laugardagur, desember 30, 2006

Smá breytingar

Jæja ég er aðeins að fikta í blogginu, þ.a. ekki láta ykkur bregða :)

Fluga

Fluga er fyrsti hundurinn minn sem var algjörlega hundurinn minn. Fyrir átti ég/fjölskyldan litla poodle tík sem hét Kátína. Fluga fæddist á Blesastöðum á Skeiðum sumarið 1998, þar sem ég vann þegar hún fæddist, og eftir það sumar kom ég heim með hund og hest, sem ég á enn í dag.



Fluga er besti hundur sem hægt er að hugsa sér að eiga, hún er óendanlega hlýðin, þolinmóð, gáfuð og endalaust til í að læra. Hennar afrekaskrá lengist sífellt, hún hefur þrisvar unnið íslandsmót/meistaramót Íþróttadeildarinnar í Hundafimi, og bikarahillan okkar er orðin full af hennar verðlaunum (já og verðlaununum hans Valda líka).

Þessi mynd er tekin á íslandsmeistaramótinu 2002 þar sem við stóðum uppi sem sigurvegarar.



Þessi er frá nýskírða Meistaramóti þar sem við Fluga stóðum líka uppi sem sigurvegarar, mjög skemmtileg stund því húsfylli var í höllinni þrátt fyrir rosalegan kulda...



Þegar hún var 5 ára gömul tókum við upp á því að æfa með BHSÍ og á örstuttum tíma náðum við C-gráðu í víðavangsleit, þetta er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið með mínum hundi, en vegna anna í námi hef ég bara ekki haft tíma til að æfa. En þetta mun koma í framtíðinni, með einhvern annan hund.

Fluga hefur alltaf verið dáldið feimin við aðra hunda, og er ekki vel við "dónalega hunda", hún vill helst að þeir hunsi hana alveg og þá eru þeir rosaelga skemmtilegir. En hún er aftur á móti svo rosalega boltasjúk og einbeitt á boltann að þegar boltinn er í leik þá skiptir ekki máli hvað er að gerast í kringum hana eins og sjá má

þriðjudagur, desember 26, 2006

***---- JÓL ----***



Gleðileg jól allir saman :D

Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar, ég hef svo sannarlega allavegana gert það ! Hátíðirnar hafa annars verið ansi hefðbundnar hjá mér, svona líkt og ávalt. Á aðfangadag þá er allt á síðasta snúning, keyra út pakkana til allra ættingja, svo förum við heim til mömmu með fullan bíl af pökkum, og mér finnst ekki vera komin jól fyrr en ég sest við matarborðið klukkan sex með risastóra, skreytta jólatréð. Þá eru komin jól.

Annars eru soldið fyndnar þessar hefðir sem maður hefur skapað sér í gegnum árin. Maður er rosalega fastur í því að vilja hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, mér finnst hann rosalega góður, sérstaklega hryggurinn hennar mömmu, en ég gæti ekki borðað hann einu sinni í mánuði. Þá tapar hann "helgistatusnum" sínum. Sumarið 2004 og 2005 fékk ég hamborgarhrygg í hverri viku og það eyðilagði soldið fyrir mér aðfangadagskvölds máltíðina.

Svo hefur skapast sú hefð að fara á bíó á annan í jólum. Síðastliðin 4 ár hafði maður allar Lord of the Rings myndirnar og svo King Kong, og það var alltaf gaman að sjá svona stórmyndir á hvíta tjaldinu. Þetta árið er maður í svolítilli klemmu því þetta árið er eiginlega ekki nein rosastór mynd sem mann langar að sjá. Við erum búin að vera að íhuga að fara á Eragorn en það er í raun eina svona almennilega stórmyndin sem er sýnd þessi jól. Við erum búin að sjá hina hálfíslensku Flags of our Fathers. Já, mér fynnst það soldil synd að LOTR bækurnar voru ekki fleiri, kanski ætti bara að gera mynd eftir Hobbitanum og Silmarilion líka.

laugardagur, desember 02, 2006

Rockstar tónleikar

Kíkti á rockstartónleikana í gær með Gerði (hún hálfdróg mig en takk fyrir það :S) og við skemmtum okkur brjálæðislega vel ! Rockstar liðið var frábært, fannst reyndar aðeins of mikið af krökkum í höllinni, en stemmingin náði sér alveg á strik að lokum. Svo er það bara lærdómur núna, og mig er líka farið að klæja í fingurnar að fara að taka inn. Það er orðið aðeins of langt síðan maður hefur komist í reiðtúr...

