föstudagur, desember 31, 2010

Annáll 2010

Jahérna, árinu er að ljúka enn og aftur, og komið að næsta annáli. Mér finnst grínlaust eins og ég hafi skrifað síðasta annál fyrir mánuði síðan, en það er kanski eitthvað tilfallandi með tímann, því mér finnst án gríns eins og hann fljúgi hjá.

En já, árið byrjar víst á Janúar. Við Valdi vorum nýbúin að halda okkar fyrstu jól alveg ein, saman í baunalandinu, en hann átti frí frá skólanum allan mánuðinn og notaði tímann til að vera á Íslandi. Hann eyddi reyndar nánast öllum mánuðinum í sveitinni að smíða hnakkastatíf og setja upp gerði og var ekki lítið sáttur með dvölina og "fríið" sitt. Held að það sé fátt annað sem hann hefði frekar viljað eyða tímanum sínum í en að djöflast svona aðeins í sveitinni.
Fluga að vakta Valda í sveitinni

Drottningin í haganum
Orka í stóðinu
Hundarnir í sveitinni

Á meðan sat ég með sveitt ennið við einn svaðalegasta lærdóm á minni námsæfi enda lauk mánuðinum á viku prófatörn sem með réttu mátti kalla "Hell Week". Hún fór samt betur en á horfðist, en ég skal alveg fegin sleppa við að endurtaka þetta aftur. Danmörk tók sig svo annars til og bauð Valda velkomin með snjóþyngsta vetri í áraraðir. Snjómagnið hefði alveg sómað sér vel á Íslandi, og það er eitthvað sem passar ekki alveg við að maður flytji af klakanum og á heitari slóðir.

Dís á kafi í jólasnjó

Í lok mánaðirns bættist aðeins í húsgestina þegar lítil papillon skvísa kom í tímabundna pössun á leið sinni til Íslands. Hún fékk reyndar að veita vinkonu minni félagsskap fram að stóra ferðalaginu sínu, en náði samt að bræða okkur soldið.

Febrúar hélt viðteknum hætti með snjóþunga og köldum vetri, en við fengum óvæntan glaðnin tegar okkur áskotnaðist þessi líka stórglæsilegi litli Yaris, sem hlaut nafnið Silfur Þruman.Foreldarnir gáfu okkur hann í útskriftargjöf í tilefni útskriftar Valda úr Bsc náminu. Hann hefur komið að góðum notum við að komast á milli staða og hefur vægast sagt auðveldað okkur lífið hérna. Tilkoma hans varð reyndar til þess að farin var stórkostleg bílferð til Möggu vinkonu minnar í Belgíu (ekki Búlgaríu eins og einhver hélt). Ég var lengi búin að hugsa að finna einhverntíman tíma til að kíkja til hennar, en við vorum þrjár, ég, Dóra og Dís, sem lögðum af stað í langferð, og komum fjórar til baka.
Við Dís í Þýskalandi

Hluti af hópnum hennar Möggu, þeim var orðið soldið kalt

Dís og Orka voru ekki lengi að vingast

 Litla dýrið hún Orka kom nefninlega heim með okkur og dvaldi hjá okkur hérna í baunalandinu þangað til hún gat farið til Íslands. Dís fékk þar með lítin leikfélaga, sem gerði svo lítið annað en að stækka þangað til að hún náði fyllilega að halda í við hana í eltingarleikjum (ekki eins gaman þegar Dís gat ekki stungið hana svona léttilega af). Í febrúar byrjaði líka ný skólaönn hjá okkur Valda. Með þessu ferðalagi held ég að ég geti nánast fullyrt að Dís er orðin víðförlasti íslensk fæddi border collie, þar sem hún hefur komið núna til 5 mismunandi landa. Í þessum mánuði byrjaði að sjálfsögðu ný önn hjá okkur Valda. Ég fann fyrir ákveðinni spennu, þar sem að ég var loksins að fara að byrja á einhverju alveg nýju, einhverju sem ég hafði aldrei farið í og sat ekki með neitt "á bakinu" lík og áður, þar sem sumir kúrsar höfðu spannað allt að eitt og hálft ár í náminu hjá mér. Loksins fór ég að læra hvernig hlutirnir eru þegar hlutir fara úrskeiðis og sjúkdómar, veirur og snýkjudýr fara að herja á líkamann. 

Ekki slæmir göngufélagar



Í mars byrjun fór Flicka litla heim, þar sem hún nýtur núna lífsins með hóp af öðrum litlum "fiðrildum". Dís og Orka urðu miklar vinkonur og nánast óaðskiljanlegar.

Ansi algeng sjón á heimilinu

Vorið fór svo að láta sjá sig í baunalandinu, nokkuð fyrr en það gerir heima, og Valdi var komin með hest í létta þjálfun og kennslu (sem náði svo aðeins að vinda upp á sig) meðfram námi. Það var klárlega mikill kostur fyrir hann að geta komist á bak hérna, en á móti kom að við komumst að því hver munurinn er á að stunda hestamennsku hérna og heima.
Valdi og Goði á góðum degi
Annars var mars nokkuð fréttalítill mánuður, skólinn og lífið gekk sinn vanagang og allt lifnaði við þegar snjóinn tók að létta, en þessi vetur hafði verið gífurlega snjóþungur og erfiður, ólíkt fyrri árum. 

Í apríl kom loksins að því að lítill draumur rættist. Við Dís byrjuðum að æfa hundafimi, við fórum í fyrsta tímann okkar í byrjun apríl, rétt eftir páska.
Dís tilbúin að fara í pokann

Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar vorið kemur, því það kemur svo greinilega hérna úti. Á ótrúlega stuttum tíma er vorið  bara komið með grænu grasi og blómum. Við vorum úti hérna í páskafríinu líka því prófin hjá mér lentu strax eftir páska og ekki alveg ákjósanlegt að nota fríið í annað en lærdóm. Reyndar fer eiginlega allur okkar tími í lærdóm, en það er nú önnur saga.

Maí kom með lokaprófum og verkefnaskilum hjá Valda og nýjum kúrsum og enn meira af glænýju námsefni fyrir mig. Manni finnst stundum ekki sanngjarnt þegar sumir námsmenn klára sín próf í maí á sama tíma og ég sjálf á ennþá fjórðung eftir af mínu skólaári. Kosturinn við vorið er samt að maður nýtur útivistar enn meira og það kemur eitthvað upp á móti þegar maður er að svekkja sig á skólanum. Valdi hlaut svo þann heiður í maí að Verkfræðingafélagið gaf honum og félaga hans viðurkenningu fyrir Bs verkefnið þeirra, NoWay tækið fræga, fyrir einstaklega vel unnið og áhugavert lokaverkefni. Vorið á samt að koma með sól og sumaryl  en þetta sinnið virtist veturinn ætla að hafa áhrif á sumarið líka því það vantaði alveg þetta ekta sumarveður og lítið var um sólböð með námsbækur líkt og fyrri ár.
Allt orðið grænt og gróið

Litlan stækkar hratt

Júní var einmannalegur mánuður fyrir mig þar sem Valdi kláraði skólann sinn og fór heim að því loknu til að vinna. Dagarnir hjá mér voru mjög einfaldir og innihéldu áfram skóla, mikinn lærdóm og hundaviðrun. Valdi aftur á móti gat eytt sínum tíma í að kíkja í sveitina og dútlast í hestunum. Orka okkar þótti sérstaklega áhugaverð fyrir að vera, 3 vetra gömul, orðin í stærð og þroska á við fullvaxið hross.


Það var reyndar ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að setja hana undir hest, þó hún sé ótamin. Tjahh eða ótamin, hún er eiginlega sjálftamin, og gæfara tryppi eða hross finnst varla. Það er ekki hvaða 3 vetra tryppi sem er sem hægt er að hoppa á bak úti í mýri, án allra reiðtygja



Og svo eltir hún Valda bara eins og fulltamið hross

Þar sem ég átti von á folaldi þetta sumarið þá voru ófár ferðir sem einhver fjölskyldumeðlimur var sendur austur til að athuga hvort Þrá væri köstuð. Miðað við síðasta folald þá átti það að passa ágætlega að hún myndi kasta um miðjan mánuðin, en hún hélt aðeins í sér og kom ekki með folaldið fyrr en í lok júní, og þá nánast eftir pöntun. Ég fékk upphringinu þegar ég sat við lestur þar sem mamma hringdi til að tilkynna mér það að merin væri loksins köstuð og mér hafði fæðst móálótt meri. Það litla sem ég varð kát því þetta var alveg draumablandan, rétt kyn og réttur litur. Eitthvað var hún samt óhress litlan og hún þurfti að fá sýklalyf þ.a. Valdi renndi austur á hverjum dagi fyrstu vikuna til að gefa henni meðalið sitt og var svo vænn að taka fínu myndavélina með sér og náði ansi skemmtilegum myndum af henni sprikla í sveitinni.


Í júlí kom ég loksins heim líka, en Dís varð eftir í útlandinu í góðu yfirlæti hjá Ebbu og Indriða, stórgóðum vinum sem tóku að sér að dekstra hana á meðan við vorum heima. Ísland tók ansi vel á móti mér líka, með góðu veðri, góðum manni, góðri fjölskyldu og Flugu minni. Ég eyddi sumrinu í praktík í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, og það var í einu orði sagt frábært, ég lærð alveg óendanlega mikið og þær voru bara yndislegar þar. Að sjálfsögðu eyddum við öllum helgum í sveitinni, já og eiginlega öllum lausum tíma. Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með ungviðinu vaxa.

