Þegar ég var að skoða á netinu.
Inn á IMDB fann ég upplýsingar um þáttarröð sem ég vann við þegar ég var stelpa. Þættirnir voru teknir upp sumarið '94 og við sáum um hrossin í þáttunum. Serían kom svo út '95 og greinilega aftur '97. Og hún er inn á IMDB, sjáiði bara hérna
Annars er bara allt gott að frétta af mér. Páskarnir búnir og prófin framundan. Ég fór með DÍ á Krók á föstudaginn langa í dagsæfingu, og það var ekkert smá gaman. Við renndum í gegnum bronspróf og náðum að taka upp nokkra hunda. Fluga sýndi mér að henni finnast hælæfingar ekki skemmtilegar (tja, ekki eins skemmtilegt eins og henni finnst að hlaupa í hundafimi eða smala hrossum) sérstaklega þar sem að henni finnast fætur ekki skemmtilegir. Ég var að vinna aðeins í því inn í reiðhöllinni og það sást hvað henni fannst það leiðinlegt þegar ég kom út. Hún heldur sig alltaf c.a. 30 cm frá mér. Aðrar æfingar voru mjög góðar, standa á göngu er nánast tilbúin (ég þarf bara að venja mig af því að vera með tvöfaldar skipanir, hún er að gera sinn hlut fullkomlega).
Að myndatökum loknum fórum við inn á Hellu og tókum sporaæfingu, og litla skottið mitt kom mér heldur betur á óvart, því hún vissi sko NÁKVÆMLEGA hvað hún átti að gera þó sporið hefði fengið að eldast aðeins og dró mig nánast alla leið. Síðan fór Anna og lagðist út fyrir hana og við tókum eina víðavangsleit, og hún hafði sko engu gleymt þar heldur !
En já, hælgönguna þurfum við að laga eitthvað aðeins...
Hestamennskan gengur líka vel (komin tími til að tala aðeins um hana líka). Skjóna lærir meira með hverjum reiðtúrnum og Gosi greyið var rakaður um páskana og finnst það ekkert mjög sniðugt. Ég var reyndar að vonast eftir því að veðrið færi að lagast en hann er þá bara með teppi svo honum verði ekki kalt.
En allavegana, þangað til næst :D
miðvikudagur, mars 26, 2008
föstudagur, mars 14, 2008
Bara svona svo þið vitið það
Þá af því að ég er í einhverjum hlýðnikeppnispælingum, þá vill ég að ég og Fluga náum að framkvæma æfingarnar svona
Hlýðni I í Svíþjóð
Hlýðni II
Hlýðni III
Þetta er ekki fullkomið en gefur fólki kanski hugmynd um það hversu mikinn kontakt ég vill að hundurinn hafi, hvernig hann gangi hæl og þar fram eftir götunum
Þar hafið þið það ! =)
Hlýðni I í Svíþjóð
Hlýðni II
Hlýðni III
Þetta er ekki fullkomið en gefur fólki kanski hugmynd um það hversu mikinn kontakt ég vill að hundurinn hafi, hvernig hann gangi hæl og þar fram eftir götunum
Þar hafið þið það ! =)
fimmtudagur, mars 13, 2008
Ég á besta hundinn :D
Ég veit, ófáir sem segja þetta, en ég elska þetta litla skott mitt alveg ferlega.
Við tókum okkur til í dag og prófuðum okkur áfram í "nýrri íþrótt" þ.e. CaniCross. Þá er s.s. hundur í beisli fyrir framan mann í taum. Ég með belti um mig miðja og hundinn bundinn við beltið, og svo skokkum við. Fluga stóð sig svona líka glimmrandi vel og dró mömmu sína alveg eins og hershöfðingi. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona CaniCross dót að utan, en svo leit ég ofan í skúffu hjá mér og sá fann líka þessa fínu lausn á því hvaða græjur ég gæti notað. Mittistaskan frá SBK og langur þunnur leðurtaumur voru það eina sem við þurftum. Mjög svo tæknilegt, en eins og maðurinn sagði: if your dog is overweight, you aren't getting enough excersize !