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Good times !

Það hefur verið ansi góður tími hjá mér undanfarið, er búin með 4 próf, ansi gott :D

Og svo þann 25 nóvember síðastliðinn (sama dag og ég tók síðasta prófið mitt í bili) þá var haldið hið nýja (tja eða nýnefnda ) Meistaramót í Hundafimi. Mótið byrjaði á krökkunum í unglingadeildinni og þau stóðu sig svo vel ! Hundarnir fengi reyndar smá "sjokk" þegar aðstæðurnar voru allt aðrar í keppninni heldur en á æfingum, en það skemmtu allir sér vel í kuldanum. Svo kom að byrjendaflokknum, Gerður, Hulda og Anna komu með skotturnar sínar og Gerður var hlutskörpust með Ísafold ! Congratulations !

Smáhundarnir voru ansi margir, frábær mæting hjá þeim, og hin unga Gríma og Amanda stóðu sig lang best og áttu verðskuldaðan sigur.

Svo að lokum kom að okkur í opna flokki stórra hunda, við hentumst út í frostið og kuldan og gerðum hundana okkar tilbúna fyrir átökin, svo þegar kom að Flugu og mér renndum við okkur inn í brautina, stilltum okkur upp og hlupum af stað, allt gekk vel, hún flaug í gegnum brautina á mjög góðum tíma, áhorfendur trylltust þegar við fórum yfir síðasta tækið og það var ekkert lítið gaman !!! Að lokum stóðum við uppi sem sigurvegarar á tímanum 34,6. Mikið gaman og fleiri verðlaun, held að ég þurfi að fara að stækka verðlaunahilluna. En já, ég á besta hund í heimi !

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Váááááá !

Helvíti flott, en soldið löng, þ.a. take your time !





sunnudagur, nóvember 12, 2006

Er í einhverju myndastuði...



Já það er ekki gott að hafa of mikinn tíma aflögu...

Tja aflögu eða ekki aflögu, get ekki alveg sagt að ég hafi endalausan tíma sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Það rétta er að ég hef of mikinn tíma til að hugsa. Próflestur fer oft þannig með mann, þegar maður er með nefið ofan í bók, einbeitir sér þvílíkt, þá vill hugurinn oft reika...

Mig er eiginlega soldið farið að langa bara í almennilegan snjó, ég er reyndar almennt ekki hrifin af snjó, aðalega vegna þess að manni verður ansi kalt á tánum á veturna, sérstaklega þegar maður er að ríða út. En ég aftur á móti þoli ekki svona hálfkák, ekki svona kanski snjó, kanski ekki snjó. Endalausa slyddu, kulda, rok og svoleiðis rugl er náttúrulega bara ekki sniðugt. Það hafa náttúrulega liðið nokkuð mörg ár hérna í borginni síðan það hefur komið almennilegur vetur. Undanfarna daga hefur fryst almennilega hérna, og á leið minni heim úr skólanum (um miðja nótt eftir hörkulestur og háfleigar hugsanir) sá ég stóran hóp ungra drengja (get ég mér til um) á bílastæðinu við Húsgagnahöllina, að nýta sér stórt gott bílastæði til þess að leika sér að því að renna sér ...

Á bílunum sínum...

Ég veit ekki hvaðan þessi hvöt kemur, að renna sér á ís í bíl. Reyndar mættu ansi margir útlendingar stunda þetta, tja eða taka nokkra tíma við þetta þegar þeir koma til landsins á sumrin. Það kemur alltaf fyrir á hverju sumri að einhver aumingjans útlendingur keyrir á malarvegi og ræður ekki við aðstæður á bílaleigubílnum sínum. Við íslendingar erum náttúrulega mun vanari þessu þar sem að ísakstur er greinilega að verða þjóðarsportið okkar.

En ef ykkur vantar eitthvað til að eyða smá stund kíkið endilega hérna

laugardagur, nóvember 11, 2006

Göngutúr í fyrsta vetrarsnjónum

Það var mikið fjör hjá okkur hundunum í göngutúrnum í gær eins og sjá má :D





























Mig langar samt í almennilega myndavél...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ert þú gæðablóð ?

Ekki ég...

