni og alla pakkann.









Svo komum við í sveitina til að sækja hestana (já og hér koma fleiri myndir...)











Þorri litli að verða stór og stæðilegur




Gosi litli ísbjörninn minn






Við eyddum flestum dögunum fyrir jól fyrir austann, á Álfhólum og í Grímsnesinu, en ég skellti mér samt í bæinn fyrir síðasta vinnuprófs ársins hjá DÍ. Við Fluga gátum ekki tekið þátt þar sem að prófið hafði verið sett á aðra dagsetningu upphaflega en var frestað. En þar sem að það var löngu fullt í prófið þá ákvað ég að vera bara ritari í prófinu. Að prófi loknu fórum við svo í heimahús í verðlaunaafhendinu og viti menn, Fluga mín endaði sem stigahæsti hundur ársin, og fékk því titilinn "dobermann hundur ársins 2008".



En þegar við komum svo í bæinn fyrir jólin gistum við hjá mömmu. Þar sem að snjórinn var farinn, líkt og veðurfréttamennirnir höfðu spáð fyrir, þá náðust engar snjómyndir af stelpunum saman. Við skelltum okkur reyndar á hverju kvöldi (tjahh eða frekar hverri nóttu) út í kirkjugarð sem reyndist ótrúlega fallegur með öllum sínum ljósum. Ég reyndi eitthvað að mynda þau í skjóli nætur en það tókst eitthvað misjafnlega.







Við erum tilbúnar að fara út !


Annars voru jólin yndisleg, ég fékk allt sem mig langaði í í jólagjöf og það var sofið, slappað af og borðað fyrir allan peninginn. Ég var reyndar alveg rosalega dugleg að læra um jólin, allavegana að mínu mati. Við náðum einnig að eyða einhverjum tíma í hesthúsinu, enda komu hestarnir mínir og Blesi í bæinn.

Næst síðasta dag ársins fékk mamma heldur leiðinlega upphringingu. Þegar hún kom heim úr vinnunni var svalahurðin opin og Stubbur hvergi sjáanlegur. Símtalið kom frá Dýraspítalanum í Víðidal þar sem dýralæknir var með hann á borðinu. Hann hafði lennt í því að bíll keyrði á hann og einhver miskunsamur samverji hafði eytt miklum tíma að ná honum niðri við Vesturlandsveg og keyra hann á Dýraspítalann. Við erum óendanlega þakklát fyrir það, þó ég stórlega efi að þessi einstaklingur eða einstaklingar eigi nokkurntíman eftir að lesa þetta. Hann eyddi tveimur dögum á spítalanum og er allur að braggast, sem betur fer. Held að hann hafi 9 líf eins og köttur.

Dís fór svo aftur til Dóru og strákanna og kisanna líka, sem hún er alveg sannfærð um að er hennar starf að smala !

Heimsins sætasti hundur !!!










Svo kom Gamlárskvöld, og það var bara hefðbundið, nema hvað að ég eyddi því í að pakka, skrifa minn eiginn annál (sem ég reyndar kláraði ekki fyrr en þremur dögum seinna þar sem að hann er svakalega langur þó ég segi sjálf frá). Og já svona rétt í lokinn, þá stóð ég við loforðið og tók mynd af Flugu með öll sín verðlaun.

Smá attitude :Þ


Og svona er maður nú sætur.


Annars vill ég þakka þeim sem lásu - Góðar stundir.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gledilegt Ar, skemmtilegt ad lesa annal:) Bid spennt eftir framhaldinu

Nafnlaus sagði...

já mjög skemmtilegur annáll.

Bíð eftir framhaldi :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa ársannálinn þinn :) Bíð líka eftir framhaldinu ;)

Og hlakka til að lesa bloggið þitt eftir að þú færð litlu fósturdótturina :) Býst auðvitað við fullt af myndum að skvísunni :p

Gleðilegt nýtt ár!

Unknown sagði...

Híhí svindl að vera að kommenta áður en allt er tilbúið, en nú er allt komið þ.a. þið hafið eitthvað meira að lesa ;)

Nafnlaus sagði...

SNILLD :D:D:D:D:D

Nafnlaus sagði...

Já mjög gaman að lesa restina ;) Og Fluga svo svo fínust! En hver er Stubbur...var það púðladrengur eða? Gott að hann bjargaðist allavega!

Unknown sagði...

Já Stubbur er púðladrengurinn hennar mömmu. Hann sem betur fer braggast bara alveg ótrúlega vel eftir áreksturinn en ég held að hann sé með níu líf, fótbrotnaði í fyrra og svo núna þetta. Mikið lagt á lítinn líkama.

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá góður annáll... nú sér maður hvað maður gerði á árinu, var búinn að gleyma alveg helmingnum af þessu :)

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottur annáll hjá þér!!! Gangi þér vel á nýja árinu! :)

Unknown sagði...

sömuleiðis og sömuleiðis ;)