Eða samt ekki, það hefur ekki svo mikið áhugavert gerst en "hundalega séð" þá er hann alveg merkilegur fyrir ýmsar sakir. Ekki síst vegna frumraunar okkar Dísar á hundafimibrautinni, en einnig erum við byrjuð að æfa spor (reyndar ekki af krafti eða mjög reglulega, heldur höfum við farið að æfa með danska schafer klúbbnum sem er með æfingar á laugardagsmorgnum sem við Guðríður höfum verið að mæta á). Ég ætlaði alltaf að skrifa færslu eftir hverja æfingu til að hafa yfirsýn yfir hvert spor og sjá hvernig okkur miðaði í þjálfun, en að sjálfsögðu hefur tímaleysið alveg haft sín áhrif þ.a. núna verður hérna í staðinn yfirlit yfir fyrstu 3 skiptin, sem inniheldur allt í allt 6 spor.
Fyrsta æfingin okkar var í skítakulda, við vorum 3 mættar með 3 hunda með okkur. Undirlagið var ekki alveg það sem maður myndi kalla ideal fyrir fyrstu sporaæfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var nánast eins og að spora á malbiki, en við vorum samt að vinna í svo "ungum" sporum (lyktin ekki búin að liggja lengi) að það kom ekki að sök og allir hundarnir stóðu sig merkilega vel. Fyrsta sporið var nammispor, með nammi í sirka 5 hverju skrefi og alveg vel langt. Dís átti aðeins erfitt með að grípa tilganginn strax þegar ég var að benda henni á sporið, bauð mér upp á ýmsar hegðanir því hún hélt að það kæmi nammi í hendina, þ.a. ég stóð bara upp á endanum og þagði og leyfði henni að finna út úr þessu sjálf. Það lá við að maður sæi tannhjólin í heilanum á henni snúast þegar hún fór að átta sig á því að þetta væri nammislóð, og til að toppa allt þá endaði hún á boltanum hennar. Seinna sporið var svipað, nammislóð með nammi í 4-5 hverju skrefi, aðeins lengra í þetta skiptið, og það gekk mun hraðar, hún var alveg búin að fatta það að slóðin hefði einhverja þýðingu (ekki verra að það væri nammi á henni) og svo var mikið leikið þegar hún endaði á boltanum.
Önnur æfingin okkar var í mun betra veðri, sól og blíðu, og akrarnir sem eru svo fjandi þægilegir til að æfa á (hægt að fylgja þráðbeinum röndum í ökrunum þ.a. maður þarf lítið að vera að pæla í því að finna tvo punkta í loftlínu til þess að sjá til þess að maður gangi ekki í sveig). Gallinn við akrana aftur á móti er að ef það er aðeins blautt í veðri þá verður maður drulluskítugur. En hvað um það, þetta skiptið fengum við stóran akur bara fyrir okkur, fyrra sporið var beint spor í meðvindi með smá nammislóð. Þar sem akurinn lá ágætis spotta í burtu var það líklega farið að nálgast að vera 15 mínútna gamalt þegar við svo fórum það, og á þeim tíma voru fjandans fuglarnir á svæðinu búnir að éta nánast alla bitana. Ég hafði lagt út kjúklingaskingu terninga, og já, blessaðir fuglarnir voru svona líka sólgnir í hana að ég var varla byrjuð að leggja sporið þegar þeir voru farnir að éta upp úr sporinu fyrir aftan mig. En það skipti svosem litlu máli þar sem Dís vann sporið virkilega vel, fór m.a.s. yfir nokkra bita sem fuglarnir höfðu gleymt. Seinna sporið var svo aftur beint, svipað langt, aftur í meðvindi, með 6 millihlutum og bolta og engu nammi. Millihlutirnir voru settir þarna til að byrja þá þjálfun þar sem hún skiptir töluverðu máli (hver millihlutur í spori skorar 10% af heildareinkun). Ég átti svosem alveg von á því að þurfa að stoppa hana og sýna henni þá, en hún stoppaði við hvern kubb og þefaði vel af honum þ.a. ég greip tækifærið og hrósaði henni "fyrir að finna þá" og gaf henni nokkra nammibita við hvern kubb (hálfgert "jack pot" fyrir hvern kubb þ.a. það væri svakalega gaman að finna millihluti og planið er að þeir verði umbun í sjálfu sér fyrir hana að finna í spori alveg eins og að finna dótið sitt í endan). Sporið gekk aftur svakalega vel, og við þjálfarinn ræddum saman um plönin með næstu æfingu, þar sem hann er búinn að vera að keyra okkur soldið áfram í erfiðleikastigi, hraðar en ég hefði örugglega sjálf gert.