Eða allavegana vill blóðbankinn ekki meina það, ég skellti mér í blóðbílinn þegar hann kom fyrir utan skólann hjá mér um daginn, var alveg þvílíkt hugrökk þar sem ég er nú með smá nálafóbíu eins og svo margir aðrir. Ég steig inn í bílinn, fyllti út einhvern spurningarlista eftir bestu samvisku og fór svo og talaði við einhvern hjúkrunafræðing. Hún fer yfir listann og spyr mig svo um yfirliðin sem ég hafði merkt við og vegna þess að það líður stundum yfir mig þá vildi hún ekki blóðið mitt...

Núna er stormviðvörun í gangi, veðrið er ógeðslegt og ég ætla að fara í göngutúr með hundana. Stubbur er í pössun og hundarnir þurfa að komast í göngu, nú verð ég dugleg, skelli mér út í snjógalla og hlý föt.

Lateeeer

laugardagur, nóvember 04, 2006

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Martha Stewart...

Eat your heart out !




Það getur sko enginn sagt að maður hugsi ekki almennilega um kallinn ;)

Mamma, til hamingju með afmælið í dag !!!!!

fimmtudagur, október 26, 2006

Asninn ég...

Hélt í alvörunni að hann væri að tala um bát...
Ég kann greinilega minna í sænsku en ég hélt, en ég er greinilega alls ekki nógu mikill nörd til að hafa getað vitað þetta

miðvikudagur, október 25, 2006

Myndir

Ég rakst á ansi skemmtilegar myndir hjá Kollu vinkonu (sem á Ask og Öglu) frá heimsókn Hvuttaklúbbsins upp í Mýrarkoti síðasta vor.


Gyðja litla fékk að fljóta með

Og skemmti sér konunglega









En þarna voru alls konar hundar...


Pommin Sara sem valdi að vera örugg upp á pallinum


Rottweilerinn Helja


Doermann hundurinn Arwen


Egla risaschnauzer






Askur var í essinu sínu, nánast einn um allar þessar stelpur (Birta golden er ekki alveg eins sátt við athyglina)


Auðvitað var Fluga stödd á óðalinu sínu, varð einhver að hafa stjórn á þessum skríl :)


og Ísafold var dugleg við að vera skugginn hennar, enda er Fluga ídolið hennar Ísafoldar


Egla var eitthvað ósátt við að fá ekki að smakka grilluðu pylsurnar


smá kaos í gangi


Ísafold fílaði sig í botn í sveitinni




Og Gyðju þótti þetta ekkert leiðinlegt heldur

miðvikudagur, október 18, 2006

*_*_*_*_*_*

Jæja það er mikið að gera þessa dagana, eiginlega aðeins of mikið að gera. Er allt of mikið sem mann langar að gera, en of lítið sem maður hefur tíma til að gera (nú eða efni á...). Skólinn er alveg á fullu núna og það er allt á haus. Síðustu daga er ég búin að vera að hugsa aðeins of mikið, það er svo mikið sem mig langar til að gera, svo mikið sem mig langar í, en hvorki eru tími né peningar. Það er nú eiginlega helst af því að allt sem mig langar í kostar mikin mikin pening.

Í fyrsta lagi þá langar mig að endurinnrétta íbúðina aftur, en það er alveg verkefni upp á nokkur hundruð þúsund, þ.a. það verður að bíða aðeins. Svo langar mig að fjarlægja runnana í garðinum (það er reyndar kominn tími til þess að klippa þá núna, en maður hefur hreinlega bara ekki tíma), setja upp girðingu, pall, lítið garðhús fyrir slátturvélina og svona. En það kostar náttúrulega líka pening, mikinn pening þ.a. það verður líka að bíða betri tíma. Svo langar mig eiginlega að fá bara sumar aftur, langar að setja einhverja fallega skriðplöntu í garðinn, veit m.a.s. alveg hvar ég vill setja hana, og svo bara blóm, falleg blóm. Annars er ég svo sem ekkert ósátt við veturinn, það eina slæma er kuldinn.

Mig langar reyndar líka alveg ferlega í góða digital myndavél, langar alveg rosalega að geta tekið skemmtilegar myndir, af hundinum, hundum, hestunum okkar og svona. Það er alltaf gaman að eiga fallegar myndir af einhverju sem manni þykir vænt um upp á vegg.