Á leiðinni tókum við Fluga nokkrar hlýðniæfingar, hælgangan er mjög góð, innkall á hæl er líka en við þurfum að bæta innkomuna á hæl. Stoppa á göngu er greinilega orðið eitthvað ryðgað en batnar hratt. Annars er ég með það sem við þurfum að snurfusa í hausnum, þarf bara að muna að finna mér reglulega tíma til að æfa þetta líka svo við getum farið í hlýðnipróf :D
Annars kemur meira seinna
Við tókum okkur til í dag og prófuðum okkur áfram í "nýrri íþrótt" þ.e. CaniCross. Þá er s.s. hundur í beisli fyrir framan mann í taum. Ég með belti um mig miðja og hundinn bundinn við beltið, og svo skokkum við. Fluga stóð sig svona líka glimmrandi vel og dró mömmu sína alveg eins og hershöfðingi. Ég ætlaði alltaf að panta mér svona CaniCross dót að utan, en svo leit ég ofan í skúffu hjá mér og sá fann líka þessa fínu lausn á því hvaða græjur ég gæti notað. Mittistaskan frá SBK og langur þunnur leðurtaumur voru það eina sem við þurftum. Mjög svo tæknilegt, en eins og maðurinn sagði: if your dog is overweight, you aren't getting enough excersize !
Á leiðinni tókum við Fluga nokkrar hlýðniæfingar, hælgangan er mjög góð, innkall á hæl er líka en við þurfum að bæta innkomuna á hæl. Stoppa á göngu er greinilega orðið eitthvað ryðgað en batnar hratt. Annars er ég með það sem við þurfum að snurfusa í hausnum, þarf bara að muna að finna mér reglulega tíma til að æfa þetta líka svo við getum farið í hlýðnipróf :D
Annars kemur meira seinna
laugardagur, mars 01, 2008
föstudagur, febrúar 29, 2008
Heimsins latasti bloggari
Það er alveg hellingur að gerast, eiginlega of mikið...
Og samt er ég ekki búin að skrifa neitt.
En ég get skýlt mér á bak við það að ég gat ekki komist inn á bloggið mitt í hinni tölvunni þar sem að hún slökkti alltaf á vafraranum þegar ég reyndi það.
Anyhow, hundafimifréttir : reglurnar hafa verið samþykktar *VEI* og erum við farnar að skipuleggja fyrsta mótið með almennilegum reglum. Nánar um það má sjá hér www.hundafimi.is
Það er sýning núna um helgina og eðli málsins samkvæmt er brjálað að gera hjá mér vegna hennar, er að sýna þó nokkra hunda og svona skemmtilegt.
Svo er alveg feikinóg að gera í skólanum og virðist ekkert ætla að hægjast á í því.
Og svo náttúrulega aðal fréttirnar
Ég er að sækja um að komast í dýralækninn í DK, þ.a. ef ég kemst inn þá flyt ég út í haust !!!
Bara svona ef ykkur langaði að vita það :P
Og samt er ég ekki búin að skrifa neitt.
En ég get skýlt mér á bak við það að ég gat ekki komist inn á bloggið mitt í hinni tölvunni þar sem að hún slökkti alltaf á vafraranum þegar ég reyndi það.
Anyhow, hundafimifréttir : reglurnar hafa verið samþykktar *VEI* og erum við farnar að skipuleggja fyrsta mótið með almennilegum reglum. Nánar um það má sjá hér www.hundafimi.is
Það er sýning núna um helgina og eðli málsins samkvæmt er brjálað að gera hjá mér vegna hennar, er að sýna þó nokkra hunda og svona skemmtilegt.
Svo er alveg feikinóg að gera í skólanum og virðist ekkert ætla að hægjast á í því.
Og svo náttúrulega aðal fréttirnar
Ég er að sækja um að komast í dýralækninn í DK, þ.a. ef ég kemst inn þá flyt ég út í haust !!!
Bara svona ef ykkur langaði að vita það :P
mánudagur, febrúar 04, 2008
World's best study partner
ZZZzzzZZZzzzZZZzzz
Þú lætur mig bara vita ef þig vantar eitthvað, heitari tær, göngutúr eða bara knús
föstudagur, febrúar 01, 2008
Vóóóóó
Langt síðan ég bloggaði síðast...
tisk tisk
Annars hef ég ekkert annað en frábærar fréttir að færa !!!!