Þriðja æfingin var svo í dag, við mættum galvaskar í morgun, og fengum annan þjálfara í þetta skiptið. Núna bættum við inn fyrstu beygjunum, og fyrsta skrefið var 150 skref út með nammibita á 50 skrefa fresti, hægri beygja með nammibita eftir 4 skref, en allt í allt 50 skref og svo aftur hægri beygja með nammibita eftir 4-5 skref, en 75 skref í þetta skiptið. Vindáttinn var breytileg, fór úr því að vera blanka logn og svo bara í allar áttir. Það var svipað gamalt og fyrra sporið á æfingunni á undan (var á sama svæði og ég var svipað lengi að sækja Dís í bílinn), en þetta skiptið átti hún töluvert erfiðara með að vinna sig í gegnum sporið. Hún sveiflaðist mikið fram og til baka og fór töluvert útaf nákvæmu sporaslóðinni, ég vildi ekki vera að "trufla" hana með því að beina henni inn á slóðina því ég er ekki með sama nef og hundurinn og get ekki sagt til um það nákvæmlega hvar lyktin liggur, en þjálfari talaði um það eftir sporið að hann vildi að ég hefði haldi henni betur inni í sporinu. Svo er reyndar líka spurning hvort "skortur á nammi" í slóðinni hafi haft einhver áhrif líka en hún var allavegana ekki eins beitt og ákveðin eins og hún hefur verið áður, en það er alveg á hreinu að það var sko kveikt á nefinu á henni. Svo gerði ég alveg grundvallar mistök, þegar við vorum að koma að beygju nr. 2, þá hafði ég ekki merkt hana nógu vel þ.a. ég vissi 100% hvar sporið lægi, og það er vel hægt að segja það að það gerist sko EKKI aftur. Hún fór aðeins yfir fyrstu beygjuna, en fékk samt tíma og leyfi til að vinna aðeins úr því sjálf og fann sporið og hélt áfram, en þegar kom að beygju nr. 2, þessari sem ég var ekki viss um hvar væri, þá vorum við í smá rugli sem var mest af því að ég vissi sjálf ekki hvar hún var þ.a. ég gæti hjálpað henni. Þjálfarinn endaði á því að rölta til baka til að telja skrefin (þessi hafði jú verið 50 skref) til að sjá hvar sporið ætti að liggja, en á meðan þá fann Dís sporið en fékk ekki strax að halda áfram því ég sjálf var ekki viss (hefði átt að treysta henni en það kom ekki að sök). Hún kláraði svo sporið og fann boltann, en hafði verið óviss og út um allt, og þjálfarinn var ekkert sérstaklega hress með okkur.
Ég lagði svo strax annað spor, helmingi styttra (75 skref, vinstri beygja 25 skref, vinstri beygja og 40 skref) og merkti beygjurnar vel og vandlega og hinkraði svo eftir þjálfaranum þar sem hann var að ganga með öðrum. Sporið var því um svipað gamalt og fyrra sporið en í þetta skiptið vann hún alveg stórkostlega vel úr því, fylgdi slóðinni alla leið án þess að fara út af slóðinni, mjög einbeitt og lét mig ekki trufla sig þegar ég var að hrósa henni. Þjálfarinn talaði svo um það eftir á að hann var feginn að hafa séð hana fara seinna sporið því hún hafði verið virkilega góð og unnið mjög vel ("virkelig smukt sporarbejde" sagði hann orðrétt). Það má svosem alveg setja spurningarmerki við það hvort 2 vikur á milli æfinga hafi líka haft einhverja þýðingu með fyrra sporið en planið fyrir næstu æfingu er allavegana að koma aftur með millihluti (er búin að fjárfesta í nokkrum kubbum, þeir voru alls ekki dýrir, 5 kall stykkið) og viðhalda beygjum og fara að móta einhverja markeringu fyrir hana til að láta mig vita af hlutum í sporinu.
Annars er planið svona að sjá hvert við komumst í þessari vinnu, ég get alveg viðurkennt það að þó mér finnist lyktarvinna virkilega skemmtileg þá er ég alltaf hrifnari af loftlyktinni og þ.a.l. víðavangsleitinni, en það eru ekki beint margir möguleikar fyrir mig með hana hérna í baunalandinu þ.a. hún verður að bíða betri tíma á íslandi. Þangað til höfum við þá sporavinnu, sem er jú líka lyktarvinna og hví ekki að vinna með hana í staðin og sjá hvað við lærum og hversu góðar við getum orðið.
Annars átti ég svosem alltaf líka eftir að setja frétt af hundafimimótinu okkar Dísar hérna inn lika, en þegar maður er farin að halda úti fleiri en einni fréttaveitu þá fara stundum hlutirnir á inn á milli, en ég var búin að setja inn einhverjar línur um mótið og videoin inn á "formlegu heimasíðuna" okkar, fotaburdur.com, þ.a. ég ætla að segja að það sé nóg :)
En annað lítið verkefni hjá okkur þessa dagana líka er að læra "næsepröve" æfinguna. Ég fann bloggsíðu hjá sænskum hundaþjálfara sem er soldið í svipuðum pælingum með þessa æfingu og ég og er búin að vera að skrásetja sína þjálfun með myndböndum og bloggum. Við Dís ætlum svo að herma eftir og nota sömu aðferð og sjá hversu langt við komumst. Fyrsta skrefið er s.s. að læra "nose-touch", s.s. að snerta hluti með nefinu. Núna erum við búnar að taka 3 æfingar með klikker og nammi (ég ætti samt að vera svo miklu rútíneraðari í þjálfun en ég er því ég gríp klikkerinn fram þegar ég á lausan tíma, og ég er ekki nógu dugleg að telja eða skrásetja hvað hún gerir oft rétt og hvað hún klikkar oft). Þriðju æfinguna ætlaði ég reyndar að taka upp, en það klikkaði eitthvað og myndavélin var bara tóm þegar ég kíkti á hana eftir æfinguna. En nose-touch er virkilega auðveld hegðun að kenna með klikker, ég byrjaði á því að bjóða henni flatann lófa og sjá hvað hún gerði, hún byrjaði á því að þefa af honum til að sjá hvort hann væri eitthvað merkilegur þ.a. hegðunin kom frá henni alveg 100% frá upphafi. Núna er hún alveg búin að fatta þetta og snertir lófann hvert sem ég set hann (alveg án skipunar þar sem að ég ætla að hinkra með það að setja skipun á hegðunina þangað til að ég nota hana í eitthvað annað) þ.a. næsta skref er að láta hana halda aðeins lengur út, og svo á eftir því set ég post it miða í lófann. Þetta eru verkefnin okkar þangað til næst ;)
laugardagur, mars 26, 2011
föstudagur, febrúar 25, 2011
Frumraun á hundafimikeppnisbrautinni
Við Dís mætum á völlinn á morgun, í fyrsta skiptið. Ég skráði hana í Jumper I og Jumpers ganni braut, til að testa þjálfunina okkar. Ég veit að hún getur alveg klárað klassa I braut og gert það vel (á bleika skýinu mínu verðum við Dís æðislegar saman og vinnum), en mitt takmark er að fá clean braut með góðum hraða og góðum áhuga og ákefð og orku. Ef okkur mistekst skiptir það ekki neinu máli, því þetta er hennar frumraun á þessu svæði, frumraun í þessu fyrirkomulagi og ég veit ekkert á hverju ég á von á með hana en ég hugsa að hún eigi eftir að standa sig svakalega vel.