Ræktandi og "ræktaði" horfast í augu
Atlas, veturgamli Artemisar og Arisar sonurinn er að þroskast rosalega skemmtilega, og hefur enn um sinn fengið að halda kúlunum. Við erum virkilega spennt að sjá hvernig hann kemur út, þar sem hann er frumburður Artemisar okkar sem við bindum miklar vonir við sem ræktunarhryssu. En þegar hér er komið sögu var búið að ráðstafa þremur merum undir hesta allt í allt hjá okkur í sumar. Hjá okkur fór Artemis undir Sæ og Orka undir Þrumufleyg, og foreldar mínir settu Þrá undir Þrumufleyg líka. Næsta sumar verður því einstaklega frjósamt og mikil fjölgun í litla stóðinu. Eina pörunin samt sem er líkleg til með að koma með einhverja litagleði er Artemis og Sær, þar sem möguleiki er á ýmsum litum, en Þrá og Orka eiga eftir að eignast rautt eða brúnt afkvæmi. Ekki það að maður ríði langt á litnum, en þegar maður þarf að bíða svona lengi með að sjá almennilega hvernig þau eru, þá er þetta litla "litalottó" eitthvað smotterí sem maður getur látið sig hlakka til í biðinni eftir folaldinu. En þar sem Þrá var farin með litlu merina, sem hlaut nafnið Þoka, undir Þrumufleyg, þurftum við að renna austur í Landeyjar til að ég fengi nú að sjá djásnið sjálf.

Þoka litla getur sko alveg hreyft sig
Litli frændi minn naut þess að lesa um hundaræktun með mér í góða veðrinu

Í lok júlí kíktum við norður á Mærudaga. Þeir eru virkilega skemmtileg bæjarhátíð á Húsavík, þar sem bærinn er skreyttur á allan mögulegan og ómögulegan máta.  

Valdi "repricenting" fyrir bleika hverfið
Fjölskyldan á hestasýningu
Fallega litla músin mín
Alex Máni eithvað ekki sáttur við skemmtikraftinn
Flottir saman
Myndavélastríð, eða kanski ekki 
Mæðgur að pósa í miðnætursiglingu
Verið að taka sér pásu á göngunni og njóta umhverfisins
Fluga vaktar endur og gæsir
Í ágúst voru flest hross á landinu farin að hressast og við gátum aðeins lagt á hestana í Mýrarkotinu. Þeir voru reyndar allir járnalausir, en stuttu sprettirnir (réttara sagt göngutúrarnir, þeir voru jú járnalausir) voru til að meta ástand hrossanna eftir veikindin, en þeir virtust flest allir vera ná sér vel. Hestaveikin setti hressilega strik í reikninginn þetta árið þar sem lítið sem ekkert var riðið út og engin var hestaferðin. Þetta er í fyrsta skiptið árum saman sem við fórum ekki í neina hestaferð um sumarið. 


Um miðjan mánuðin lauk sumarfríinu mínu og ég fór aftur út, en Valdi varð eftir og vann aðeins lengur en kom svo líka út í lok mánaðarins. Við Dís höfðum ærið verkefni fyrir höndum þar sem við vorum að fara að leggja í vefþjálfun eftir kúnstarinnar reglum. Í lok mánaðarins tókum við okkur smá fríhelgi þar sem við kíktum ásamt vinum í sumarbústaðarferð á norður Sjáland, og vorum étin lifandi af stökkbreyttum mosquito flugum.

Í September byrjaði svo skólinn aftur hjá okkur báðum. Valdi byrjaði í síðustu kúrsunum sem hann tekur í náminu sínu og svo þegar þeim lýkur tekur masters verkefnið hans við. Ég sjálf byrjaði á 3. árinu mínu í náminu, og sé fram á að verða hálfnuð núna rétt eftir áramót. Mér finnst það ennþá stórfurðuleg staðreynd því mér finnst ekki beint langt síðan ég flutti hingað út nánast blaut á bakvið eyrun. En hvað um það, lífið hérna úti hélt áfram, með nýjum kúrsum. Við fórum á árlega hestasýningu í Roskile (Hróarskeldu fyrir þá sem ekki tala dönsku) þar sem við sáum úrval af hestakynjum leika listir sýnar. Eftir daginn vorum við samt hrifnust af íslensku hestunum, en hverjum þykir jú sinn fugl fagur.
Þessi var vel skreyttur, Valdi er eins og písl við hliðina á honum
Kerrukappreiðarnar voru mest spennandi íþróttin sem við sáum
Lippizianer hestar í skrautreið
Þessi sýndu ótrúlegustu loftfimleika sem við höfum nokkurntíman séð

Við Dís mættum svo í fyrsta skiptið í ár í hringinn á Köbenhavn Winner, fengum fína krítík, VG og annað sætið í opnum flokki. Ég var mjög sátt við einkunina, sérstaklega í ljósi þess að Dís var alveg nánast hárlaus

Í október fórum við í hina árlegu bústaðarferð, eða hyttetur, dýralæknanema, og í þetta skiptið fórum við í bústað ekki langt frá sem var ekki alveg eins og flestir eru vanir. Þar var ekkert rafmagn, enginn hiti og ekkert rennandi vatn. Við þurftum að sækja okkur vatn í brunn, sýja það í gegnum sýunarkerfi og sjóða það svo. Það var heldur ekkert rennandi vatn í klósetunum á staðnum, heldur voru þau klósett, yfir holu, sem var hannað þ.a. allur "afrakstur" klósettsins var til þess ætlaður að vera notaður sem áburður. Við þurftum að kveikja upp í kamínu og kynda hressilega á kvöldin þegar tók að kólna, líka til þess að hitinn myndi halda eitthvað inn í nóttina á meðan við sváfum. Þetta var rosalega spes, svakalega eftirminnileg og virkilega skemmtileg ferð, og ég get með sanni sagt að við gleymum þessari ferð seint. 

Í nóvember komu fyrstu próf ársins hjá mér, sem fóru ansi vel, og það fór að herða aðeins í róðrinum hjá Valda hvað verkefnaálag varðar. En prófavikunni fylgdi svo frívika, þar sem við fengum ansi skemmtilega heimsókn frá íslandi, þegar Fannar kíkti á okkur í helgarferð hérna í baunalandinu. Hann kom hlaðinn af glaðningi að heiman þ.a. það má með sanni segja að við séum vel sett fyrir jólin á þessum bænum. Að sjálfsögðu kíktum við í nýopnaða jólatívolíið og ég fór með drengina í jómfrúarferðina þeirra í dýragarðinn, sem er alltaf gaman enda virkilega góður dýragarður.
Ísbjörninn að snæðingi
Tígrisdýrin hafa það náðugt í rigningunni
Ekki beint árennilegir þessir félagar
Um miðjan mánuðin var Norðurlandamótið í hundafimi haldið hérna rétt hjá okkur og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið til að fylgjast með bestu hundunum á norðurlöndum þreyta brautirnar. Við sáum mikið af svakalega góðum hundum og Valdi tók eitthvað af þeim upp á nýja fína símann sinn. 

Og að lokum kom desember. Ég var svona eiginlega að vona að þessi vetur yrði ekki eins og síðasti en enn sem komið er virðist allt ætla að stefna í að hann verði lítið skárri en síðasti vetur. Nú þegar er búið að vera um 20 til 30 cm jafnfallið snjólag yfir öllu og virðist lítið benda til þess að hann ætli eitthvað að létta. Danir halda uppi viðteknum venjum með að kunna ekki að aka í snjó og klaka. Þetta virðist alltaf koma þeim jafn mikið á óvart á hverju ári, þvi umferðartafirnar og truflanir í almennings samngöngum eru eiginlega fáránlegar. En snjórinn gerir danmörku ansi jólalega engu að síður, þó maður sakni nú alltaf umstangsins sem íslendingar leggja á sig fyrir jólin í skreytingum, innan dyra sem utan. Danir eru reyndar að furða sig á þeim stórmerkilega atburði að það stefnir í að danir fái hvít jól tvö ár í röð. Það gerist víst alls ekki oft. Dís tekur hlutverki sínu sem yfirpassara stressuðu námsmannana mjög alvarlega.

laugardagur, desember 18, 2010

Smalaeðlisprófið hennar Dísar

Ég kom mér loksins í að skella upptökunni sem ég átti af smalaeðlisprófinu hennar Dísar á tölvuna. Ég hélt að ég væri búin að týna upptökunni en ég fann hana og kættist mikið og píndi Valda til að skella því á tölvuna hjá sér. Allavegana, Dís var rúmlega 7 mánaða gömul í eðlis prófinu, það var haldið í fyrstu frívikunni sem ég hafði í dýralæknanáminu og ég var ekki búin að sjá hana í rúma 2 mánuði þegar við skelltum okkur í það. Planið mitt var að mæta með hana alveg hráa til að meta hvernig eðlið hennar væri. Hún hafði aldrei séð kindur áður og hafði aldrei fengið að djöflast eitthvað í þeim en hún hafði fengið að smá forsmekk af hestum. En hérna fáiði allavegana að sjá afraksturinn af fyrstu kynnum Dísar af kindum, en vonandi kemst ég í að þjálfa hana í smölun hérna úti, það er allavegana einn af draumunum sem eru í hausnum á mér núna.

þriðjudagur, desember 07, 2010

Hvernig getur það meikað sens

Að það sé á annan bóginn skítkalt þegar hitastigið er í 2°C og það er ekki búið að snjóa, en það er bara milt og þægilegt þegar hitinn er sá sami, en það er búið að snjóa. Er rakin í alvörunni að fara svona illa með mann ? Maður er þó allavegana laus við þetta á klakanum, þar getur maður allavegana klætt af sér kuldann. Annars fyrst að það er nóg af snjó hérna í bili þá er ekki eins kalt eins og það hefur verið og maður kemst allavegana í göngutúra á kvöldin í myrkrinu, og sér hvert maður er að ganga.