Haldiði að kallinn hafi ekki tekið sig til og unnið hönnunarkeppni véla og iðnaðarverkfræðinga (sem var alltaf sýnt í "nýjasta tækni og vísindi" hérna á meðan það var og hét). Soldið fyndið þar sem að hann og félagar hans eru í véltæknifræði við HR en ekki verkfræði
Það var innskot í fréttum í kvöld sem má sjá hér
Ég er svo stolt af honum að ég er alveg að deyja !!! En þeir s.s. RÚSTUÐU keppninni, voru með fullt hús stiga í báðum ferðum(voru svo bara 2 aðrir sem náðu að klára brautinna í seinni umferðinni) og besta tíman í báðum ferðum.
tisk tisk
Annars hef ég ekkert annað en frábærar fréttir að færa !!!!
Haldiði að kallinn hafi ekki tekið sig til og unnið hönnunarkeppni véla og iðnaðarverkfræðinga (sem var alltaf sýnt í "nýjasta tækni og vísindi" hérna á meðan það var og hét). Soldið fyndið þar sem að hann og félagar hans eru í véltæknifræði við HR en ekki verkfræði
Það var innskot í fréttum í kvöld sem má sjá hér
Ég er svo stolt af honum að ég er alveg að deyja !!! En þeir s.s. RÚSTUÐU keppninni, voru með fullt hús stiga í báðum ferðum(voru svo bara 2 aðrir sem náðu að klára brautinna í seinni umferðinni) og besta tíman í báðum ferðum.
mánudagur, desember 31, 2007
Hér með lýsi ég stríði á hendur öllum þeim
fimmtudagur, desember 27, 2007
Jólakveðja

Gleðileg jól !
Ég veit að það er kominn 27. des og nokkrir dagar síðan aðfangadagur var en ég hef hreinlega ekki nennt að setjast niður og opna tölvuna yfir hátíðirnar. Jólin voru að venju stórgóð, byrjuðu reyndar nokkuð snemma þar sem að fyrsta jólaboðið var 21. des. Síðan hefur maður verslað, borðað, sofið og farið á hestbak. Pretty much my last 5 days...
Núna er ég SVO ÞREYTT !!! Fór á fætur fyrir 7 í morgun (reyndar nánast kl 7, bara flottara að segja að ég hafi farið á fætur fyrir 7) og að venju þá lærir maður aldrei af reynslunni og við skötuhjúin náðum að snúa sólarhringnum við ansi vel á svona fáum dögum. Þess vegna sofnaði ég ekki fyrr en eftir 3 þó ég hafi farið í rúmmið fyrir miðnætti... Ég sofna þá allavegana snemma í kvöld ! En á meðan þá keyri ég á 20 % getu enda orkulaus með eindæmum og ekki hjálpar myrkrið.
Annars erum við búin að taka inn og farin að ríða út. Það er eintóm hamingja með það á þessum bænum enda vonast ég til að lenda ekki aftur í vetri eins og síðasta vetri þar sem þau örfáu hross sem við tókum inn komu ekki fyrr en í lok mars byrjun apríl. Annars bættist aðeins við í fjölskylduna hjá okkur þar sem að á dögunum komu mæðgin sem búa núna í hesthúsinu, en það eru þau Þoka og Púki. Þoka er mamma Púka og koma þau frá Svönu vinkonu þar sem Þoku og hennar læðu linnti ekki nógu vel. Þau ætla að standa sig vel í að losa okkur við músapláguna sem virðist hafa tekið sér bólfestu í hlöðunni hjá okkur. En ég náttúrulega kvarta ekki yfir fjölguninni en N.B. ég bað ekki um þau heldur var það mamma ;)
Þoka hin gráa loðna læða
Púki svarti jólaköttur
En jæja þá er kaffipásan mín búin og ég þarf að halda áfram að vinna.
fimmtudagur, desember 20, 2007
laugardagur, desember 15, 2007
Jólin nálgast...
Óðfluga, eða eins og óð fluga.
Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D
Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.
Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...

Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk
Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.
Prófið mitt kláraðist loksins, núna get ég strokað út alla JAVA þekkinguna úr hausnum á mér hið snarasta :D
Annars er bara gott að frétta, jólin nálgast, hestarnir komnir a hús (og líta út eins og ísbirnir, Gosi minn þá sérstaklega), búið að járna, fara skeyfnasprettinn á öllu dótinu og allt. Ég skellti mér á Gosa minn í gær, það var stormviðvörun um landið allt (var samt bara soldill vindur, enginn stormur) og þrumur og eldingar í ofanálag. En það var allt í góðu.