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
En ég gerði kanski smá mistök um daginn með það að kíkja á ráslistann, ég er án gríns, á mínu fyrsta móti, að fara að keppa á móti ansi þekktum nöfnum í hundafimiheiminum. Til dæmir er fyrrverandi heimsmeistari að mæta með tvo unga hunda sem hún á, þjálfarinn sem kom til íslands til að kenna 2009, hann er að mæta með ungan hund sem hann á. Ég fékk alveg smá "reality check" og ég verð eiginlega að segja að ég er frekar "intimidated" af keppinautunum, en ef okkur gengur vel, ef bleika skýið hefur rétt fyrir sér, þá verður það mjög markverður og merkilegur árangur !
En þegar ég kíkti á ráslistann þá fékk ég hressilegt stresskast yfir þessu öllu saman þ.a. ég er búin að taka það allt út núna og verð bara ekkert stressuð á morgun ;-)
sunnudagur, febrúar 20, 2011
Fyrsta sporaæfingin hjá Dís
Við Dís nýttum tækifærið og laumuðum okkur á sporaæfingu hjá danska schaferklúbbnum með Guðríði og Ebbu í gærmorgun. Við dröttuðumst á fætur eldsnemma og klæddum okkur í eins mörg föt og við komumst í (allavegana ég, Dís þarf ekki mikið á fötum að halda enda ansi vel loðin skvísan) því hitamælirinn sagði -8°C (og trúið mér, það er svakalega kalt hérna þegar hitastigið er -8°C hérna í danmörku). Við fórum 3 á æfinguna, ég, Guðríður með Tristan og Ebba með Kobba. Þegar við mættum á staðin beið okkar heitt kaffi, gammel dansk og morgunmatur, danirnir kunna klárlega á þetta :-) En það var mjög vel tekið á móti okkur, líka okkur sem mættum með "vitlausa tegund". Ebba var með soldin móral yfir því að Kobbi á það til að vera soldið erfiður með öðrum hundum, en hann var eins og engill og kennarinn hafði átt von á mannætuskrímsli miðað við lýsingarnar, en hann hughreysti Ebbu mikið og hrósaði Kobba vel enda fúnkeraði hann fínt með hundunum sínum þarna og svo kom í ljós að hann er algjört náttúrutalent í spori. Enda er það nú heldur ekkert óþekkt fyrirbrigði hjá schafer hundum að vilja ekki alltaf tala við alla aðra hunda á svæðinu.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
Fyrst á svæðið var Guðríður með Tristan, litli gormurinn sýndi fánanum sem markeraði upphaf sporsins meiri áhuga til að byrja með. En hann var fljótur að fatta að það væri allskonar góðgæti á jörðinni sem endaði svo á dóti og leik og öllu skemmtilegu í heiminum.
Svo var komið að Ebbu, Kobbi kveikti svona svakalega á nefinu að hann sleppti stórum hluta nammi bitanna á jörðinni og var alveg búin að fatta út á hvað leikurinn gengi þegar sporið endaði á uppáhalds dótinu hans í öllum heiminum.
Við Dís lögðum svo af stað í okkar spor og þjálfarinn sagði mér að benda henni á sporið og nammið til að sjá hvort hún myndi fatta slóðina. Aðstæðurnar voru reyndar alveg fáránlega erfiðar fyrir fyrstu æfingu þar sem jörðin var gaddfreðin og þetta var líkt og að spora á malbiki. Dís var svo mikið að pæla í því hvað hún ætti að gera til að fá nammið sem hún var viss um að væri í hendinni á mér að hún bauð mér upp á allskonar hegðanir, þ.a. ég reysti mig frekar upp og leyfði henni að finna út úr þessu alveg sjálf. Það tók smá tíma en vá hvað hún kveikti hressilega á nefinu á sér. Þegar hún sá svo að sporið endaði á dóti og leik, vá hvað mín var sátt !!!