Ókosturinn við snjóinn er að sjálfsögðu að það er ansi erfitt að æfa hundafimi almennilega þegar allt er á kafi í snjó. Væri allt í lagi ef við værum með smá snjó, en við höfum ekki verið með smá snjó hérna, heldur FULLT af snjó, það er svo mikill snjór hérna að hann myndi sóma sig vel í íslenskum vetri. Ég hefði alveg verið til í að þurfa ekki að taka pásu frá því sem við höfum verið að æfa en maður getur ekki alltaf stjórnað öllu, og ég efast ekki um að það sem hún hefur lært hingað til sitji sem fastast þangað til við náum að æfa næst. Ég held reyndar að flestir séu búnir að sjá þetta sem hafa haft áhuga á því en hérna er allavegana staðan eins og hún var áður en við "lentum" í pásu



Svo kíktum við um daginn á Nordisk Agility Mesterskap og það voru svona að hluta til smá blendnar tilfinningar að horfa á þessa geðveikt flottu og góðu hunda. Ég verð að segja að finnarnir áttu þetta mót nánast skuldlaust. Fyrirkomulagið var þannig að hlaupin var jumpers braut um morgunin og svo tvær agility brautir og var samanlagður árangur í öllum brautunum reiknaður til stiga í bæði liða og einstaklingskeppni. Það kom mér soldið á óvart hvað það voru margir hundar sem misstu kontakt á kontakt tækjunum og sumir fóru ranga braut. Flestir handlerarnir tóku því bara með kalda vatninu og héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér þótti mjög leiðinlegt að sjá handler með hund, sem gerði mistök í brautinni (sem eru jú ekki mistök hundsins heldur alltaf mistök stjórnandans) nánast labba útaf og ignora hundinn algjörlega. Mér fannst það mjög leiðinlegt að sjá enda var það ekki hundinum að kenna heldur handlernum.

Valdi tók upp eitthvað af hundunum á nýja símanum sínum og ef þið viljið kíkja á þau þá eru þau á youtube "stöðinni" minni http://www.youtube.com/user/hundaSilja

En það fer að styttast í annáls skrif... fjör :)

mánudagur, nóvember 15, 2010

Stundum skil ég ekki alveg

Hvað ég get verið vitlaus. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér soldið undanfarið hvað Dís er misjafnlega góð í hoppunum. Stundum gerir hún þau 100 % með fullum krafti og á fullri ferð, en svo á hún það til að verða hæg, verða rosalega ringluð á því hvað ég er að byðja um (sérstaklega þegar það kemur að erfiðum beygjum í kringum hopp og stjórnun sem hundar þurfa að vera virkilega mikið þjálfaðir í til að skilja 100% hvað stjórnandinn er að meina). Þegar hún skilur ekki hvað ég er að tala um, þá verður hún hæg, hún verður óörugg og í verstu tilfellunum þá á hún það til að slökkva alveg á sér (hefur gerst örfáum sinnum en ég farin að þekkja merkin þegar hún er farin meira í þá átt og reyni virkilega að koma í veg fyrir það). En þegar ég var að æfa með henni á föstudaginn síðasta þá fékk ég algjöra hugljómun, alveg skólabókar "light bulb moment". Ég er nánast ekki neitt búin að vera að verðlauna fyrir hoppin ein og sér. Hún fær nánast aldrei umbun eða verðlaun fyrir það eitt að hoppa, hoppin hafa í hennar huga frekar lágt skemmtunargildi því það er svo langt síðan hún fékk verðlaun fyrir það eitt að hoppa. Hoppin hafa bara orðið svona millitæki á milli þess að framkvæma einhver af erfiðu tækjunum sem við erum búin að eyða mun meiri tíma í að þjálfa, því þau eru jú erfiðari. Hopp er bara hopp.

Eða hvað, ef við horfum á þetta út frá venjulegri braut, þá eru á bilinu 12-20 hopp í einni braut, en yfirleitt bara einu sinni vef, brú, A, salt og þessi "erfiðari" tæki. Samt hættir manni rosalega til að eyða miklu meiri tíma í að verðlauna erfiðu tækin og miklu meiri tíma í að æfa erfiðu tækin, en þau mynda undir 25% af venjulegri braut. Og þessa gildru féll ég í alveg kylliflöt. Ég hef soldið verið að drífa mig ómeðvitað, já eða kanski meðvitað líka, að ná að komast á "réttan" stað í þjálfun með Dís m.v. hvar hún ætti að vera m.v. aldur. En það virðist oftar en ekki vera að verða til þess að ég er of mikið að hoppa yfir mikilvæga hluti í þjálfuninni þ.a. ég þarf án gríns að einbeita mér að því að æfa grunninn, æfa grunninn og ÆFA GRUNNINN ! Það liggur í alvörunni ekkert á, ég á ekki eftir að skrá hana í mót fyrr en á næsta ári þ.a. við höfum ennþá nógan tíma.

Annað sem ég ætla að bæta við þjálfunina hjá mér líka er að þegar ég er að hlaupa brautir (sem ég geri þegar ég mæti á æfingar hjá klúbbnum sem ég er að æfa hjá) þá ætla ég frekar að hugsa um flæði og að ná upp meiri hraða á þessum erfiðari köflum, því það sem hún gerir núna er að hægja á sér (æfingarnar eru settar upp fyrir fullþjálfaða hunda, með 2 fullum brautum, sem hentar í raun ekki mjög vel ungum og óreyndum hundum en við látum það ekki á okkur fá) þegar kemur að erfiðari stjórnunum á hoppunum og verðlauna fyrir hoppin !

En að öðru óhundatengdu, eða svona að hluta til. Núna er næsta blokk byrjuð og fyrsti alvöru dýralækningarkúrsinn er að byrja núna hjá mér, fyrsti kúrsinn þar sem við fáum að læra um sjúkdóma og lækningar á dýrum og fáum að komast í kynni við lifandi dýr og fara inn á smádýra og stórdýra spítalann. Miðað við það hvað ég horfi fram á að vera að læra núna og það sem eftir er af náminu þá skil ég ekki hvernig ég þraukaði fyrsta árið sem virðist bara engin tengsl hafa við dýralækningar. Þetta verður bara skemmtilegt úr þessu. Ég sé reyndar líka fram á dýrustu bókakaupin í náminu til þessa en þetta eru samt allt bækur sem ég á eftir að eiga og nota það sem eftir er þ.a. ég hugga mig alveg við það (fyrir utan það hvað þær eru geðveikt flottar).

En þá er ég allavegana búin að koma niður á blað svona mínum helstu hugsunum um stöðuna í dag og væntanlegar breytingar í þjálfun, svona þar sem að ég er mest að gera þetta fyrir mig sjálfa.

miðvikudagur, nóvember 10, 2010

Og tíminn líður

Þessa stundina nýt ég þess í þaula að vera í viku fríi, reyndar er þetta alveg 11 daga frí ef við tökum tillit til þess að það eru jú tvær helgar inni í þessu fríi mínu líka. En ég er samt að njóta þess í botn að hafa tima fyrir sjálfa mig, tíma fyrir Dís og tíma til að gera bara nákvæmlega ekki neitt. Dís er búin að fá dágóðan skamt af þjálfun þessa vikuna og við erum á leið í tíma í kvöld. Ég er að reyna að halda aftur af mér með að fara út og æfa fyrir æfinguna en ég ætla að láta æfinguna í kvöld vera nóg. Vefið er svona 95% tilbúið. Ég tók nokkrar æfingar með hálflokað vef (s.s. aðeins opið þ.a. væri auðveldara fyrir hana að finna rétta leið í gegnum allt vefið) og svo ákvað ég á einni æfingu að prófa fjóra póla af alveg beinu vefi og það tók nokkrar tilraunir með klikkernum en um leið og hún fattaði að hún ætti líka að ormast í gegnum þessa póla þó þeir væru alveg beinir þá kviknaði ljós í hausnum á henni. Næsta æfing hjá okkur eftir þetta var svo æfing með klúbbnum og ég ákvað að prófa að senda hana í fullt 12 póla vef til að sjá hvað hún myndi gera, en viti menn hún fór í vefið og byrjaði rétt en poppaði svo út úr vefinu eftir nokkra póla. Á fullu vefi vefar hún rétt í svona 70% tilfella en ástæðan fyrir því að hún poppar út úr vefinu er ekki að hún viti ekki hvað hún á að gera, heldur er hún vön að vefa í vefi þar sem hún getur sjálf ýtt pólunum til hliðar. Ef ég nota vefið mitt þá þarf ég alltaf að vera að laga vefið á milli skipta því hún beygjir pólana alltaf aðeins út til hliðar. Stóra vefið er með massívari pólum sem ekki er hægt að beygja og hún þarf að koma sér frekar í hreyfingarmunstur sem inniheldur stærri hreyfingu í gegnum vefið þ.a. hún sé ekki að rekast á pólana og poppa út úr vefinu þess vegna. Ef hún væri að vefa í vefinu okkar heima þá væri þetta ekkert vandamál enda frekar auðvelt fyrir hundana að beygja PVC pólana í því vefi líkt og Skuggi heitinn gerði alltaf svo skemmtilega.

Kontact þjálfunin gengur líka ágætlega, mér hættir reyndar alveg rosalega til að flýta mér mikið í þeim efnum af því að þegar það eru hlaupnar brautir á æfingum þá innihalda þær alltaf brú, A og salt og það er frekar leyðinlegt til lengdar að vera alltaf á sérdíl með að sleppa þeim þ.a. Dís fær að hlaupa brúnna og Aið í fullri hæð á æfingum á milli þess sem ég æfi það betur í "réttri hæð" á mínum eigin æfningum þess á milli. Ég er að vona að það komi ekki í bakið á mér þar sem að á æfingu fer hún brúnna t.d. í mesta lagi tvisvar og ég reyni þá frekar að viðhalda hraða og vera 100% á því að markera þegar hún hittir rétt á kontaktsvæðið. Ef ég fæ þetta í bakið seinna þá má alveg híja á mig !