Svo langar mig auðvitað í annan hund, en það mun náttúrulega alltaf vera til staðar. Þeir sem þekkja mig vita það alveg, sú löngun hverfur aldrei. En fjöldinn af tegundum sem eru að heilla mig eykst alltaf. Það er náttúrulega alls ekki gott, ég hef ekki gott af meiri "óákveðni". En það reddast nú bara einhverntíman í framtíðinni :D

Annars erum við Fluga litla bara almennt í góðum gír, við fórum loksins á hundafimiæfingu í vikunni, í fyrsta skiptið eftir að hún slasaði sig. Ég get ekki séð fyrir mitt litla líf að hún sé eitthvað að hægja á sér, alltaf jafn mikill nagli. Hún fékk að vera kennsluhundur hjá ungu sýnendunum, en hún hafði nú samt ekki eins mikið gaman af því að þurfa að liggja kyrr á meðan ég var að aðstoða stelpurnar en það var nú allt í lagi, enda er hún svo hlýðin litla skottan. En mikið rosalega er ég ánægð með þessa hunda sem hafa verið að mæta, margir hundar þarna sem eiga eftir að verða rosalega góðir ef þeir halda áfram á þessari braut. Svo er reyndar ein lítil skotta þarna sem minnir mig soldið á Flugu þegar hún var ung, af tegund sem ég bjóst aldrei við að myndi heilla mig. Litla Border Terrier tíkin hún Rökkurdís er alveg ferlega skemmtileg, algjör nagli og hefur alveg rosalega gaman af því að vinna með mömmu sinni. Svo er Rispa litla (sheltie) líka mjög skemmtileg en ég hef nú lengi verið hrifin af sheltie, þ.a. það eru nú engar "fréttir". Svo eru líka margir Cockerar þarna sem eru yndislegir, og Cavalierar. Svo er reyndar líka ferlega skemmtileg Beagle tík sem er að standa sig rosalega vel og er að koma mér virkilega á óvart. Og svo hafa líka verið að koma skemmtilegir border blendingar og íslendingar, en það kom mér svosem ekkert á óvart ;)


En jæja þangað til næst...

fimmtudagur, október 12, 2006

bloggedí blogg

Já, maður hefur nú ekki alveg verið nógu duglegur við bloggið undanfarið. Það er nú kanski ekki alveg nógu gott, en það eru nú ekki svo margir sem lesa þessar hugleiðingar mínar hvort eð er :Þ

Annars er nú bara gott að frétta, um síðustu helgi var haustsýning HRFÍ, og þeim hundum sem ég fór með gekk nú bara ansi vel. Byrjaði daginn á því að skottast með Púka litla, og viti menn, haldiði að hann hafi ekki fengið fyrstu einkun (gott), íslenskt meistarastig (mjög gott) og alþjóðlegt meistarastig (frábært !!!), hann varð svo þriðji besti rakkinn, en pabbi hans varð besti rakinn. Schaferinn var svo frekar hectik, allir hundarnir fengu fyrstu einkun og framhald, þ.a. þegar komið var í opinn keppnisflokk var orðinn soldill skortur á handlerum :S Það lukkaðist nú allt að lokum.

Annars var ég með ferlegar pælingar í gærkveldi um það hvað ég ætti að skella í bloggið mitt, ýmsar afar háleitar hugsanir í gangi, en svo man maður auðvitað bara ekki neitt...

Anyhow, núna ætti maður að reyna að taka sig á í blogginu !

miðvikudagur, september 20, 2006

Nú er það svart !

Ég er búin að sjá það að ég er háð hundinum mínum.

Það er ekki eins að fara einn út að sprikla og hreyfa sig eins og að hafa hundinn með sér í för. Þetta sér maður ekki fyrr en einn partur af jöfnunni ég+hundur+útiver = hamingjusöm Silja hverfur. Núna er Fluga litla slösuð, henni tókst að skera á sér þófann í göngutúr í gær. Við kíktum svo til doktorsins í dag og létum lappa upp á hana, hún var svæfð, hreinsuð, saumuð og búið um, fékk svo óteljandi sprautur, vaknaði, var vönkuð og asnaleg og við fórum svo heim. Núna er hún með mjög stílhreinar grænar umbúðir á hægri afturfæti, sem hafa allavegana fengið að vera í frið enn sem komið er. Svo liggjum við núna saman upp í sófa, undir teppi að kúra, hún slösuð og ég kvefuð...

Góðar saman mæðgurnar !

þriðjudagur, september 19, 2006

DÍF sýning

Núna á sunnudaginn var haldin deildarsýning DÍF. Ég fór á þá sýningu þar sem að ég var að sýna hana Kersins Urði fyrir Sillu.