Við tókum tvö rennsli á hvern hund, Dís kveikti nánast strax á perunni í seinna skiptið og rakti slóðina alla leið alveg án minna afskifta.
miðvikudagur, febrúar 16, 2011
Mikið vildi ég
Að ég hefði andgift, já og tíma, til að skrifa blogg nánast á hverjum degi. Held reyndar að ég yrði að fara að blogga þá á ensku þar sem að það eru ekki svo margir hvort eð er sem lesa þetta raus mitt hérna, en ég er búin að ramba fram á nokkur afar skemmtileg blogg hjá mjög duglegum bloggurum og ég get ekki séð hvernig fólk hefur tíma til þess að gera allt þetta sem það skrifar um á hverjum degi, og svo líka að skrifa um það (og oft með myndum, fullt af myndum). Þið getið til dæmis kíkt á þessa hérna - http://thepioneerwoman.com/ - býr á búgarði í USA með alvöru kúreka (hélt að þeir væru ekki til lengur).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
En hundaþjálfunin gengur vel, við Dís erum skráðar á okkar fyrsta mót núna í febrúar og við skulum sjá hvernig staðan á okkur er. Ég skráði okkur bara í jumpers (2 brautir, eina opinbera og eina gannibraut), og ég ætla að sjá hvort við náum hreinni braut, og jafnvel fyrsta þrepinu af þremur upp í klassa tvö), þar sem ég bjóst ekki við því að kontakt tækin yrðu tilbúin. En svo höfum við Dís verið að vinna í vegasaltinu og hún kom mér bara virklilega á óvart. Hún tók fyrir nokkru smá bakskref í saltinu, því hún var ekki að skilja hvað ég var að byðja um. Svo æfðum við bara endahegðunina (ég vill að hún stoppi á endanum og standi með afturfæturna ennþá á saltinu áður en hún má halda áfram) og þegar hún var komin bætti ég við smá hreyfingu á saltinu, svo meiri hreyfingu og svo skellti ég henni bara á fullt salt núna í vikunni og það var bara easy peasy fyrir hana, ekkert hik, engin hræðsla, hún gerði þetta eins og hún hafi aldrei gert annað. Ég var vægt til orða tekið gífulega ánægð með skvísuna mína og sé núna pínu eftir því að hafa ekki skráð hana í agility líka.
Við fengum reyndar smá "break trough" fyrir nokkru síðan þegar það æxlaðist þannig að virkilega reyndur hundafimikeppandi kenndi okkur á tveimur æfingum. Ég fór loksins að sjá crazyness blikið í auganu á henni og hraðinn og ákefðin var virkilega mikill. Þegar við fórum að æfa með "stóru" hundunum þá hoppuðum við úr því að vera að taka brautir fyrir unga og óreynda hunda yfir í að taka brautir fyrir fullþjálfaða hunda. Það var soldið stórt stökk í kröfum og það kom út í því að Dís hægði á sér af því hún lennti svo oft í því að skilja ekki hvað ég var að rugla. En núna er allt að smella, allt annað að sjá skvísuna og við stefnum á stóra hluti (híhí).
föstudagur, desember 31, 2010
Annáll 2010
Jahérna, árinu er að ljúka enn og aftur, og komið að næsta annáli. Mér finnst grínlaust eins og ég hafi skrifað síðasta annál fyrir mánuði síðan, en það er kanski eitthvað tilfallandi með tímann, því mér finnst án gríns eins og hann fljúgi hjá.
En já, árið byrjar víst á Janúar. Við Valdi vorum nýbúin að halda okkar fyrstu jól alveg ein, saman í baunalandinu, en hann átti frí frá skólanum allan mánuðinn og notaði tímann til að vera á Íslandi. Hann eyddi reyndar nánast öllum mánuðinum í sveitinni að smíða hnakkastatíf og setja upp gerði og var ekki lítið sáttur með dvölina og "fríið" sitt. Held að það sé fátt annað sem hann hefði frekar viljað eyða tímanum sínum í en að djöflast svona aðeins í sveitinni.
Á meðan sat ég með sveitt ennið við einn svaðalegasta lærdóm á minni námsæfi enda lauk mánuðinum á viku prófatörn sem með réttu mátti kalla "Hell Week". Hún fór samt betur en á horfðist, en ég skal alveg fegin sleppa við að endurtaka þetta aftur. Danmörk tók sig svo annars til og bauð Valda velkomin með snjóþyngsta vetri í áraraðir. Snjómagnið hefði alveg sómað sér vel á Íslandi, og það er eitthvað sem passar ekki alveg við að maður flytji af klakanum og á heitari slóðir.
Fluga að vakta Valda í sveitinni
Drottningin í haganum
Orka í stóðinu
Hundarnir í sveitinni
Á meðan sat ég með sveitt ennið við einn svaðalegasta lærdóm á minni námsæfi enda lauk mánuðinum á viku prófatörn sem með réttu mátti kalla "Hell Week". Hún fór samt betur en á horfðist, en ég skal alveg fegin sleppa við að endurtaka þetta aftur. Danmörk tók sig svo annars til og bauð Valda velkomin með snjóþyngsta vetri í áraraðir. Snjómagnið hefði alveg sómað sér vel á Íslandi, og það er eitthvað sem passar ekki alveg við að maður flytji af klakanum og á heitari slóðir.
Dís á kafi í jólasnjó
Í lok mánaðirns bættist aðeins í húsgestina þegar lítil papillon skvísa kom í tímabundna pössun á leið sinni til Íslands. Hún fékk reyndar að veita vinkonu minni félagsskap fram að stóra ferðalaginu sínu, en náði samt að bræða okkur soldið.