Annars er ég að prófa soldið nýtt núna, ég ráfaði inn í hráfæðisbúð (fyrir hunda náttúrulega). Ég vissi af þessari búð hérna rétt hjá mér áður en hún flutti sig um set, en svo fann ég hana aftur um daginn rétt hjá staðnum þar sem hún hafði verið þ.a. ég kíkti inn. Ég er mikið búin að vera að láta mig dreyma um að eignast frystiskáp sem kemst inn í innréttinguna hérna, en það hefur ekki gengið vel að finna svona skáp, en það er eiginlega nauðsynlegt að eiga frystikistu eða frystiskáp til að geta fóðrað á hráfæði því annars væri ég í búðinni að versla  fyrir hundinn annan hvern dag. En þegar ég kíkti í þessa fyrrnefndu hráfæðisverslun (heitir reyndar Dansk Barf Senter) þá komst ég að því að ekki bara eru þeir með fáranlega breytt úrval af kjöti, beinum og innmat fyrir hunda (af öllum mögulegum og ómögulegum dýrategundum) sem þeir framleiða sjálfir, þá eru þeir líka með það sem þeir kalla "easybarf" sem er þurrkað hráfóður, s.s. þurrkað kjöt, innyfli, bein og fullkomlega samsettur matur, en frostþurrkaður þ.a. maður þarf ekki að eiga frysti heldur skellir maður þessu bara í skál og skellir smá vatni með og voila ! Hráfóður fyrir frystislaust fólk ! Eini gallinn sem ég sé er náttúrulega að einn stærsti kostur hráfæðis er að hundurinn þarf að tyggja almennilega og þ.a.l. uppfyllir fóðrið að hluta til tyggiþörf hundsins og það hreinsar líka tennurnar á meðan hundurinn borðar. Þetta fóður er í áferð eins og mulinn harðfiskur en þar sem að Dís bryður ekki þurrfóðrið sitt heldur gleypir það bara þ.a. það kemur út á það sama hvað þetta varðar. En stærsta breytingin er svo að í staðin fyrir þurrfóður einu sinni á dag alla daga vikunnar fær hún easybarf 5 daga vikunnar, 1 dagur er beinadagur og einn dag í viku fastar hún. Þeirra fóðursamsetning byggir á reynslu dýralækna og líffræðinga sem starfa með úlfa á norðurheimshvelinu og matarvenjum þeirra, þ.a. ég er soldið spennt að sjá hvernig þetta kemur út, en vonandi verð ég búin að eignast frystiskáp bráðum þ.a. ég geti bara fóðrað Dís á hráfæði einu saman. Ég er á þeirri línu að þar sem að hundar eru rándýr og meltingarfærakerfi þeirra er gert til að borða kjöt og innyfli og bein, að það sé ekki eðlilegt að fóðra þá á korni og kornvörum, og mig grunar rosalega sterkt að það sé aukin fylgni á milli t.d. aukinna tannvandamála og ónæmisvandamála sé samsetningin í fóðrinu sem hundum er gefin.

En ég þarf að plata Valda til að taka upp æfingu hjá okkur bráðlega til að aðrir geti séð stöðuna á vefinu til dæmis. 

þriðjudagur, september 28, 2010

Að hlusta á sjálfa mig

Ég er búin að vera mikið að velta því fyrir mér, nei eiginlega að velta mér upp úr því, hvers vegna vefið hjá Dís hefur verið svona spes síðustu 2 æfingar. Ég var að reyna að færa pólana þannig að vefið væri beint, en um leið og ég gerði það þá var bara eins og Dís skildi ekkert hvað ég væri að tala um, skildi ekkert út á hvað vefið gengur eða hvað þessir pólar væru að gera þarna. Ég fór því út með vefið í gær með 2 breytingar í huga. Ég ætlaði ekki að vera að flýta mér við að gera vefið alveg beint, og ég ætlaði að halda mér við að setja skipun á tækið. Sú sem kom upp með þessa aðferð mælir reyndar ekki með því að setja nafn á hegðunina fyrr en hegðunin er orðin tilbúin, en ég lít á þetta þannig að ég er í rauninni hætt að láta hana bjóða mér upp á hegðunina að vefa og farin yfir í að hún vefar "á skipun", og þá er gott að hafa eitthvað nafn á það hvað hún á að gera, því hvernig sem á það er litið þá yrði ég annað hvort að setja nafn á tækið, eða setja hreyfiskipun á tækið, hvernig sem á það er litið þá er það skipun.

En þegar kemur að því að hlusta á sjálfa mig, þá hef ég ALLTAF sagt að hluti af því að það tekur tíma að kenna vefið, er sá að það tekur hundinn tíma að festa inni í vöðvaminninu á sér að fara í gegnum vefið. Inngangurinn í vefið er alveg annar kapítuli, sem 2X2 aðferðin gengur rosalega mikið út á að byggja góðann grunn í. En að fljúga í gegnum vefið á fullri ferð er allt annað "ferli" í þjálfun en bara að finna réttan inngang. Þetta er nákvæmlega sama  og ástæðan fyri því að það tekur okkur tíma sem krakka að læra að skrifa. Það tekur tíma og endurtekningar að festa hreyfinguna inni í vöðvaminninu. Við trítluðum okkur út með vefið og eitt hopp í gær og skelltum því upp á littla æfingarsvæðinu sem við "stelumst" inn á hérna rétt hjá. Ég setti upp 6 póla vef, örlítið opið, og hopp sem gerði innganninn erfiðari. Munurinn sem ég sá á hundinum mínum var stórkostlegur, hún var hreint út sagt frábær !!! Ég var ekki lítið ánægð með þessa niðurstöðu, og tek því alveg til mín að ég á að hlusta á sjálfa mig.

fimmtudagur, september 23, 2010

Hlaupa hlaupa hlaupa

Það er tómstundargamanið þessa dagana. Ég er að reyna eftir bestu getu að fylgja hlaupaplani sem heitir "Couch to 5 K" sem gengur á að byggja upp hlaupaþol þ.a. maður sé 9 vikur að vinna sig upp í að geta hlaupið 5 kílómetra, eða í 30 mínútur, ef maður hleypur mjög hægt. Ég var byrjuð með þetta prógram á klakanum áður en ég fór út aftur og svo hélt ég því áfram hérna úti. Valdi hefur yfirleitt komið með mér, sem er soldið merkilegt, því hingað til hef ég aldrei þolað að fara út að skokka með honum og ég verð mega skapvond.... veit ekkert hvaðan það kemur. En ég er komin á viku 4 í þessu prógrammi, fór út með Dís áðan, Valdalaus, og ég hélt ég myndi deyja. Dís er reyndar fínasti hlaupafélagi, sérstaklega eftir að ég græjaði hana upp með dráttarbeisli úr Líflandi, svo er hún fest við mig með línu þ.a. hún getur alveg dregið mig, ef hún vill. Hún er reyndar svo pen á því að hún er ekkert að draga mig neitt mikið, en þetta virkar ansi vel fyrir okkur því ég þarf ekki að halda í hana og hún fær smá meiri orkulosun með því að draga mömmu sína aðeins.

Aumingja Valdi nær ekki að koma með okkur núna í smá tíma þar sem að hann fór í smá hnéaðgerð og verður smá tíma að jafna sig. Hann segist reyndar ekki geta borðað kjúklingavængi eða kjúklingaleggi aftur í nánustu framtíð, þar sem hljóðið minni hann aðeins of mikið á aðgerðina. Ekki skemmtilegt það !

Annars gengur skólinn sinn vanagang bara, allt fallið í þetta venjulega far alveg þangað til að maður rankar við sér næsta vor þar sem ég verð vonandi komin með BSc í dýralækningum og Valdi minn mastersgráðu... shit hvað tíminn líður hratt !!! Mer finnst ennþá að það sé svona mánuður síðan ég flutti hingað út, og ég er núna komin á 3. árið í náminu og alveg að verða orðin hálfnuð með að verða dýralæknir... scheize !

Svo er ég farin að setja saman plön í hausnum á mér með Dísiskvís, núna í október og fram í apríl færast hundafimi æfingarnar inn í húsnæði þar sem tækin fá að standa bara alltaf og við þurfum ekki að ganga frá þeim eftir æfingu eða setja þau upp í upphafi æfingar. Ekki það að mér finnist það eitthvað leiðinlegt, en það er skemmtilegra að setja upp brautir þegar þær koma úr hausnum á mér sjálfri, og ekki blaði (sem ég gleymi eiginlega alltaf að prenta út og taka með mér á æfingar) því það tekur bara of oft svo fjandi langan tíma að setja allt upp eftir kúnstarinnar reglum, útmælt og útpælt. Mér finnst reyndar ansi þægilegt að hafa fyrirfram skipulagðar brautir sem eru settar upp með ákveðnu markmiði til að æfa eitthvað ákveðið, en það hjálpar mér samt ekkert svo mikið að geta ekki notið æfinganna að fullu því ég er ekki með vefið tilbúið og ekki með contact tækin tilbúin, eins og ég vill hafa þau, áður en ég fer að hlaupa þau í brautum.

Vefþjálfunina getiði reyndar séð í síðasta pósti, en hún gengur soldið furðulega svona þegar erfiðleikastigið hækkar. Veit ekki alveg hvort ég sé að fara of hratt áfram, er svosem ekki að halda mig nógu vel við 80% regluna, en hún gengur út á að þegar hundurinn (nú eða reyndar dýrið bara) nær árangri á því erfiðleikastigi sem þú ert í 80% tilfella, þá máttu gera æfinguna erfiðari. En hún hefur verið með vel hátt "success rate" á öllum fyrri stigum (sérstaklega eftir að ég tók nokkur skref afturábak og vann grunninn aðeins betur) en svo þegar vefið verður því sem næst beint þá er hún mjög gjörn á að vera nánast blanco með það hvað maður gerir með svona vefpóla. Ég er mikið að halda mig frá því að setja nafn á hegðunina því það er í raun ekki fyrr en vefið er orðið alveg lokað þar sem þetta líkist almennilega fullu vefi, en þetta er soldið spes með að þegar vefið lokast þá hrynur hegðunin niður mikið meira en ég hefði búist við. Mikið hefði ég þörf fyrir að geta skellt upp vefi í garðinum og tekið 2-3 session yfir daginn, í örfáar mínútur í senn. Ég er alveg sannfærð um að þetta gengi mikið hraðar þannig. Annars ef ég horfi á þetta aðeins utan frá þá gengur þetta alls ekki hægt, eiginlega bara alls ekki, og t.d. er enginn af hundunum sem voru á námskeiðinu með okkur farinn að geta vefað að nánast neinu leiti sjálfir, og þeir byrjuðu að læra vefið í apríl. Þannig að ég er hvorki fúl, né er Dís að valda mér vonbrigðum, við erum bara saman að lenda á soldið spes vegg, og þurfum bara að vinna okkur út úr þessu, og helst á meðan jörðin er enn ófrosin svo ég geti skellt vefpólunum niður og æft sjálf.

