Já, ég er búin að komast að því að það er í alvörunni þörf á því að vera með gluggatjöld þegar maður býr á jarðhæð og göngustígur liggur framhjá íbúðinni hjá manni. Um daginn var ég með gluggagjægir sem lá í leini og ég vissi ekki að jólasveinarnir væru komnir til byggða.
En núna eru komnar upp bráðabirgðagardínur þ.a. þeim málum er reddað í bili :)
Íbúðin er orðin bara ansi fín, komin með húsgögn og allt, en þið getið séð myndir af henni - before and after - inn í myndaalbúminu mínu.
En það er sko saga á bakvið þennan forláta sófa sem ég keypti. Ég fór í IKEA um daginn, til að versla svona helstu nauðsynjar eins og glös, diska og þess háttar. Við Valdi vorum búin að ákveða hvaða sófa okkur langaði í og ég fór voða vongóð í búðina að skoða hann hérna úti. Ég var búin að spyrjast fyrir um hann en hann var ekki til þ.a. ég ákvað að halda heim á leið, enda klukkan orðinn margt og ég hafði engann með mér til að hjálpa mér við innkaupin. Svo var ég að rölta framhjá "B-vöru" horninu í IKEA, og viti menn, þarna var sófinn minn, á svona líka góðu verði, réttur litur og allt ! Þannig að ég gat ekki sleppt honum og fékk kall til að hjálpa mér að setja hann á kerrur (nánar tiltekið tvær kerrur) eftir að ég var búin að spyrja "hvað væri að honum". Það var ekkert merkilegra að honum en að hann hafði víst verið settur saman úr vitlausum skrúfum...
En svo þegar ég kom á kassann, með mínar þrjár kerrur og var að róta í töskunni minni að leita að veskinu mínu og það var ekki þarna !
Ég þurfti semsagt að skilja dótið mitt eftir, hjóla heim hið snarasta og svo til baka strax til að borga fyrir sófann minn (sem enginn annar átti að fá að kaupa !!!) og hjóla svo aftur heim þegar ég var búin að dröslast með mínar þrjár kerrur í gegnum búðina, borga á kassanum og dröslast með kerrurnar út í horn til að láta senda þetta allt heim.
Þ.a. ég sef ekki lengur á vindsæng, ég get actually eldað heima hjá mér og ég er komin með ljós.
Gæludýraleysið er að fara með mig, liggur við að ég sé farin að íhuga að "ræna" einhverjum af öllum þessum óteljandi köttum sem flakka hérna um Kollegieið bara til að hafa eitthvað annað hérna inni hjá mér. Þ.a. ég fór í Zoozity með Guðríði um daginn (eins og sjá má í myndasafninu) og það var bara gaman, enda búðin eins og dýragarður. Þarna var fullt af allskonar dýrum og furðulegustu dýrum sem maður gæti haldið sem gæludýr s.s. dvergsilkiapa og íkorna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var vopnuð myndavélinni minni og tók eins mikið af myndum og ég þorði þar sem að það var fullt af skiltum út um alla búð sem sögðu að það væri bannað að taka myndir. En hvað tekur maður nú svosem mark á því :Þ
Það eina sem var ekki skemmtilegt við Zoozity heimsóknina var lyktin, því já, því miður, þá var ekkert sérstaklega góð lykt þarna inni. Eiginlega hef ég aldrei farið inn í dýrabúð áður þar sem var svona mikil lykt en það gæti svosem vel verið að maður sé allt of góðu vanur að heiman.
En endilega grúskið aðeins í myndaalbúminu, allavegana svona þangað til næst
miðvikudagur, september 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Blessuð :) Gott að þú ert nú búin að koma þér svona vel fyrir!!
En já það var hann Jón Ingi sem bara mættur á skólasetninguna hér! Ég hafði ekki hugmynd um að hann hefði sótt um.
Flottur sófi...!!
Skrifa ummæli