Febrúar hélt viðteknum hætti með snjóþunga og köldum vetri, en við fengum óvæntan glaðnin tegar okkur áskotnaðist þessi líka stórglæsilegi litli Yaris, sem hlaut nafnið Silfur Þruman.Foreldarnir gáfu okkur hann í útskriftargjöf í tilefni útskriftar Valda úr Bsc náminu. Hann hefur komið að góðum notum við að komast á milli staða og hefur vægast sagt auðveldað okkur lífið hérna. Tilkoma hans varð reyndar til þess að farin var stórkostleg bílferð til Möggu vinkonu minnar í Belgíu (ekki Búlgaríu eins og einhver hélt). Ég var lengi búin að hugsa að finna einhverntíman tíma til að kíkja til hennar, en við vorum þrjár, ég, Dóra og Dís, sem lögðum af stað í langferð, og komum fjórar til baka.
Við Dís í Þýskalandi
Hluti af hópnum hennar Möggu, þeim var orðið soldið kalt
Dís og Orka voru ekki lengi að vingast
Litla dýrið hún Orka kom nefninlega heim með okkur og dvaldi hjá okkur hérna í baunalandinu þangað til hún gat farið til Íslands. Dís fékk þar með lítin leikfélaga, sem gerði svo lítið annað en að stækka þangað til að hún náði fyllilega að halda í við hana í eltingarleikjum (ekki eins gaman þegar Dís gat ekki stungið hana svona léttilega af). Í febrúar byrjaði líka ný skólaönn hjá okkur Valda. Með þessu ferðalagi held ég að ég geti nánast fullyrt að Dís er orðin víðförlasti íslensk fæddi border collie, þar sem hún hefur komið núna til 5 mismunandi landa. Í þessum mánuði byrjaði að sjálfsögðu ný önn hjá okkur Valda. Ég fann fyrir ákveðinni spennu, þar sem að ég var loksins að fara að byrja á einhverju alveg nýju, einhverju sem ég hafði aldrei farið í og sat ekki með neitt "á bakinu" lík og áður, þar sem sumir kúrsar höfðu spannað allt að eitt og hálft ár í náminu hjá mér. Loksins fór ég að læra hvernig hlutirnir eru þegar hlutir fara úrskeiðis og sjúkdómar, veirur og snýkjudýr fara að herja á líkamann.
Ekki slæmir göngufélagar
Í mars byrjun fór Flicka litla heim, þar sem hún nýtur núna lífsins með hóp af öðrum litlum "fiðrildum". Dís og Orka urðu miklar vinkonur og nánast óaðskiljanlegar.
Ansi algeng sjón á heimilinu
Vorið fór svo að láta sjá sig í baunalandinu, nokkuð fyrr en það gerir heima, og Valdi var komin með hest í létta þjálfun og kennslu (sem náði svo aðeins að vinda upp á sig) meðfram námi. Það var klárlega mikill kostur fyrir hann að geta komist á bak hérna, en á móti kom að við komumst að því hver munurinn er á að stunda hestamennsku hérna og heima.
Valdi og Goði á góðum degi
Annars var mars nokkuð fréttalítill mánuður, skólinn og lífið gekk sinn vanagang og allt lifnaði við þegar snjóinn tók að létta, en þessi vetur hafði verið gífurlega snjóþungur og erfiður, ólíkt fyrri árum.
Í apríl kom loksins að því að lítill draumur rættist. Við Dís byrjuðum að æfa hundafimi, við fórum í fyrsta tímann okkar í byrjun apríl, rétt eftir páska.
Dís tilbúin að fara í pokann
Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar vorið kemur, því það kemur svo greinilega hérna úti. Á ótrúlega stuttum tíma er vorið bara komið með grænu grasi og blómum. Við vorum úti hérna í páskafríinu líka því prófin hjá mér lentu strax eftir páska og ekki alveg ákjósanlegt að nota fríið í annað en lærdóm. Reyndar fer eiginlega allur okkar tími í lærdóm, en það er nú önnur saga.
Maí kom með lokaprófum og verkefnaskilum hjá Valda og nýjum kúrsum og enn meira af glænýju námsefni fyrir mig. Manni finnst stundum ekki sanngjarnt þegar sumir námsmenn klára sín próf í maí á sama tíma og ég sjálf á ennþá fjórðung eftir af mínu skólaári. Kosturinn við vorið er samt að maður nýtur útivistar enn meira og það kemur eitthvað upp á móti þegar maður er að svekkja sig á skólanum. Valdi hlaut svo þann heiður í maí að Verkfræðingafélagið gaf honum og félaga hans viðurkenningu fyrir Bs verkefnið þeirra, NoWay tækið fræga, fyrir einstaklega vel unnið og áhugavert lokaverkefni. Vorið á samt að koma með sól og sumaryl en þetta sinnið virtist veturinn ætla að hafa áhrif á sumarið líka því það vantaði alveg þetta ekta sumarveður og lítið var um sólböð með námsbækur líkt og fyrri ár.
Allt orðið grænt og gróið
Litlan stækkar hratt
Júní var einmannalegur mánuður fyrir mig þar sem Valdi kláraði skólann sinn og fór heim að því loknu til að vinna. Dagarnir hjá mér voru mjög einfaldir og innihéldu áfram skóla, mikinn lærdóm og hundaviðrun. Valdi aftur á móti gat eytt sínum tíma í að kíkja í sveitina og dútlast í hestunum. Orka okkar þótti sérstaklega áhugaverð fyrir að vera, 3 vetra gömul, orðin í stærð og þroska á við fullvaxið hross.