Svo erum við líka byrjaðar að æfa brúnna, og það gengur alveg eins og í sögu, ég var eiginlega mjög hissa á því hvað ég gat aukið erfiðleikastigið þar hratt án þess að hún feilaði. Núna erum við komnar með brúnna upp á borð og þá fyrst fór hún að stökkva af án þess að hlaupa. Og við erum bara búnar að fara og æfa þetta þrisvar. Ég ætla reyndar að halda mér aðeins á "borðstiginu" í smá tíma í viðbót og setja upp "gildrur" fyrir hana og gera þetta erfiðara strax í stað þess að klára brúnna og fara svo að bæta inn beygjum og göngum undir brúnna og þessu sem lokkar hundinn til að stökkva af botninum. Hlaupa hlaupa hlaupa, það er það sem við ætlum að gera !

En að öðrum pælingum líka, þá var það alltaf planið mitt að fara með hana í hlýðni próf líka, og vantar okkur nú án gríns BARA að geta næsepröve æfinguna, því allar aðrar æfingar eru komnar. Ég er búin að fá leiðbeiningar með hana frá nokkrum aðilum og er svona að prófa mig áfram, en ég er ennþá í því að kenna henni að sækja og skila kubbinum og er ekki búin að bæta við öðrum kubbi þar sem eini munurinn er að annar kubburinn er með mína lykt. Ég var að kíkja á video af æfingunum sem eru í LP I hérna, og LP II reyndar líka, og það er sama sagan þar, okkur vantar bara þessa einu æfingu ! Þ.a. þegar ég er búin að klára að kenna henni næsepröve æfinguna þá gæti Dís allt í einu heitið LP I LP II Morastaða Korka... hversu gaman væri það ! Já og svo kanski LP I LP II DKLPCH Morastaða Korka, og svo seinna meir LP I LPII DKLPCH DKAGCH DKJUCH Morastaða Korka, það hljómar ennþá betur !

En ef þið viljið sjá hvaða æfingar um er að ræða þá er þetta LP I próf með dönsku reglunum



Og þetta er LP II, sami hundur


Spennandi :)

mánudagur, september 13, 2010

Sögur af vampýrumosquito og þjálfun

Ég sver það, það hefur gerst einhver stökkbreiting á eiginleikum almennra mosquito flugna í baunalandinu (reyndar á fleiri stöðum, hef heyrt sögur sjáiði til). Ég veit ekki hvað kom til en það er gjörsamlega búið að ÉTA mig lifandi af þessum ógeðum ! Ég er ekki ein um þetta, og ég er ekki vön þessu því ég lendi aldrei í því að vera bitin heima á klakanum, en þær eru séstaklega agressífar og aktífar allan sólarhringinn. Held að ég sé komin með yfir 30 ný bit, bara eftir helgina !

En ég ætlaði nú ekki bara að svekkja eða hræða ykkur með þessum pósti, heldur að skrásetja þjálfunina hjá okkur Dís. Þegar ég kom út aftur skellti ég mér í dýrabúðina og keypti mér vef. Ég hefði svosem átt að vera löngu búin að því en ég hafði ekki tíma eða aðstöðu í vor til að starta þessari þjálfun vegna skóla og almennra anna. Ekki það að hún taki mikinn tíma, eiginlega bara alls ekki, því lengsta "session" hjá okkur var 10 mínútur og það var of langt fyrir Dis, ég sá á henni að hún væri orðin þreytt, og þegar hún verður þreytt þá hættir hún að hugsa og hættir eiginlega að læra. Hún er soldið spes með þetta að hitinn hefur meiri áhrif á hana en ég átti von á í þjálfun, en það er kanski líka bara hitinn hérna úti.

Þannig að við höfum einbeitt okkur að því að hafa æfingarnar stuttar, yfirleitt eru þær um 2-3 mínútur, en ég hef nokkrum sinnum gert það að við tökum pásu, hvílum okkur aðeins og tökum svo annað session. Það tekur mig nefninlega soldin tíma að rölta mér yfir á svæði þar sem ég get æft þ.a. ég er ekki endilega að kíkja þangað út 2-3 yfir daginn, sem hefði samt verið mest ideal, s.s. að ég gæti skilið vefið eftir uppi og stokkið út 2-3 yfir daginn og tekið 2-3 mínútu leik"session" með vefþjálfun. Ég er búin að taka upp eiginlega allar æfingarnar, til að geta séð hjá sjálfri mér hvað þarf að laga og til að sjá hvernig henni gengur. Ég er að nota 2X2 aðferðina hennar Susan Garett við vefþjálfun, og hún byggir á því að láta hana sjálfa finna út úr því hvernig maður vefar og hvaða inngangur er réttur. Fyrsta skrefið er að móta það að hún fari í gegnum tvo póla, sem eru hornréttir á "the reward line" en það er línan sem vísar í þá átt sem dótið/nammið fer. Þessi lína breytist ekki en pólarnir róterast þ.a. hundurinn lærir að fara í gegnum vefið í rétta átt því verðlaunin eru/fara alltaf á sama stað.

Allavegana hérna er fyrsta sessionið, bara að móta það að fara í gegnum pólana, með klikker og nammi.


Þegar ég horfi á þetta þá finnst mér soldið fyndið að sjá hvað hún er merkilega dugleg við að bjóða mér upp á hegðun þó svo að ég hafi svosem ekki verið að æfa hana neitt mikið með klikker og frjálsri mótun, en það hefur eiginlega alltaf verið innandyra og hlýðni eða "tricks" tengt. Þannig að þið sjáið hana koma inn á hæl, bakka, hoppa og ýmislegt til að koma mér í gang. Hún fattaði reyndar pólana miklu betur þegar ég færði mig yfir í að nota boltann frekar en nammi þá urðu pólarnir miklu skemmtilegri.

Næst sjáiði samankurl af næstu æfingum, ennþá með 2 póla


Þegar ég horfði á æfingarnar eftirá þá sá ég að mig vantað að "work the arch better" þ.a. ég væri að æfa líka erfiðu inngangana strax og það sést betur í næsta videoi að mig vantaði að gera það betur. Þess vegna vantar 2 eða 3 skipti inn i videoröðina því ég gleymdi að taka vélina með. Það sem ég aftur á móti gerði var að ég tók nokkur skref afturábak í þjálfun, æfði grunninn betur og hélt svo áfram. Hérna getiði séð afraksturinn af því.


Ég er reyndar svo búin að taka 2 æfingar eftir þetta sem ég aftur gleymdi að taka video af, önnur þar sem ég fór á nýjan stað og gerði æfinguna aðeins auðveldari (4 pólar), en ég er að lenda í veseni með það að það gengur hægt að rétta pólana af þ.a. þeir séu í beinni línu. Hún á það rosalega til að hlaupa bara framhjá, hlaupa í gegnum vefið og fara út úr og inn í vefið á vitlausum stað. Á videoinu þar sem við erum komin með 6 póla þá er hún að vefa flott og fara vel í gegnum vefið (svona yfirleitt) en pólarnir eru ekki orðnir beinir, og ef ég þrengi vefið meira þá fer henni að mistakast.

Hún er reyndar líka soldið fyndin með það að hún á mjög erfitt með að mistakast. Ég veit ekki hvaðan það kemur, en hún fer óþarflega hratt í að "slökkva á sér" ef hún feilar of oft. Ég verð rosalega að passa mig að pirrast aldrei því ef ég fell í það að vera slæmur þjálfari og verð hörð við hana (hef gert það alveg tvisvar held ég) þá slekkur hún bara alveg á sér, verður stressuð og það fer allt inn um annað og út um hitt. Hún er öðruvísi en Fluga að þessu leiti, að Fluga er miklu frekar til í að vinna sig út úr málunum með því að testa og feila, en með Dís þá er það eins og hún sé smeik við að mistakast. Hún er reyndar líka þannig á heimili að maður þarf ALDREI að skamma hana. Eina sem hún gerir af sér er að vera solítill "counter surfer" þegar við erum ekki heima, en það gerir það að verkum að maður gengur bara frá eftir matinn (sem er hvort eð er góð venja), en hún hefur enga aðra ókosti eða leiðinlegan ávana, ekki einn einasta.

En ég tek eftir því að því meira sem ég hef verið að vinna í því að nota mótun og klikker í hundafimiþjálfuninni, þá er hún mikið að skána með þetta, hún kemur frekar aftur til baka með betra hugarfari, en hún er ekki enn orðin þ.a. hún komi aftur til baka og sé 100% tilbúin að reyna aftur og gera betur, en hún þó allavegan reynir og það er fyrir öllu.