Svo skellti maður sér náttúrulega uppeftir í dag, naut þess að geta dúllast í hesthúsinu allan daginn, átti aðeins við Skjónu mína líka, en hún hefur orðið soldið útundan í stóðinu mínu og hún skal vera tamin. Annars er hún svo róleg og stapíl að hún er nánast eins og hún sé orðin tamin...
Mynd af henni sem var tekin í upphaf ársins, hún er soldið fótógenísk
Svo bættist aðeins við í fjölskylduna í dag, ég og Dóra fórum á Kjalarnesið til Svönu og tvær af kisunum hennar eru núna fluttar í hesthúsið til mín. Ég er alveg himinlifandi með þær og þær eru akkúrat það sem ég var að leita að, þvílíkt hundvanar og láta forvitnina í hundunum ekkert á sig fá. Þær fá að gista þessa nóttina inn í kaffistofu (allt dótið þeirra þar inni, matur, sandur og svona) svo fá þær að vera bara þar sem þær vilja, maður er svo mikið þarna uppfrá að þeim á lítið eftir að leiðast. Ég ætla að reyna að muna að taka með mér myndavélina upp í hesthús á morgun og þá kanski næ ég góðum myndum af þeim.
föstudagur, nóvember 30, 2007
Lélegur bloggari
Já, ég er lélegur bloggari og ég veit það, get lítið að því gert en kenni alltaf einhverju tímaleysi um...
Annars er hellingur búinn að gerast "síðan síðast", veit að ég hef sagt það áður.
Núna sit ég allavegana upp í sófa að njóta þess að gera ekki neitt, undir sæng að horfa á The Mask (smá nostalgíufílingur í gangi) og planið um helgina er að slappa af, sofa út, fara í ræktina (ef löppin leyfir), klára heimaverkefnið í forritun og leika mér. Það áhugaverðasta kanski sem gerst hefur núna er að mamma og Unnar drifu sig loksins í því að gifta sig, athöfnin fór fram fyrir viku síðan, á 40 afmælisdegi Unnars (hann man það þá líka alltaf hvenær þau eiga brúðkaupsafmæli) og svo á laugardeginum var haldið upp á afmælið með einni skemtilegustu veislu sem ég hef farið í. Kvöldið var æðislegt, fólk kom af öllu landinu og jafnvel erlendis frá. Það var þó ekki fyrr en á kvöldinu að því var uppljóstrað að þau væru gift ( þeim tókst þó samt ekki að halda því alveg leyndu fyrir öllum en þetta kom þó flestum á óvart). Einnig var því uppljóstrað að ég væri orðin Unnarsdóttir en það er nú önnur saga.
Mamma og Unnar, innilega til hamingju með allt :D
Það er líka búið að vera nóg að gera í hundaskólamálunum, búin að vera að kenna eitthvað nánast á hverju kvöldi, vera á fyrirlestrum og það ætlar lítið sem ekkert að fara að hægjast á í þeim málum á næstunni. Það er töluvert um pælingar og hræringar i kringum mig núna en lítið að gerast hjá mér akkúrat í augnablikinu en það breytist nú vonandi "some day soon". Ég myndi allavegana ekki kvarta yfir því ef það bættist við hvolpaskott á heimilið ;)
Voðalega verður maður alltaf andlaus þegar maður loksins gefur sér tíma til að rita eitthvað niður svona...
later
p.s. finnið þið okkur Flugu á þessum lista
Annars er hellingur búinn að gerast "síðan síðast", veit að ég hef sagt það áður.
Núna sit ég allavegana upp í sófa að njóta þess að gera ekki neitt, undir sæng að horfa á The Mask (smá nostalgíufílingur í gangi) og planið um helgina er að slappa af, sofa út, fara í ræktina (ef löppin leyfir), klára heimaverkefnið í forritun og leika mér. Það áhugaverðasta kanski sem gerst hefur núna er að mamma og Unnar drifu sig loksins í því að gifta sig, athöfnin fór fram fyrir viku síðan, á 40 afmælisdegi Unnars (hann man það þá líka alltaf hvenær þau eiga brúðkaupsafmæli) og svo á laugardeginum var haldið upp á afmælið með einni skemtilegustu veislu sem ég hef farið í. Kvöldið var æðislegt, fólk kom af öllu landinu og jafnvel erlendis frá. Það var þó ekki fyrr en á kvöldinu að því var uppljóstrað að þau væru gift ( þeim tókst þó samt ekki að halda því alveg leyndu fyrir öllum en þetta kom þó flestum á óvart). Einnig var því uppljóstrað að ég væri orðin Unnarsdóttir en það er nú önnur saga.