Það var reyndar ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að setja hana undir hest, þó hún sé ótamin. Tjahh eða ótamin, hún er eiginlega sjálftamin, og gæfara tryppi eða hross finnst varla. Það er ekki hvaða 3 vetra tryppi sem er sem hægt er að hoppa á bak úti í mýri, án allra reiðtygja
Og svo eltir hún Valda bara eins og fulltamið hross
Þar sem ég átti von á folaldi þetta sumarið þá voru ófár ferðir sem einhver fjölskyldumeðlimur var sendur austur til að athuga hvort Þrá væri köstuð. Miðað við síðasta folald þá átti það að passa ágætlega að hún myndi kasta um miðjan mánuðin, en hún hélt aðeins í sér og kom ekki með folaldið fyrr en í lok júní, og þá nánast eftir pöntun. Ég fékk upphringinu þegar ég sat við lestur þar sem mamma hringdi til að tilkynna mér það að merin væri loksins köstuð og mér hafði fæðst móálótt meri. Það litla sem ég varð kát því þetta var alveg draumablandan, rétt kyn og réttur litur. Eitthvað var hún samt óhress litlan og hún þurfti að fá sýklalyf þ.a. Valdi renndi austur á hverjum dagi fyrstu vikuna til að gefa henni meðalið sitt og var svo vænn að taka fínu myndavélina með sér og náði ansi skemmtilegum myndum af henni sprikla í sveitinni.
Í júlí kom ég loksins heim líka, en Dís varð eftir í útlandinu í góðu yfirlæti hjá Ebbu og Indriða, stórgóðum vinum sem tóku að sér að dekstra hana á meðan við vorum heima. Ísland tók ansi vel á móti mér líka, með góðu veðri, góðum manni, góðri fjölskyldu og Flugu minni. Ég eyddi sumrinu í praktík í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, og það var í einu orði sagt frábært, ég lærð alveg óendanlega mikið og þær voru bara yndislegar þar. Að sjálfsögðu eyddum við öllum helgum í sveitinni, já og eiginlega öllum lausum tíma. Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með ungviðinu vaxa.
Ræktandi og "ræktaði" horfast í augu
Atlas, veturgamli Artemisar og Arisar sonurinn er að þroskast rosalega skemmtilega, og hefur enn um sinn fengið að halda kúlunum. Við erum virkilega spennt að sjá hvernig hann kemur út, þar sem hann er frumburður Artemisar okkar sem við bindum miklar vonir við sem ræktunarhryssu. En þegar hér er komið sögu var búið að ráðstafa þremur merum undir hesta allt í allt hjá okkur í sumar. Hjá okkur fór Artemis undir Sæ og Orka undir Þrumufleyg, og foreldar mínir settu Þrá undir Þrumufleyg líka. Næsta sumar verður því einstaklega frjósamt og mikil fjölgun í litla stóðinu. Eina pörunin samt sem er líkleg til með að koma með einhverja litagleði er Artemis og Sær, þar sem möguleiki er á ýmsum litum, en Þrá og Orka eiga eftir að eignast rautt eða brúnt afkvæmi. Ekki það að maður ríði langt á litnum, en þegar maður þarf að bíða svona lengi með að sjá almennilega hvernig þau eru, þá er þetta litla "litalottó" eitthvað smotterí sem maður getur látið sig hlakka til í biðinni eftir folaldinu. En þar sem Þrá var farin með litlu merina, sem hlaut nafnið Þoka, undir Þrumufleyg, þurftum við að renna austur í Landeyjar til að ég fengi nú að sjá djásnið sjálf.
Þoka litla getur sko alveg hreyft sig
Litli frændi minn naut þess að lesa um hundaræktun með mér í góða veðrinu
Í lok júlí kíktum við norður á Mærudaga. Þeir eru virkilega skemmtileg bæjarhátíð á Húsavík, þar sem bærinn er skreyttur á allan mögulegan og ómögulegan máta.
Valdi "repricenting" fyrir bleika hverfið
Fjölskyldan á hestasýningu
Fallega litla músin mín
Alex Máni eithvað ekki sáttur við skemmtikraftinn
Flottir saman
Myndavélastríð, eða kanski ekki
Mæðgur að pósa í miðnætursiglingu
Verið að taka sér pásu á göngunni og njóta umhverfisins
Fluga vaktar endur og gæsir
Í ágúst voru flest hross á landinu farin að hressast og við gátum aðeins lagt á hestana í Mýrarkotinu. Þeir voru reyndar allir járnalausir, en stuttu sprettirnir (réttara sagt göngutúrarnir, þeir voru jú járnalausir) voru til að meta ástand hrossanna eftir veikindin, en þeir virtust flest allir vera ná sér vel. Hestaveikin setti hressilega strik í reikninginn þetta árið þar sem lítið sem ekkert var riðið út og engin var hestaferðin. Þetta er í fyrsta skiptið árum saman sem við fórum ekki í neina hestaferð um sumarið.
Um miðjan mánuðin lauk sumarfríinu mínu og ég fór aftur út, en Valdi varð eftir og vann aðeins lengur en kom svo líka út í lok mánaðarins. Við Dís höfðum ærið verkefni fyrir höndum þar sem við vorum að fara að leggja í vefþjálfun eftir kúnstarinnar reglum. Í lok mánaðarins tókum við okkur smá fríhelgi þar sem við kíktum ásamt vinum í sumarbústaðarferð á norður Sjáland, og vorum étin lifandi af stökkbreyttum mosquito flugum.