En það er svosem líka ágætt að skrásetja að ég er byrjuð á að þjálfa contact tækin. Aðferðin sem ég ætla að nota þar er svokallaður "running contact" og ég hef eiginlega verið að bíða svipað lengi með að nota þá aðferð eins og með vefið, ef ekki lengur. Þetta er aðferð sem ég held að passi vel minni "handling" aðferð og er án efa hraða aðferðin við að fara tækin. Fyrsta sessionið er ekki til á video, en þá tók ég plankann af brúnni og lagði hann á jörðina og kenndi Dis að hlaupa eftir plankanum á jörðinni. Næsta session á ég að hluta til á video, en þá setti ég annan hluta plankann upp á smá hæð þ.a. hún átti að hlaupa niður plankann með örlitlum halla. Þetta gekk eiginlega bara fáránlega vel og held ég að "success rate" hafi verið því sem næst 98%, hún bara feilaði eiginlega aldrei. Svo er bara að halda áfram með þetta og hækka plankann hægt og rólega. Ég ætla að videoa þetta líka meira þ.a. ég geti séð hvernig það gengur :)

En núna er ég að plana í hausnum á mér næstu vefæfingu, og ég er að pæla í hvort að ef ég set tæki sem hún elskar (t.d. göngin) í beinni línu fyrir aftan vefið, hvort það verði til þess að hún vefi betur (ef hún vefar þá fær hún að fara í göngin og svo leika) og vefi meira "consistant". Svo held ég áfram hægt og rólega að þrengja vefið. Susan segir reyndar á disknum hennar að hún mæli ekki með því að fólk setji nafn á þessa hegðun, og ef fólk ætlar að gera það þá alls ekki sama nafn og þú ætlar að nota á tækið framtíðinni. Ég var á 6 póla staðnum farin að pæla hvort það myndi hjálpa henni að fara tækið (í staðinn fyrir að hlaupa framhjá því) ef ég myndi setja eitthvað nafn á það, þ.a. ég ætla aðeins að halda áfram með það (það heitir að núðla hjá mér hahaha) og sjá hvort það hjálpi til við að auka "success rate" hjá henni.

Þangað til næst ;)

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Sumarið búið ?

Nei kanski ekki alveg, en ég er komin aftur út til baunalandsins þ.a. segja má að sumarið mitt sé búið, en þar sem að sumarið endist nú töluvert lengur hérna þá má kanski segja sem svo að ég sé búin að lengja sumarið. Ég átti annars rosalega gott sumar, hefði reyndar alveg viljað hafa haft möguleika á að komast í eins og eina hestaferð, þar sem að þetta ár er fyrsta árið í ansi ansi mörg ár sem ég hef ekki farið í neina ferð. Ég verð að bæta það upp seinna meir, þegar hestarnir eru allir 100% frískir og í góðu standi.

Það var nú samt eitthvað um markverða hluti sem gerðust í sumar, t.d. þegar tilvonandi framtíðar ræktunarhryssan mín fæddist, nánast eins og eftir pöntun. Hún hefur hlotið nafnið Þoka, sem ég fæ örugglega einhverjar blammeringar fyrir þar sem að við eigum gráa læðu sem heitir Þoka líka, en Þokunafnið á merina kom aá undan Þoku, læðunni, sem var búið að skýra þegar hún kom til mín fullorðin. Nafnið á líka svo vel við litinn á henni þar sem að hún er móálótt.

En þar sem að ég var atvinnulaus námsmaður í sumar þá notaði ég tækifærið og fékk að vera í praktík í Grafarholtinu, eins og það er kallað, og vá hvað ég fékk mikla reynslu, fékk að sjá allskonar áhugavert með hunda. ketti, kanínur og nagrísi. Ég var virkilega ánægð með dýralæknana þarna og, þær voru alveg yndislegar, fagmannlegar og bara æðislegar allar með tölu.

En núna er ég komin aftur í baunalandið, er andlega að undirbúa mig undir og plana þjálfun á Dís. Það er soldið kjánalegt að eiga tvo hunda í sitthvoru landinu, því þegar ég fór til Íslands í júlí þá hlakkaði mig mikið til að fara heim og hitta fjölskylduna og Flugu, en var samt leið yfir því að skilja Dís eftir, en svo aftur þegar ég kom út þá var ég leið yfir því að skilja Flugu eftir en samt hlakkaði mig til að koma út og hitta Dís. Þetta er alveg til að rugla í hausnum á manni, en ég er enn að reyna að standa við þá ákvörðun að hafa Flugu heima á Íslandi en trúið mér, það er sko ekki auðvelt. Mig langar án gríns á hverjum degi að senda hana til doksa í rabies bólusetningu og svo skella henni í flug til mín. En ég er samt sannfærð um að ég sé að gera rétt, hún bíður bara eftir mér heima þangað til að ég er búin í námi og kem aftur til hennar.

En núna er planið mitt að nota þenna tíma þangað til skólinn byrjar í vefþjálfun með Dís. Ég skellti mér út áðan og keypti fullt 12 póla vefsett og er núna að horfa yfir 2 X 2 diskinn frá Susann Garett aftur, en þetta er akkúrat aðferðin sem ég ætla að nota hjá Dís, en það var ein af ástæðunum fyrir því að ég var erfiði nemandinn á hundafiminámskeiðinu í vor. Þau nota svokallaða "wire methode" þar sem vefið er alltaf beint en það er net sem sér til þess að það er bara ein leið inn og ein leið út. Persónulega er ég aldrei hrifin af því að vera að nota hjálpartæki í hundafimiþjálfun sem hundurinn á aldrei eftir að sjá í braut. Hundurinn getur orðið háður því að þurfa að hafa þetta til að gera tækið 100% rétt í 100% skipta, en svo þegar það er hægt og rólega fjarlægt þá á hegðunin oft til að brotna niður og  allt í einu lítur ekki út fyrir að hundurinn kunni hegðunina almennilega og fólk fylgir því ekki eins vel í keppni eins og í þjálfun því þá sjást hjálpartækin ekki.

Ég ætla í þetta skiptið að taka upp þjálfunina á video, svo ég geti séð eftir æfingarnar hvernig okkur gekk og hvernig þetta þróast hjá henni. Samkvæmt þessu ferli þá ætti ég að vera komin með hund sem vefar 6 póla á viku þ.a. það er ákveðið challange fyrir mig að vera komin með hana þangað fyrir næstu helgi ;)

föstudagur, júní 11, 2010

Raunhæfar og óraunhæfar kröfur

Ég hef undanfarið gripið sjálfa mig við "athæfi" sem ég átti ekki von á. Ekki alveg frá mér svona allavegana. Ég hef að vissu leiti verið með rosalega háar kröfur og rosalega mótaða mynd í hausnum á mér með það hvernig Dís á að vera í hundafimi, hvað hún á að gera og hvernig hún á að gera það, og merkilegt nokk þá hefur það alveg furðulega oft farið saman með því sem gerist þegar við hlaupum brautir. Núna er Dís orðin tveggja ára og einhverra mánaða gömul, hundar á hennar aldri hérna úti eru yfirleitt löngu farnir að keppa og jafnvel farnir að príla upp erfiðleikastigin og komnir á efsta stig þeir sem eru mjög góðir. En mér er alveg sama um það, ég vissi alveg að ég yrði aðeins "eftirá" með músina mína þar sem við töpuðum náttúrulega öllum tímanum sem fór í fyrsta árið í dýralækninum hjá mér. Ég var búin að kíkja með hana með mér á æfingar í hundafimi þegar hún var hvolpur, hún fékk að elta Flugu í gegnum göngin og aðeins að snerta saltið þ.a. hún yrði ekki hrædd við undirlag sem hreyfðist undir henni, en það var ekki meira en það. Núna eftir að við komum út hef ég iðað í skinninu við að komast með hana í hundafimi frá því að ég kom út, ég hafði planað að starta henni eitthvað síðasta sumar en við komum allar þrjár, ég, Dís og Fluga, eftir vinnu og vorum uppgefnar úr þreytu. Þannig að fyrsta skiptið sem Dís fór eitthvað almennilega í tæki var í fyrsta og eina skiptið sem við fórum í Pre-School agility tíma hjá Vallensbæk Agility klúbbnum. Því næst var það ekki fyrr en í apríl þegar við byrjuðum á námskeiðinu sem er núna að ljúka. Allt í allt hefur Dís, í dag, farið af einhverju marki í tæki 9 sinnum á sinni æfi.

Í dag er ég með hund sem hefur farið 9 sinnum á sinni æfi í tæki, og á æfingu í gær hlupum við brautir með frá 10 til 20 tækjum, erfiðum stýringum og stjórnunum á hoppum, hún fer sendingar í göng og poka af löngu færi, er búin að fatta dekkið nánast fullkomlega, fer saltið sem er eina kontakt tækið sem hún er búin að læra. Ég ætla að segja þetta aftur, hún er búin að fara 9 sinnum í tæki. Næsta fimmtudag er 10 skiptið á hennar æfi sem hún fer á hundafimiæfingu, síðasti tíminn af námskeiðinu og svo er komið sumarfrí. Ég verð að plata einhvern til að koma með mér í tímann til að sýna ykkur stöðuna á hundi sem er búinn að fara 10 sinnum á æfinni í tæki. Ég hef ekkert farið leynt með það að ég hef stór plön og miklar væntingar til þessarar litlu skottu, en ég fann það sjálf þegar ég byrjaði loksins að æfa hundafimi með henni, að ég var mjög lituð af því að hafa hlaupið í 10 ár með Flugu mína, hafa tileinkað mér aðferð við að stýra hundi og hlaupa með hund sem virkaði frábærlega fyrir mig og Flugu, en það var soldið skref fyrir mig að fara úr því að hlaupa með fullþjálfaðan hund og yfir í að  æfa með alveg grænann hund, hund sem skildi ekki fullkomlega "mitt kerfi" og hvað ég var að segja þ.a. ég lenti stundum aðeins á vegg þar sem Dís var ekki alveg að skilja hvað ég var að segja þegar mér fannst það þvílíkt augljóst. En núna er námskeiðið að verða búið, núna er ég að fara að geta þjálfað skottuna mína almennilega, alveg keppnis eins og sumir myndu segja, og núna er ég loksins að fara að geta byrjað á að kenna brúnna og A-ið og vefið, svona af því að ég er svo öðruvísi og vildi nota aðra aðferð en þá sem var kennd á námskeiðinu.

En þar sem að ég hafði ekki aðgang að því að æfa sjálf í tækjum þegar mér hentaði þá er það eina sem ég er búin að vera að gera fyrir utan æfingar að koma á kerfi okkar á milli með það hvað mínar handahreyfingar þýða í gegnum leik boltaleik. Þegar ég hugsa til baka þá var Fluga á ekkert ósvipuðum stað eftir svipaðan æfingarfjölda. Fluga skildi eftir "stóra skó" fyrir næsta hunda að fylla upp í, og sveimér þá ef Dís er ekki að fylla bara asskoti vel upp í þá !