Hún er algjört yndi þessi tík, kom til mín með flugi á föstudagskvöldinu og var hjá mér um helgina, Fluga var ekki endilega fullkomlega sátt en þær báru fulla virðingu fyrir hvor annari. Allavegana þá renndi Silla við hérna á sunnudagsmorguninn og kippti okkur Urði upp og við brunuðum áleiðis upp í Ölfushöllina.

Fyrst inn var Syrpa hennar Sillu í hvolpaflokki, Skráma systir hennar var sýnd líka og þær stóðu sig svo vel stöllurnar, heyrðist ekki bofs í þeim allan tímann ! Syrpa var í öðru sæti og Skráma í fjórða, flott það.

Svo var næst inn Surtur og Séra Sómi í opnum flokki rökkum. Silla fór með Surt og ég með Sóma. Í opna flokkinum voru alls 3 svartir rakkar, því Týri pabbi þeirra var þar líka. Sómi hefði alveg getað hagað sér betur, en það heyrðist ekki bofs í honum, bara svona lágt urr því hann langaði að borða alla karlhundana í hringnum. Taumurinn hans hefði líka getað verið betri því þegar ég kom svo að lokum út úr hringnum var ég með tvær blöðrur á puttunum eftir hann...

En hann var samt bara sætur, og kom mér mikið á óvart því Silla fór með Surt, dómarinn var ekki alveg nógu ánægð með hann og hann fékk aðra einkun, og svo Týri líka þ.a. þegar röðin var komin að mér að fara með Sóma þá gerði ég fastlega ráð fyrir því að fá aðra einkun, en viti menn, haldiði að hann hafi ekki knúsað dómarann aðeins og brætt hann hressilega og stóð uppi með rauðan borða fyrir vikið !!! Við náðum reyndar ekki sæti, en það kom mér svosem ekkert á óvart því gæðin á hundunum þarna voru mjög há, mikið af fallegum karlhundum. Svo þegar út úr hringnum var komið tók ég við Urði litlu skellibjöllu. Hún saknaði mömmu sinnar aðeins en við náðum að bæta úr því, en svo þegar við biðum eftir því að fara inn í hringinn þá fannst henni þetta allt saman engan veginn nógu spennandi, og skottið lak ALLTAF niður þegar hún stóð kyrr. Í þokkabót var hún alveg feldlaus, nema bara á buxunum og skottinu, annars staðar var enginn undirfeldur ! Því fórum við inn í hringinn og gerðum ekki ráð fyrir miklu. Þegar kom að okkur að fara fyrir dómarann byrjar Urður auðvitað á því að knúsa hana almennilega, svo skoðar hún hana á hreyfingu, skoðar tennur, mælir hæð og þegar hún ætlar að skoða feldinn hendir Urður sér á bakið fyrir klór, og dómaranum fannst það nú bara fyndið og sætt. Svo þegar við vorum að stilla okkur upp gat hún auðvitað aldrei haldið skottinu uppi...

En viti menn, haldiði a hún hafi ekki líka fengið rauðan borða og þessa líka fínu umsögn, þar sem dómarinn m.a.s. tók fram að hún hefði gott skott ! Svo endaði sýningin á því að hálfbróðir Urðar, hann Kersins Orri kom, sá og sigraði og stóð uppi sem besti hundur sýningar ! Til hamingju með það Linda.

Virkilega fallegur hundur hér á ferð !


Og svo tók venjulega lífið við, skóli og nám, og flensa, því núna sit ég heima að drepast úr kvefi og að fara í fyrsta boot camp tímann á eftir...

I hope I will survive

laugardagur, september 16, 2006

Þetta er bara creapy

vá ískyggilegar staðreyndir eða hvað ?
11.9 - Afhverju?

1. Í New York City eru 11 bókstafir

2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir

3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.

4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið

2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)

3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)

4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)

5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)

2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)

3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins

* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:

"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.

The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and

while some of the people trembled in despair still more rejoiced:

For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:

* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:

1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.

2. Litaðu Q33 NY

3. Breyttu stafastærðinni í 48

4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1) ÓGNVEKJANDI!!

Ískyggilegt......


HVað finnst ykkur um þetta???

miðvikudagur, september 06, 2006

-------

Hvað segiði, var ég ekki búin að lofa ykkur myndum !