Í September byrjaði svo skólinn aftur hjá okkur báðum. Valdi byrjaði í síðustu kúrsunum sem hann tekur í náminu sínu og svo þegar þeim lýkur tekur masters verkefnið hans við. Ég sjálf byrjaði á 3. árinu mínu í náminu, og sé fram á að verða hálfnuð núna rétt eftir áramót. Mér finnst það ennþá stórfurðuleg staðreynd því mér finnst ekki beint langt síðan ég flutti hingað út nánast blaut á bakvið eyrun. En hvað um það, lífið hérna úti hélt áfram, með nýjum kúrsum. Við fórum á árlega hestasýningu í Roskile (Hróarskeldu fyrir þá sem ekki tala dönsku) þar sem við sáum úrval af hestakynjum leika listir sýnar. Eftir daginn vorum við samt hrifnust af íslensku hestunum, en hverjum þykir jú sinn fugl fagur.
Þessi var vel skreyttur, Valdi er eins og písl við hliðina á honum
Kerrukappreiðarnar voru mest spennandi íþróttin sem við sáum
Lippizianer hestar í skrautreið
Þessi sýndu ótrúlegustu loftfimleika sem við höfum nokkurntíman séð
Við Dís mættum svo í fyrsta skiptið í ár í hringinn á Köbenhavn Winner, fengum fína krítík, VG og annað sætið í opnum flokki. Ég var mjög sátt við einkunina, sérstaklega í ljósi þess að Dís var alveg nánast hárlaus
Í október fórum við í hina árlegu bústaðarferð, eða hyttetur, dýralæknanema, og í þetta skiptið fórum við í bústað ekki langt frá sem var ekki alveg eins og flestir eru vanir. Þar var ekkert rafmagn, enginn hiti og ekkert rennandi vatn. Við þurftum að sækja okkur vatn í brunn, sýja það í gegnum sýunarkerfi og sjóða það svo. Það var heldur ekkert rennandi vatn í klósetunum á staðnum, heldur voru þau klósett, yfir holu, sem var hannað þ.a. allur "afrakstur" klósettsins var til þess ætlaður að vera notaður sem áburður. Við þurftum að kveikja upp í kamínu og kynda hressilega á kvöldin þegar tók að kólna, líka til þess að hitinn myndi halda eitthvað inn í nóttina á meðan við sváfum. Þetta var rosalega spes, svakalega eftirminnileg og virkilega skemmtileg ferð, og ég get með sanni sagt að við gleymum þessari ferð seint.
Í nóvember komu fyrstu próf ársins hjá mér, sem fóru ansi vel, og það fór að herða aðeins í róðrinum hjá Valda hvað verkefnaálag varðar. En prófavikunni fylgdi svo frívika, þar sem við fengum ansi skemmtilega heimsókn frá íslandi, þegar Fannar kíkti á okkur í helgarferð hérna í baunalandinu. Hann kom hlaðinn af glaðningi að heiman þ.a. það má með sanni segja að við séum vel sett fyrir jólin á þessum bænum. Að sjálfsögðu kíktum við í nýopnaða jólatívolíið og ég fór með drengina í jómfrúarferðina þeirra í dýragarðinn, sem er alltaf gaman enda virkilega góður dýragarður.
Ísbjörninn að snæðingi
Tígrisdýrin hafa það náðugt í rigningunni
Ekki beint árennilegir þessir félagar
Um miðjan mánuðin var Norðurlandamótið í hundafimi haldið hérna rétt hjá okkur og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið til að fylgjast með bestu hundunum á norðurlöndum þreyta brautirnar. Við sáum mikið af svakalega góðum hundum og Valdi tók eitthvað af þeim upp á nýja fína símann sinn.
Og að lokum kom desember. Ég var svona eiginlega að vona að þessi vetur yrði ekki eins og síðasti en enn sem komið er virðist allt ætla að stefna í að hann verði lítið skárri en síðasti vetur. Nú þegar er búið að vera um 20 til 30 cm jafnfallið snjólag yfir öllu og virðist lítið benda til þess að hann ætli eitthvað að létta. Danir halda uppi viðteknum venjum með að kunna ekki að aka í snjó og klaka. Þetta virðist alltaf koma þeim jafn mikið á óvart á hverju ári, þvi umferðartafirnar og truflanir í almennings samngöngum eru eiginlega fáránlegar. En snjórinn gerir danmörku ansi jólalega engu að síður, þó maður sakni nú alltaf umstangsins sem íslendingar leggja á sig fyrir jólin í skreytingum, innan dyra sem utan. Danir eru reyndar að furða sig á þeim stórmerkilega atburði að það stefnir í að danir fái hvít jól tvö ár í röð. Það gerist víst alls ekki oft. Dís tekur hlutverki sínu sem yfirpassara stressuðu námsmannana mjög alvarlega.
laugardagur, desember 18, 2010
Smalaeðlisprófið hennar Dísar
Ég kom mér loksins í að skella upptökunni sem ég átti af smalaeðlisprófinu hennar Dísar á tölvuna. Ég hélt að ég væri búin að týna upptökunni en ég fann hana og kættist mikið og píndi Valda til að skella því á tölvuna hjá sér. Allavegana, Dís var rúmlega 7 mánaða gömul í eðlis prófinu, það var haldið í fyrstu frívikunni sem ég hafði í dýralæknanáminu og ég var ekki búin að sjá hana í rúma 2 mánuði þegar við skelltum okkur í það. Planið mitt var að mæta með hana alveg hráa til að meta hvernig eðlið hennar væri. Hún hafði aldrei séð kindur áður og hafði aldrei fengið að djöflast eitthvað í þeim en hún hafði fengið að smá forsmekk af hestum. En hérna fáiði allavegana að sjá afraksturinn af fyrstu kynnum Dísar af kindum, en vonandi kemst ég í að þjálfa hana í smölun hérna úti, það er allavegana einn af draumunum sem eru í hausnum á mér núna.