þriðjudagur, júní 01, 2010

Backwards dog

Einu sinni þegar ég var lítil las ég skemmtilega bók um furðulegann hund. Hann hafði verið taminn þannig að allar skipanir sem hann hafði lært þýddu fyrir hann akkúrat öfuga hegðun m.v. hvað fólkið var að leita eftir. Þegar fólk kallaði á hundinn og sagði "Snati komdu" þá labbaði hann í burtu, ef þú sagðir "farðu heim" þá elti hann þig, ef þú sagðir leggstu þá stóð hann upp... you see where im going with this hihi

Allavegana, mér finnst ég soldið vera með þennan hund á heimilinu í dag, í líki Orku. Hún er soldið gjörn á að vera svona andstæðu hundur. Ef ég vill ekki leyfa henni að fara fram þá er besti staðurinn í heimi að vera frami, en ef ég vill að hún fari þangað þá blívur það enganveginn. Henni finnst t.d. ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara í sturtununa til að skola af löppunum eftir göngutúra, og er yfirleitt eiginlega frekar treg við að fara þangað, en í gær þá hafði Dís velt sér upp úr einhverju sem ég vill eiginlega ekki hugsa um úr hverju kom því ég myndi fá áfall ef ég vissi svarið. Þannig að þegar við komum heim var Dís að sjálfsögðu dregin inn í sturtuna gegn hennar vilja (henni fannst alveg nóg að hún hefði synt í vatninu til að þvo þetta af sér og engin ástæða að skella í hana sjampói). Ég þurkaði hratt yfir Orku þ.a. hún var ready að fara fram, en nei, þá var það EKKERT skemmtilegt, svo kallaði ég á Dís og sagði henni að fara inn í sturtuna, Dís var treg við að fara en þá fannst Orku þetta klárlega vera staðurinn til að vera á því ég þurfti bókstaflega að draga hana út úr sturtunni því ég nennti ekki að hún yrði blaut aftur fyrst ég var búin að þurka hana. Svipurinn sem ég fékk þegar Orka fékk ekki leyfi til að fara aftur inn í sturtuna var algjörlega priceless !!

mánudagur, maí 17, 2010

Svíf um á bleiku skýi

Allan daginn, alla daga. Ef maður ætti að skýra þetta eitthvað þá myndi ég líklega kallast að vera sveimhugi. Bleika skýið mitt er yfirleitt stórt og rúmgott og rosalega gott að vera þar. Ég hef verið svona eins lengi og ég man eftir mér, ég var ekki gömul þegar ég var farin að láta mig dreyma um alls konar hluti sem ég átti ekki (sem í flestum tilfellum voru gæludýr) en það er alveg merkilegt hversu mikið af þessu hefur orðið að raunveruleika. Þegar ég var lítil lét ég mig dreyma um að eignast hund, það varð að veruleika þegar Kátína kom inn á heimilið, sem unglingur lét ég mig dreyma um að keppa á Lansdmóti, sem aftur varð að veruleika árið 2000, sem ungmenni lét ég mig svo dreyma um að læra dýralækningar og búa í útlöndum og eyða mínum aukatíma í að horfa á Animal Planet og leika við hundinn minn. Allt hefur þetta orðið að veruleika.

Ég lít á það að geta látið sig dreyma, og dreyma stórt, sem hæfileika. Allar hugmyndir byrja sem draumur, svo fer maður útfrá því að skoða hvernig maður getur látið drauminn verða að veruleika. Það gerir það að verkum að maður lætur sig samt stanslaust dreyma stærra og maður teygir sig lengra og lengra í átt að stærri og stærri markmiðum. Hingað til hafa mín markmið ekki verið stærri en ég sjálf og ekki verið það fjarstæð að ég hafi ekki getað náð þeim á endanum. Þetta náttúrulega þýddi það að ég var orðin 25 ára þegar ég loksins tók ákvörðunina um að endanlega henda mér út í stærstu ákvörðun lífs mín, sem var að reyna að komast í dýralæknanám og verða dýralæknir, en ég sko sé alls ekki eftir því og ég held að þetta hafi án efa verið ein besta ákvörðun lífs míns.

Ég skal ekkert segja um það aftur á móti hvernig er að búa með svona sveimhuga eins og mér, en sem betur fer leiddu draumarnir mínir mig að mínum fullkomna maka (ég var sko með lista af kröfum sem maðurinn minn þyrfti að uppfylla, ekkert skrítið að ég haldi fast í hann Valda minn). En þetta þýðir líka að fjölskyldan mín situr soldið uppi með draumana mína sem þau hafa reyndar höndlað vel þar sem að margir af þeim hafa alveg samræmst áhugamálum fjölskyldunnar.

Þessu fylgir reyndar líka ákveðinn ókostur. Ég er alltaf að gera plön. Ég er alltaf að plana það hvernig ég á að stefna að því að láta draumana mína sem sveima í kollinum á mér núna, rætast. Það hefur hjálpað mér mikið áður fyrr að skrifa niður þessi plön mín eða væntingar og þá hef ég alltaf náð einhverri svona stóískri ró, þegar maður nær að forma fyrir sjálfum sér hvað það er sem mann langar. Núna er ég t.d. með ákveðin plön í hausnum á mér sem ég er hægt og rólega að komast nær og nær en hvort mér takist það veit ég ekki. Flest þessi plön snúa að hundum í augnablikinu þar sem mín hestaplön ganga útá mögulegar stóðhestapælingar til að eiga einhvern áhugaverðan efnivið þegar ég svo loksins fer heim aftur. En aftur að hundaplönunum mínum, þá var ég að uppgötva um daginn að mestar líkur eru á því að ég verði bara fjögur ár í viðbót hérna úti. Bara fjögur ár til þess að ná öllum mínum hundaplönum, sem eru sko ófá. Þannig að nú spyr ég, eru fjögur ár nóg til þess að komast með hund inná Heimsmeistaramótið í hundafimi ?? Eins og maður segir á góðri útlensku : " Only time will tell..."

mánudagur, maí 10, 2010

Greddupöddur...

Ég er á þeim merkilega furðulega stað að geta fylgst með hegðun hjá hundum sem ég hef ekki séð áður. Ekki allavegana svona mikið af. Dís byrjaði að lóða í lok apríl, og ég get vægast sagt að hennar lóðarí eru töluvert öðruvísi en þau hafa verið hjá Flugu og Kátínu. Ég hef áður verið með tvær tíkur saman en ekki séð þetta áður. Nú er Orka að nálgast það að verða 6 mánaða og Dís er vægast sagt að kafna úr lóðaríi þ.a. núna er aðal leikurinn hjá þeim að vera í "læknisleik". Það virðist allavegana ekki ætla að verða mikið vesen ef kemur að því einn daginn að Dísin mín verði pöruð.

En ef það kemur að því seinna meir að hún verði pöruð, ég tala hérna hreinlega á "hypothetical" nótum þar sem að ég er ekki enn búin að klára þau heilsufars próf sem vantar að gera, mjaðmamynda og olnbogamynda, DNA testa og augnskoða, þ.a. ég veit ekki hvort hún sé nokkurn tíman að fara að eignast hvolpa, en ef það kemur til þess þá verður allavegana voða lítið mál að para hana. Það lítur út fyrir að ekki hafi öll skapgerðareinkenni Flugu hafi yfirfærst á Dís þó sum hafi gert það.

En við stöllurnar erum búnar að vera núna mánuð í hundafimi, og ég verð eiginlega að segja að hún verður betri og betri í risastórum skrefum ! Ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð með hana, hún er farin að iða í skininu af gleði þegar við nálgumst svæðið og á ekki nema 4 tímum er hún komin með góðan grunnskilning á stýringum og er farin að bæta í hraða. En ég er samt litli erfiði nemandinn, því ég nota ekki sömu aðferð við kontakt tækin og við vefið og þau eru að nota, þ.a. ég get yfirleitt ekki notað eina af þremur uppsetningum sem þær setja upp í hverjum tíma og ég er því ennþá á alveg punkti núll með vefið og kontakt tækin ennþá. En það er líka í góðu lagi því ég er helst að sækjast í handling þjálfun á þessu námskeiði og að geta mætt á framhaldsæfingarnar.

Annars eru námskeiðin þarna soldið öðruvísi uppbyggð en ég er vön að gera þetta, þær fara fyrr í að taka nokkur tæki í röð, hafa 3 uppstiltar brautir þar sem ein er sjálfsþjálfunarbraut án leiðbeinanda (sem hentar mér náttúrulega mjög vel).

En til þess að æfa þessa hinu skemmtilegu hluti, sem ég ætla að gera öðruvísi en aðrir, þá er ég líklega komin með þjálfunarpartner fyrir þá skemmtilegu vinnu sem ég á fyrir höndum með vefið og kontakt tækin og jafnvel komin inn í aðra þjálfunaraðstöðu sem ég get farið og æft mig sjálf þegar ég vill. Hlakka mikið til að byrja á þessari vinnu og ég gæti alveg átt það til að taka eitthvað af henni up á video.

En sem smá svona "side note" þá er ég að íhuga ræktunarnafn (sem er soldið skondið því ég veit ekki hvort ég ætli að verða einhver ræktandi) en þá er allavegana fallegra að hafa eitthvað sameiginlegt til að kenna hundana sem gætu komið frá mér við. Ég er með nokkra möguleika í hausnum, og er eitt nafn orðið líklegast, en ég ætla ekki að upplýsa það fyrr en ég er búin að fá það staðfest ef ég einhverntíman sæki um það hahahaha

En sem hluta af því þá er ég að pæla að byrja að blogga á ensku, og hugsa að ég geri það ekki hérna, þ.a. núna vantar mig nafn á það líka.... vesen smesen


Með kveðju úr Baunalandinu, frá dömunni sem er ekki alltaf svo dömuleg :P

þriðjudagur, mars 23, 2010

Er loksins byrjuð í hundafimi hérna úti...