Mamma og Unnar, innilega til hamingju með allt :D
Það er líka búið að vera nóg að gera í hundaskólamálunum, búin að vera að kenna eitthvað nánast á hverju kvöldi, vera á fyrirlestrum og það ætlar lítið sem ekkert að fara að hægjast á í þeim málum á næstunni. Það er töluvert um pælingar og hræringar i kringum mig núna en lítið að gerast hjá mér akkúrat í augnablikinu en það breytist nú vonandi "some day soon". Ég myndi allavegana ekki kvarta yfir því ef það bættist við hvolpaskott á heimilið ;)
Voðalega verður maður alltaf andlaus þegar maður loksins gefur sér tíma til að rita eitthvað niður svona...
later
p.s. finnið þið okkur Flugu á þessum lista
mánudagur, nóvember 26, 2007
Hmmmmm
Þessir menn eru að setja upp hindranir fyrir bíla svo að þeir leggi ekki upp á gangstétt fyrir utan írskan sportbar. Þeir eru að ganga frá eftir daginn.Hvað ætli það taki þá langan tíma að átta sig á þessu???


föstudagur, nóvember 23, 2007
Smá húmor í lok próftarnar
Kennari með húmor skilaði þessu prófi af sér...

mánudagur, nóvember 12, 2007
Aldrei fær maður frið fyrir papparössunum...
Allavegana þá skelltum við skötuhjúin okkur á Uppskeruhátíð Hestamanna á laugardaginn og skemmtum okkur vel. Við það tækifæri náðist þessi mynd af okkur (og fleirum reyndar :Þ)

laugardagur, nóvember 03, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
fimmtudagur, október 25, 2007
Heimsins lélegasti bloggari
Já, ég verð eiginlega að flokkast sem heimsins lélegasti bloggari, hef ekki skellt inn línum í að verða mánuð og samt er hellingur búinn að gerast á þessu tímabili. Jæja smá yfirlit
*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.
En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.
En jæja núna er kaffipásan mín búin...
*Það var hundasýning fyrstu helgina í október, ég sýndi nokkra hunda með ágætis árangri á laugardeginum og eyddi síðan sunnudeginum í að rita dóma í einum hringnum. Úrslit sýningarinnar voru mér mjög að skapi þar sem að Dísa kom alla leið frá Spáni og sigraði með Gildewangen's Istan sem er gríðarlega flottur hundur og vel að sigrinum kominn. Hann varð síðan stigahæsti hundur ársins ásamt nýja bennanum hjá Guðnýju hjá Sankti Ice (sem er btw guðdómlega flottur benni). Fynda var að á þessari sýningu varð schaferinn BIS og benninn BIS II en í sumar var það akkúrat öfugt.
*Helgina eftir það fórum við til Húsavíkur, það var í fyrsta skiptið sem ég hef komið þangað og í fyrsta skipti sem Valdi náði gæs en þeir fóru á gæsaveiðar að Björgum þ.a. núna á ég gæsir í kistunni hjá mér.
*Hundafiminámskeið eru hafin loksins og það var mjög góð skráning. Við erum með tvö námskeið í röð þ.a. núna er hundafimi á þriðjudagskvöldum, hvolpaskóli á miðvikudagskvöldum og hundafimi á fimmtudagskvöldum.
*Ég er með nokkur "leyniproject" í gangi núna sem verður allt kynnt þegar það er tilbúið þ.a. þið verðir bara að bíða spennt.
En tímarnir hafa ekki bara verið góðir, því að núna á stuttum tíma hafa tveir frábærir hundar sem ég þekkti fallið frá og votta ég eigendum þeirra alla mína samúð ! Einnig týndist skjóna okkar Valda og fannst svo látin fyrir stuttu. Þetta er fyrsta hrossið í okkar eigu sem hefur fallið frá, en hún náði aldrei að sætta sig í haganum og var dugleg að reyna að stelast yfir skurðinn en að lokum náði skurðurinn henni. Þetta er mikil missir því þetta var stór og falleg meri og var af mjög skemmtilegum ættum.
En jæja núna er kaffipásan mín búin...
föstudagur, september 28, 2007
enn eitt videoið
Fannst þetta bara það flott að ég yrði að sýna ykkur það
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)