þriðjudagur, desember 07, 2010
Hvernig getur það meikað sens
Að það sé á annan bóginn skítkalt þegar hitastigið er í 2°C og það er ekki búið að snjóa, en það er bara milt og þægilegt þegar hitinn er sá sami, en það er búið að snjóa. Er rakin í alvörunni að fara svona illa með mann ? Maður er þó allavegana laus við þetta á klakanum, þar getur maður allavegana klætt af sér kuldann. Annars fyrst að það er nóg af snjó hérna í bili þá er ekki eins kalt eins og það hefur verið og maður kemst allavegana í göngutúra á kvöldin í myrkrinu, og sér hvert maður er að ganga.
Ókosturinn við snjóinn er að sjálfsögðu að það er ansi erfitt að æfa hundafimi almennilega þegar allt er á kafi í snjó. Væri allt í lagi ef við værum með smá snjó, en við höfum ekki verið með smá snjó hérna, heldur FULLT af snjó, það er svo mikill snjór hérna að hann myndi sóma sig vel í íslenskum vetri. Ég hefði alveg verið til í að þurfa ekki að taka pásu frá því sem við höfum verið að æfa en maður getur ekki alltaf stjórnað öllu, og ég efast ekki um að það sem hún hefur lært hingað til sitji sem fastast þangað til við náum að æfa næst. Ég held reyndar að flestir séu búnir að sjá þetta sem hafa haft áhuga á því en hérna er allavegana staðan eins og hún var áður en við "lentum" í pásu
Svo kíktum við um daginn á Nordisk Agility Mesterskap og það voru svona að hluta til smá blendnar tilfinningar að horfa á þessa geðveikt flottu og góðu hunda. Ég verð að segja að finnarnir áttu þetta mót nánast skuldlaust. Fyrirkomulagið var þannig að hlaupin var jumpers braut um morgunin og svo tvær agility brautir og var samanlagður árangur í öllum brautunum reiknaður til stiga í bæði liða og einstaklingskeppni. Það kom mér soldið á óvart hvað það voru margir hundar sem misstu kontakt á kontakt tækjunum og sumir fóru ranga braut. Flestir handlerarnir tóku því bara með kalda vatninu og héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér þótti mjög leiðinlegt að sjá handler með hund, sem gerði mistök í brautinni (sem eru jú ekki mistök hundsins heldur alltaf mistök stjórnandans) nánast labba útaf og ignora hundinn algjörlega. Mér fannst það mjög leiðinlegt að sjá enda var það ekki hundinum að kenna heldur handlernum.
Valdi tók upp eitthvað af hundunum á nýja símanum sínum og ef þið viljið kíkja á þau þá eru þau á youtube "stöðinni" minni http://www.youtube.com/user/hundaSilja
En það fer að styttast í annáls skrif... fjör :)
Ókosturinn við snjóinn er að sjálfsögðu að það er ansi erfitt að æfa hundafimi almennilega þegar allt er á kafi í snjó. Væri allt í lagi ef við værum með smá snjó, en við höfum ekki verið með smá snjó hérna, heldur FULLT af snjó, það er svo mikill snjór hérna að hann myndi sóma sig vel í íslenskum vetri. Ég hefði alveg verið til í að þurfa ekki að taka pásu frá því sem við höfum verið að æfa en maður getur ekki alltaf stjórnað öllu, og ég efast ekki um að það sem hún hefur lært hingað til sitji sem fastast þangað til við náum að æfa næst. Ég held reyndar að flestir séu búnir að sjá þetta sem hafa haft áhuga á því en hérna er allavegana staðan eins og hún var áður en við "lentum" í pásu
Svo kíktum við um daginn á Nordisk Agility Mesterskap og það voru svona að hluta til smá blendnar tilfinningar að horfa á þessa geðveikt flottu og góðu hunda. Ég verð að segja að finnarnir áttu þetta mót nánast skuldlaust. Fyrirkomulagið var þannig að hlaupin var jumpers braut um morgunin og svo tvær agility brautir og var samanlagður árangur í öllum brautunum reiknaður til stiga í bæði liða og einstaklingskeppni. Það kom mér soldið á óvart hvað það voru margir hundar sem misstu kontakt á kontakt tækjunum og sumir fóru ranga braut. Flestir handlerarnir tóku því bara með kalda vatninu og héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér þótti mjög leiðinlegt að sjá handler með hund, sem gerði mistök í brautinni (sem eru jú ekki mistök hundsins heldur alltaf mistök stjórnandans) nánast labba útaf og ignora hundinn algjörlega. Mér fannst það mjög leiðinlegt að sjá enda var það ekki hundinum að kenna heldur handlernum.
Valdi tók upp eitthvað af hundunum á nýja símanum sínum og ef þið viljið kíkja á þau þá eru þau á youtube "stöðinni" minni http://www.youtube.com/user/hundaSilja
En það fer að styttast í annáls skrif... fjör :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)