Og þá er Dís orðin feit, hvað er það ?!?!?

En já, ég verð víst að viðurkenna að hundurinn minn er orðinn aðeins of þéttur, segi ekki að hún sé neitt mikið feit, en það eru alveg 2 kg þarna sem eiga ekki að vera, og það er ekki nógu gott að hafa svona smá auka einangrun þegar maður ætlar sér að byrja í fiminni af krafti. Það er nefninlega ekkert sérstaklega gott fyrir hundinn að hoppa og djöflast ef þeir eru of feitir. Þannig að núna fer skottan mín í aðhald og við gefum okkur smá spart í rassinn til að koma okkur báðum í gott form.

Ég er samt ennþá að velta því fyrir mér hvernig hún eiginlega laumaðist aðeins til að fitna, ég held að viðvera Orku (samkeppni um matinn, Dís þarf að passa að hún fái nú alveg örugglega að borða og svelti ekki) og það að hvolpamatur sé búinn að vera á boðstólnum sem er mun feitari, hafi haft mikið með þetta að gera. Það sem þær gerðu var að í hvert skiptið sem matur var settur fyrir þær á gólfið, þá fóru þær í dallana hjá hvor annari (maturinn sem hin fær hlýtur náttúrulega klárlega að vera MIKLU betri). Þetta þýðir það að núna er komið annað form á fóðruninni, Orka fær sinn mat inn í búri og Dísar matur er tekinn alltaf eftir smá tíma, hún fær ekkert að hanga með matinn sinn í dallinum eins og áður (þá var það heldur ekki vandamál að hún væri of feit).

Annars er líka vorið loksins komið í baunalandinu, allur snjórinn er farinn og gróðurinn farinn að taka við sér. Loksins get ég farið að lengja göngutúrana okkar þ.a. Dís fái þá meiri hreyfingu og komist þá einnig frekar aftur í form. Þessi vetur var allt of mikill og allt of langur, og magnið af klaka á göngustígunum í skóginum gerði það að verkum undir það síðasta að maður var farinn að velja vandlega hvaða leiðir maður valdi í göngutúrunum. Svo er ég líka farinn að geta hjólað fyrst snjórinn er farinn sem er líka hin fínasta líkamsrækt fyrir hundinn. Eina vandamálið með það er að beislið sem ég hef notað á hana er orðið of lítið á hana (ekki bara af því að hún fitnaði samt) og mig vantar soldið mikið almennilegt dráttarbeisli, en það hefur reyndar verið á dagskránni í soldinn tíma að eignast svoleiðis.

En aftur að hundafiminni. Við skelltum okkur fyrir jól í pre-school tíma í hundafimi, sem var ætlaður fyrir fólk sem var með hvolpa eða að bíða eftir að komast á námskeið, til að koma og "leika sér" í smá grunn tækjum, fórum í hopp og göng í nokkrum útgáfum og skemmtum okkur náttúrulega klárlega fjandi vel. Á þeim tíma var ég soldið hissa á valinu á æfingarsvæðinu, sem er grænt svæði með trjágróður á einni hlið og svo bílgötur á hinum þremur. Túnið er reyndar alveg vel stórt, en það er samt ákveðið undarlegt að vera að æfa á svona opnu svæði þar sem möguleiki er á því að ef maður er með hund sem er gjarn á að hlusta ekki á innkall og svona að hann hlaupi og lendi undir bíl. En í þessum tíma ræddi ég við fólkið sem er með klúbbinn og skráði mig á næsta námskeið hjá þeim sem var svo formlega að byrja í gær. Þau eru ekki með róterandi byrjendanámskeið eins og við heima þ.a. eftir fysiology geðveikina síðasta haust þá hafði ég ekki möguleika á að byrja í fiminni með Dís fyrr en núna, þ.a. við höfum nýtt tímann hingað til í allskonar grunnæfingar og keppnishlýðni grunn. Við ættum því að vera ágætlega undirbúnar undir að geta loksins byrjað.

Fyrsti tíminn á byrjendanámskeiðinu var í gær, þetta var bóklegur tími eða svokallað "theorie aften". Þarna mættu kennararnir og töluðu um námskeiðið, hundafimi og hitt og þetta í tæpa tvo tíma. Valdi var reyndar búinn að segja við mig fyrir nokkru að ég ætti að fara á námskeiðið og vera alveg mesta ljóskan og þykjast ekki vita neitt um hundafimi en mér tókst ekki að sitja á mér og þegar við áttum að kynna okkur þá sagði ég náttúrulega að ég hefði langa reynslu af hundafimiþjálfun á keppnisleveli (sagði reyndar ekki að ég hefði tæplega 10 ára reynslu af kennslu og vantaði bara að ganga 3 námskeið og taka próf til að verða útskrifaður hundafimi og hvolpaskólakennari innan HRFÍ, veit ekki hvort leiðbeinendurnir myndu verða eitthvað feimnir yfir því, eflaust yrðu þeir það samt ekki). Mér mistókst s.s. hrapalega að mæta og vera ljóskan og þykjast ekki vita neitt. Ég var reyndar búin að lofa mér því að meta með rosalega opinn huga til að sjúga í mig þekkingu annarra, og ég ætla mér að standa við það, en það breytir því ekki að ég er fyrir löngu búin að ákveða hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna Dís t.d. vefið og kontakt tækin, og ég beygi mig ekki frá því.

Þess vegna var ég einnig soldið hissa á því hvaða aðferðir þau ætla að nota til að kenna okkur vefið og kontakt tækin. Reyndar með kontakt tækin þá hef ég sjálf kennt þessa aðferð og mælt með henni við fólkið sem ég hef kennt en hún er erfiðari þegar kemur að keppni að því leyti það er miklu erfiðara að vera stabíll á því að viðhalda þessari hegðun 100% í keppni án þess að hún brotni niður, og margir lenda í því að hundarnir hægja mikið á sér á t.d. brúnni, og fá þ.a.l. verri tíma. Fyrir þá sem ekki vita um hvað ég er að skrifa þá heitir aðferðin "two feet on, two feet off" og byggir á því að hundurinn stoppi á endanum á tækinu með framfætur á jörðinni og afturfætur á tækinu. Vefið aftur á móti kenna þau með því að hafa vefið alveg lokað en með "guide wires" til að sýna hundinum rétta leið gegnum vefið. Þetta líka er ekki leið sem ég ætla að nota.

Aðferðirnar sem ég ætla að nota aftur á móti eru 2x2 frá Susann Garett til að kenna vefið, og "running contacts" eftir fyrirmynd Silviu Trkman. Fæstir hafa eflaust nokkra hugmynd um það hvað ég er að tala, en ég veit að leiðbeinendurnir sem kenna námskeiðið hafa það og vona að þær hjálpi mér. Ef ekki þá bara geri ég þetta sjálf hihi. Þegar ég lít aðeins yfir þennan póst minn aftur þá virka ég soldið sem algjört "know it all", ég er  bara soldið föst í mínum venjum, ég vona samt rosalega að ég eigi eftir að læra massa mikið í fiminni hérna úti því það er nóg þar að finna sem ég veit ekki og þekki ekki. En ég er alveg sauðþrá við það hvaða aðferðir ég ætla að nota til að kenna þessi þýðingarmiklu tæki í fiminni því þau þarf að kenna vel og þau þarf að kenna rétt til að eiga einhvern séns í liðið á hæsta level í fiminni, og ég stefni eins langt með Dísiskvís eins og við komumst.

En fyrsti verklegi tíminn verður eftir páska, og ég iða í skinninu eftir því að byrja ! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er búin að bíða eftir þessu lengi ! Loksins get ég farið að flytja fréttir af framgöngu í þjálfun, sem þetta blogg var reyndar upphaflega stofnað til að gera :)

laugardagur, febrúar 27, 2010

Legendary road trip !

Já, road trip, hvað getur maður sagt annað en vá. Þetta var áhugavert og magnað skemmtilegt.

En byrjum á byrjuninni, Dóra vinkona var s.s. á leiðinni að fara að sækja hvolpinn sinn sem hún ætlaði að koma með til Dk í pössun þangað til hún má fara heim til Íslands. Þegar hún lenti í Kastrup og ætlaði að taka lestina til Amsterdam, þá var bara fullt, og það svona hressilega því það var ekki laust sæti í nokkra daga. Þá var Dóra litla í smá veseni enda soldið langt að labba, flugmiðar voru fjandi dýrir og hún gat ekki fengið bílaleigubíl. Því kom ég til bjarga á nýja litla bílnum og við gerðum okkur þetta líka legendary road trip úr því. Á föstudagsmorgni klukkan korter í níu lögðum við af stað með Dís í skottinu.


 


Við keyrðum og keyrðum og keyrðum, með Gibbs okkur við hönd, en þegar við komum yfir í Þýskaland þá gerðist soldið furðulegt, Gibbs neitaði því að það væri eitthvað land til sem var ekki Danmörk og við keyrðumað hans mati bara í vatni.


Við reyndar náðum að finna út úr þessum með blessaðan Gibbs en honum tókst allavegana að gera ferðina okkar ansi áhugaverða ! 

Við brunuðum á þýsku autobönunum yfir til Hollands og stoppuðum stutt hjá ræktandanum að hvolpinum og héldum svo áfram alla leiðina til Belgíu til Möggu. Ferðalagið tók ekki nema tæpa 14 tíma, en við lentum hjá Möggu á miðnæti, en þar biðu okkar ansi góðar móttökur, hundaknús og stórgóðar veitingar. Við áttum góðar stundir og nutum landsins, hundanna hennar Möggu og átum svo hressilega yfir okkur að annað eins verður seint toppað !

Ég var reyndar ekkert hrikalega dugleg að taka myndir, en hérna er allavegana eitthvað smotterí. Já og Dís skvís er víst líklega orðinn víðförlasti íslenskt fæddur Border Collie í heimi, hefur komið til fimm landa allt í allt.

En ég henti inn nokkrum myndum í myndaalbúmið ef þið viljið kíkja en hérna eru smá sýnishorn.